Færsluflokkur: Bloggar
21.9.2006 | 22:44
Hættur!..... í bili
Væl Væl Væl! Fólk hættir ekki að væla..... ég er gjörsamlega hættur að nenna þessu a.m.k. í bili þannig að STOP WHINING!
kv, toto
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.8.2006 | 22:25
Reykjavík Ó Reykjavík
Aaaaahhh.... yndislegt að vera fluttur aftur í bæinn.... unaðslegt... ólýsanlegt... geðveikt!
Enda hafa dagarnir í hveragerði snúist um aðeins 4 hluti : Vinna-Éta-Scrubsa-Sofa, svo einfalt var lífið. Nú hefur það flækst all illilega en skóli, lærdómur, fótbolti og allskonar skemmtilegheit hafa skorist inní... sem er ekkert annað en gott mál Skólinn að byrja á morgun ég hlakka bara furðulega mikið til! Man eftir því hvernig það var fyrir ári.... þekkti ekki STAKA manneskju! Hafði aldrei kviðið jafn mikið á ævi minni fyrir því að fara í skólann, en var þó spenntur líka. Fyrstu dagana og vikuna þekkti maður fólkið lítið sem ekkert og sagði varla orð við það í tímum.... man einmitt mjög vel eftir einum tíma þar sem ég sat við hliðina á Söru í stærðfræði og við yrtum ekki á hvort annað og ég hugsaði bara "Úff hvað hún er ábyggilega leiðinleg" haha
Sorrý Sara, ekki það að þú lítur útfyrir að vera e-ð leiðinleg! Alls ekki!
Svo liðu vikurnar og mánuðirnir og maður var búinn að kynnast fuuullt af fólki. Og maður er enn að! Bara eftir þetta sumar hefur t.a.m. mikið breyst.
En núna ári síðar lítur maður allt öðruvísi á þetta allt saman. Kvíðinn farinn í stað fyrir enn meiri spennu og skemmtilegheit. Þó er smá kvíði... fyrir einhverju sem á víst heima í helvíti en býr hérna og kallast danska... mér skilst þýska sé skild henni.
Líka annað við það að koma í bæinn er herbergið mitt. Ég ELSKA það! Rúmið mitt, tölvuna mína, tónlistina mína, hilluna mína, veggina mína, gluggatjaldateppið mitt.... allt! Og núna er maður er að henda öllu upp aftur.... gaman gaman!
Spá í að fara halda því áfram.... there's your blogg hildur!
Ætla enda þetta á tvennu sem ég eeeeeelska þessa dagana!
Remy Zero og SCRUBS!!!
Remy Zero - Life In Rain
Remy Zero - Mandolin
Remy Zero - Hermes Bird (Accoustic)
Remy Zero - Hollow
kv, toto!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.8.2006 | 01:48
Glataðasta verslunarmannahelgi ever!
Ekki bjóst ég nú við því fyrir nokkrum vikum að ég yrði að blogga um hálf 2 aðfaranótt sunnudags um verslunarmannahelgina!! Ójá ég skemmti mér svo vel! Ein af skemmtilegustu helgum ársins búin að umturnast yfir einhverja þá allra leiðinlegustu!
Planið var þó alltaf að fara á Sigur Rós í ásbyrgi á sjálfan afmælisdaginn en það gekk víst ekki eftir. Svo eftir þá sá ég tracklistann og sá að þeir hefðu tekið Von, Lagið í Gær og Dauðalagið og ég datt ofaní versta þunglyndi í heimi. Seinna sá ég svo myndir af tónleikunum og mig langaði til að fara háskæla fyrir að hafa misst af þessu! Svo núna er ég bara að hlusta á "Von" í von um að fá að sjá það einhvern tímann live
En já afmælisdagurinn í gær byrjaði ansi furðulega. En það var þannig að ég var búinn að vera vinna til 8 kvöldið áður og var því dauðþreyttur..... og ekki átti þreytan eftir að batna þar sem ég átti að mæta í vinnuna milli 5 og hálf 6 morguninn eftir. Þannig ég fór bara snemma að sofa um 10 leytið en sá svefn gekk ekki lengi. Því um hálf 3 leytið vaknaði ég við einhvern hávaða í herberginu mínu..... ég pírði augun til að sjá hvað var í gangi en áttaði mig ekki alveg á aðstæðum. Var frekar steiktur í hausnum þannig ég hélt að mig væri bara dreyma. En svo eftir smá stund kipptist ég allur við og fattaði það að þetta voru Guffi og Bjössi öskrandi afmælissönginn auk þess að glamra á gítar.
Er ég ekki frá því að mér hefður aldrei á ævi minni brugðið jafn mikið enda var ég næstum búinn að gefa Bjössa eitt stykki karate spark af hræðslu! Næstu mínúturnar fóru svo í það að bölva þeim í sand og ösku fyrir að hafa vakið mig á meðan þeir fóru inní eldús að gæða sér á súkkulaði köku sem þeir höfðu komið með.
Svo var bara mætt í vinnuna um hálf 6 og þá uppgvötaði ég að þetta uppátæki þeirra bjargaði algjörlega deginum því ég hafði aldrei verið jafn hress í vinnunni!
En það kom þó að sök um kvöldið þar sem ég var orðinn lamaður af þreytu um 8 leytið.... þá var bara farið í rúnt með Bjössa, Tinnu og Söru sem var bara ágætis gaman.... þó algjörlega glatað þegar maður hugsaði til þess að maður hefði getað verið á Sigur Rósar tónleikum á sama tíma!
En vá hvað ég er sáttur með eitt þessa dagana.... MYRKRIÐ! Ég elska svo þegar það orðið dimmt á kvöldin og næturnar. Maður getur loksins sofnað án þess að það sé eins og það sé hádegi úti! Auk þess er svo geðveikt þægilegt að fara út í myrkrið, vera á rúntinum eða hvað sem er.
En já ég held það sé ekki fleira.... hef ekki fleira "merkilegt" að segja um þessa frábæru helgi. Þið lesið þetta kannski þegar þið eruð búin að skemmta úr ykkur líftórurnar um helgina...... svooo bæææ!
toto
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.7.2006 | 17:07
Mikið mikið gaman
Já þessi helgi er búin að vera svona í betra laginu. Gærkvöldið var fínt stuð og kvöldið í kvöld verður hreinn unaðsleiki! Úti tónleikar með Sigur Rós.... og vááá hvað ég ætla vona að það rigni og rigni og rigni! Það væri geðveikt!
En ég er nú ekki beint í mesta bloggstuði í heimi þannig ég ætla bara gefa ykkur smá nasaþef af því hvað er "inn" í músíkinni þessa dagana...... værsgo!
1. The Postal Service - This Place Is A Prison
Ég hef einfaldlega lifað fyrir þetta lag síðustu vikuna..... textarnir hjá Ben Gibbard klikka einfaldlega ekki! Mæli mjög með
2. Amie Mann - Wise Up (Live)
Eftir að ég sá að þessi kona var í soundtrackinu hjá Zach Braff fyrir The Last Kiss þá vissi ég að ég varð einfaldlega að kynna mér hana. Svo fann ég þetta lag sem mér finnst alveg frábært.... must listen!
3. Artisan - Hold My Breath (Remix)
Óþekkt band með meiru hér á ferð sem ég veit bara ekkert um. Fann þó þetta lag með þeim og minnir það svona smá á Postal Service.... veit ekki hvort það sé bara trommuheilinn eða hvað.
4. Broken Social Scene - Anthems For A Seventeen Year Old Girl
Ég elska þetta band af lífinu! Svo miklir snillingar.... enda kanadískir... hvað annað ?! Eitt af mínum uppáhalds lögum með þeim.... mjög sérstakur tölvubreyttur söngur í því.
5. Hot Chip - Over And Over
Án efa eitt heitasta lagið í dag.... og ég ELSKA það! Minnir mig mikið á þegar ég heyrði Seventeen Years með Ratatat í fyrsta sinn. Elektrónískur dansfílingur á hæsta mælikvarða!
6. Hot Chip - Crap Kraft Dinner
Jújú annað lag með þessari mögnuðu sveit. Þó mun rólegra í þetta sinn... en engu að síður mjög flott!
7. The New Pornographers - Streets of Fire
Rólegt lag með þessu hressa indí bandi. Búinn að hlusta mikið á Twin Cinema nýjasta diskinn þeirra uppá síðkastið en hann var án efa með betri diskum sem komu út á síðasta ári!
8. Death Cab For Cutie - The Passanger Seat
Ég veit ekki hversu oft ég hef sett lög með þeim hérna inn en það er langt frá því að það sé að enda. Textinn enn of aftur tær snilld!
9. The Raconteurs - Together
Yndisleg ballað frá Jack White og félögum. Uppgvötaði það þegar ég var að fara af þeim yfir á Animal Collective. Án efa einn af hápunktum hátíðarinnar!
10. Phantom Plante - Our House
Jújú þessir gæjar geta gert fleira en samið titillag OC þáttana. Þetta er nú reyndar cover af Crosby, Stills, Nash & Young en mjög flott og vel gert hjá þeim.
Þetta er komið gott..... takk fyrir gærkvöldið fólk sem var þar og farið nú ÖLL á sigur rós í kvöld og sjáið eitt besta tónleikarband í HEIMI á ÚTItónleikum!
kv, toto!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.7.2006 | 21:29
Steinrotin helgi
Daga líkt og þennan og þá sem nýliðnir eru og þeir sem framundan eru er aðeins einn hlutur sem nær að halda líftórunni minni í heili lagi..... en það er músík. Fáar eru mínúturnar sem líða án þess Black Doggie Dog (iPodinn minn) sé ómandi í eyrunum á mér á leiðinni í vinnuna, í vinnunni og á leiðinni heim og svo er það fyrsta sem ég geri þegar ég kem er að kveikja á tölvunni og setja einhverja tónlist á. Án hennar væri ég bara rotnaður ofaní einhverjum skurði!
Helstu lifesaver'arnir mínir síðustu daga hafa verið:
- Fræ
- Ben Gibbard
- Josh Rouse
- Feeder
- Joseph Arthur
- Ray Lamontagne
- Placebo
- Cary Brothers
Ekki hafa heldur fréttir líkt og þessar skemmt fyrir:
- Sufjan Stevens að koma og spila í Fríkirkjunni 16 OG 17 nóv!
- Ratatat að koma með nýjann disk þann 22. ágúst sem mun heita "Classics"... búinn að hlusta á fyrsta singúlinn og fíla ágætlega.... þó ekkert Seventeen Years
- Ben Gibbard og Jimmy Tamborello, tvíeykið magnaða í The Postal Service eru sameinaðir á ný og eru að vinna að nýjum disk!! Tóku upp allavega 2 lög í júní
- Annar helmingur franska tvíeykisins Air, Jean-Benoit Dunckel, er að fara gefa út sóló disk þann 18. september undir nafninu "Darkel. Einnig er von á nýjum Air disk í byrjun 2007!!
- Mars Volta að skíta út sinni 3. plötu í ágúst!
- Að Arcade Fire séu núna í stúdíói að taka upp sína aðra plötu... Win Butler, einn meðlimur sveitarinnar sagði það að þau væru að notast við nýtt hljóðfæri, mikið og stórt pípuorgel, og það að það kæmi svo hreint og fallegt hljóð úr því að hann hafi tárast við að hlusta á það. Guð minn almáttugur hvað ég hlakka til!
- Að The Eraser, fyrsti sólódiskur Thom Yorke sé kominn út
- Að skólinn byrji aðeins eftir mánuð og sirka viku... og þá get ég flutt aftur í bæinn!
- Að ég skuli hafa fengið flottasta kindabindi í heimi frá bróa úr london
- SIGUR RÓS 30. júlí í bænum..... voooonandi að maður komist í ásbyrgi líka 6. ágúst og jaaaaafnvel á ísafjörð líka!!!
Hinsvegar hafa hlutir eins og þessir skemmt mikið fyrir:
- Að ég geti ekki komist í bæinn...!
- Að ég sé skuli vera nánast blankari en allt
- Að ég hafi nákvæmlega ekki einn einasta hlut að gera núna... og restina af helginni.... og vikuna eftir það
- Að ég skuli ekki geta horft á bestu myndir í heimi... Garden State, Memento og American History X því þær eru allar í bænum
- Að ég skuli ekki geta keypt mér Thom Yorke diskinn því ég kemst ekki í plötubúð!! og ég tými ekki að downloada honum...
- Að Damien Rice geti ekki skitið út öðru meistaraverki...... fimm ár liðin síðan fyrsti singúllinn kom út af "O" ! Biðin hjá mér er búinn að standa yfir í þrjú
- Að ég skuli ekki geta fundið neitt skemmtilegra til að skrifa um heldur en þetta!
Hmmmm..... tæknilega séð ætti ég samt að vera glaður.... því 10 broskallar við 7 fíluköllum gerir 3 broskalla sem gerir +3 og þá ætti ég alveg að vera semi-sáttur..... mikil fræði ójá!
En já leiðist ykkur jafn mikið og mér ?! ókei.... ég skal hafa af ykkur aðeins fleiri mínútur...... ef þið eruð í miklum hlustunarfíling! Tjék ðis át ->
- The Acorn - Darcy
Flott og rólegt lag með Indí underground sveit með meiru - Placebo - Follow the cops back home
Án efa einn af toppunum á Hróarskeldu... heyrði þetta lag þá fyrst og hef elskað það síðan! - Ray Lamontagne - Crazy (Gnarls Barkley cover)
Það fær bara ekki nokkur manneskja nóg af þessu lagi.... og ef einhver fær nóg af því með Gnarls Barkley.... þá á sú manneskja baaara að snúa sér að einhverjum af þeim þúsund coverum sem er búið að búa til við þetta lag. Þetta er eitt það flottasta enda með eðal dúdda sem minnir mikið á Ryan Adams.... allavega plöturnar hans. - Josh Ritter - Girl In The War
Þetta lag er búið að bjarga mér algjörlega.... elska það! Hef bara hlustað á 2 diska með kauða og líkar mjöööög vel! Must Listen! - Ratatat - Wildcat
Fyrsti singúllinn sem kemur út 25. júlí af nýju Ratatat plötunni, Classics. Ég fíla þetta bara nokkuð vel... maður heyrir mjög vel ratatat hljóminn af hinni plötunni og ég ætla vona að þeir geri vel með þennan disk. - Ratatat - Swisha
Annað lag af nýja disknum! Og ég er að digga það í botn.... sérstaklega gítarinn í því. - Death Cab For Cutie - Transatlanticism
Eitthvað allra flottasta lag sem ég veit um og einhver allra besti texti sem ég veit um og einhver allra besta sveit sem ég veit um og einhver allra mesti snillingur sem ég veit um..... get haldið áfram í allan dag...
The clouds above opened up and let it out.
I was standing on the surface of a perforated sphere
When the water filled every hole.
And thousands upon thousands made an ocean,
Making islands where no island should go.
Oh no.
Those people were overjoyed; they took to their boats.
I thought it less like a lake and more like a moat.
The rhythm of my footsteps crossing flood lands to your door have been silenced forever more.
The distance is quite simply much too far for me to row
It seems farther than ever before
Oh no.
I need you so much closer (x12)
So come on, come on (x4)

Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.6.2006 | 22:20
Farinn á Roskilde :)
Jæja... ég er þá að fara að fara út. Vakna hálf 4 í nótt til að taka rútu niðrí keflavík og svo fljúga korter í 8. Hugsið semsagt til mín þegar þið byrjið í vinnunni
Þetta er bara stutt kveðja..... bless elskurnar mínar!
roskildekveðja, toto
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.6.2006 | 22:20
Extrememakeover.com
Jújú haldiði að ég hafi ekki bara tekið blessuðu síðuna í extrememakeover til að lappa smá uppá hana. Fannst hitt útlitið alltaf hálf kjánalegt og óþægilegt. Þetta er miklu þægilegra! Auk þess fékk mikið að reyna á hæfni mína í paint eða hvaða forrit sem það var sem ég notaði til að búa til þennan ofsalega banner
En að öðru..... vá hvað ég vildi óska þess stundum að geta verið í vinnu sem ég gæti verið inni eða úti þegar mér hentaði. Í dag var ekkert smá heitt úti (allavega miðavið síðustu daga), sól og massaveður en nei, ég var inni í snjógalla svitnandi eins og feitur japanskur súmóglímukall!
En svo þegar ég var búinn í vinnunni steinrotaðist ég heima eins og venjulega þannig maður gat ekkert farið að njóta veðursins..... ohhh. Þetta er samt svo algjörlega týbískt, þegar maður þurfti að húka inni að læra fyrir próf í maí þá var bara bongóblíða og allt svaðalegt. Svo UM LEIÐ og maður var búinn í prófum þá fór bara að koma skítakuldi og rigning og hefur verið alveg síðan!
En núna eru bara 6 dagar og 3 vinnudagar í Hróarskeldu!! Úff hvað þetta er að bjarga sumrinu! Heyrði að það væri um 27 stiga hiti þarna úti.... svo að það verður sól og gott veður þarna allan tímann þá verður þetta geeeeeeðveikt!! Sólarlönd hvað ? Ekki slæmt að slá tvær flugur í einu höggi með því að fara út í hitann og sjá í leiðinni allar þessar sveitir..... PLÚS það að fara með góðum vinum sínum og komast á strikið, jafnvel horfa á HM á einhverjum pöbb
Hildur ég veit þú vilt það!

Sanders Bohlke - Rockets
Sanders Bohlke - Lovesick Misery
Sanders Bohlke - 'Til My Days Are Through
Endilega commentiði á lúkkið.... hvort það sé að meika það allavega
leiiiiter.... toto
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.6.2006 | 00:42
Jááá blogg ?
Úff hvað ég hef bókstaflega bara ekki nennt að blogga uppá síðkastið.... eða síðan eftir Reykjavík Tropic. Líferni mitt hefur nú síðan skólin var búinn aðeins snúist um helgar.... passar mjög vel við Hard-Fi lagið Living For The Weekend.... mæli alveg með því, gúdd shit. En já allavega, þá er ýmislegt búið að gerast og svona og ætla aðeeins að greina betur frá því.
Vart þarf að segja frá blessuðum vinnu-virku dögunum sem ganga allir útá það sama!
Vakna-Éta-Vinna-Sofa-Éta-Tölva/TV-Sofa...... yuup mikið mikið fun... enda ekki mikið hægt að koma í verk þegar maður klárar yfirleitt ekki að vinna fyrr en um 6 leytið eða e-ð.
En já síðustu helgi var algjör tjill/partý helgi. Á föstudeginum var skellt sér til Hildar þar sem við vorum um 7 stk fólk súpandi góða drikki og spjallandi og svona..... einnig var það á laugardeginum nema hvað þá hjá mér. Nóttin fór aaafar vel fram og allir voru í gúddi fíling þar til bééévítans nágranninn kom og bankaði uppá og hótaði að hringja á LÖGGUNA. Útaf því að ég var með örfáar manneskjur hjá mér... öll nánast sofnuð eða spjallandi.... hlustandi á mjööög rólega tónlist. Vá hvað við erum miklir ólátabelgir... alveg með ólíkindum!
En allavega eftir þessa helgi erum við eiginlega búin að plana, ég, Hildur og Kjarri a.m.k. að hafa svona tjill hverja helgi... enda er þetta engu verra en partý :D
Sunnudagurinn fór svo í ósköp casual rotnun og nálgunarbanni frá nágrannanum.... allavega var ég ekkert mjög spenntur fyrir að mæta honum eftir nóttina. En jú á sunnudeginum var reyndar farið í það að spá í hróaskeldu eftir að Hildur náði virkilega að sannfæra mig um að ég GÆTI farið. Svo tók það heila 4 daga í að sannfæra pabba um að virkilega leyfa mér að fara en auðvitað þurfti ég að lofa alveg hægri vinstri um milljón hluti og borga bókstaflega allt.... en það verður svooooooo þess virði!! Eða hvað mynduð þið ekki gera fyrir að sjá:
Arctic Monkeys
Animal Collective
Clap Your Hands Say Yeah
Death Cab For Cutie
dEUS
Bob Dylan
Editors
Figurines
Franz Ferdinand
Goldfrapp
Guns'n Roses
Kaiser Chiefs
Damian Marley
Morrissey
Placebo
The Raconteurs
Josh Rouse
Scissor Sisters
Silver Jews
Sigur Rós
The Streets
The Strokes
Rufus Wainwright
Roger Waters
Kanye West
Wolfmother
Reyndar getur maður ekki séð bókstaflega ALLT þarna enda er dagskráin alveg vangefnislega vitlaus. Líkt og fyrsta kvöldið eru Clap Your Hands, Guns'n Roses og Sigur Rós öll á sama tíma!! En þetta verður samt geðveikt! Búið að plögga nánast öllu... ég þarf reyndar að redda mér stígvélum held ég sem er víst möst! :P
En já allavega... best að halda áfram með dagana. Núna bara um föstudaginn var MR Tebó og var ég nú ekki viss hvort ég nennti en fór þó að lokum. Var alveg mjög fínt... fór þó nánast bara í að spjalla við fólk og svona stað þess að vera dansa e-ð.
Gærdagurinn, 17. júní, stóð fyrir sínu með því að vera einn al leiðinlegasti og glataðasti dagur á árinu... með fullri virðingu fyrir þjóðveldinu, lýðveldinu eða hvað sem er verið að fagna. Fór niðrí bæ með Snorra, Bjössa og Óla og þetta var án efa e-ð það leiðinlegasta sem ég hef upplifað uppá síðkastið. Endaði bara með músíkhlustun og spjalli með bjössa og söru uppí íbúð. Skemmtilegasta sem var gert allan daginn!
Sunnudagurinn var svo bara.... Sunnudagur!
Svo er náttúrulega komið að aaaaalleiðinlegasta tíma vikunnar, helgin búin og leiðinni haldið í hveragerði að vinna í fyrramálið... unaður. En svo er það bara Roskilde eftir 8 DAGA!!!! váá þetta verður svo sjúkt!
En já, sumarið hefur verið so far bara frábært eiginlega.... þá að virkum dögum undantöldum. Ég sem hélt að þetta yrði glatað sumar! En það stefnir nú bara í ennþá betra.... geggjað! :D
Hef verið að spá í hvað ætti að gera um Verslunarmannahelgina en held að valið standi á milli Akureyrar og Innipúkans... jafnvel bæði! Allavega nenni ég klárlega ekki á Þjóðhátið en það er einhver mest óspennandi hlutur fyrir mér sem ég veit um og ég nenni heldur alls ekki í Galtalæk en það er orðið þreytt... hef farið þar síðustu 2 ár.
Held nú að þetta sé komið nóg... reyni að vera duglegri við að blogga núna. Þ.a.e.s ef einhver er ennþá ða lesa þetta... en já, commentið að vild og veriði sæææææl.
kv, toto
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.6.2006 | 12:53
Úúúúúú me so happy!!!
Ahhh geðveiki!! Það er komin helgi, ég er kominn í bæinn, búinn með ökuskólahelvítið OOOOOOG búinn að eignast eitt stykki armband á öll kvöld REYKJAVÍK TROPIC! Ohhh ég mun elska Poppland að eilífu ef ég mun komast inn á morgun og sjá meistara Supergrass og fleiri massíf bönd! En það var þannig að ég svaraði einhverjum 3 spurningum á http://www.ruv.is/poppland og var bara að sjá það núna, eftir fyrsta af þremur tónleikakvöldum þessarar hátíðar, að ég hafi unnið
Ég missti þó ekki af neinum svaðalegum böndum en dagskrá hátíðarinnar er svona :
Föstudagur 2. júní:
Jakobínarína
CynicGuru
Daníel Ágúst
Benni Hemm Hemm
Girls in Hawaii (BE)
Hjálmar
Bang Gang
Ladytron (UK)
Apparat Organ Quartet
Laugardagur 3. júní:
Skátar
The Foghorns
Jan Mayen
Hairdoctor
Úlpa
Dr. Spock
Kimono
Jeff Who?
Leaves
Supergrass (UK)
Sunnudagur 4. júní:
Flís & Bogomil Font
Nortón
Stilluppsteypa
Johnny Sexual
Kid Carpet (UK)
Ghostigital
Forgotten Lores
ESG (US)
Hermigervill
President Bongo (GusGus DJ set)
Trabant
Hefði þó verið til í að sjá Jakobínarínu, Bang Gang og kynna mér líka Ladytron og Girls In Hawaii. En hinsvegar á morgun eru laaang bestu böndin! Leaves, Jan Mayen, Hairdoctor, Kimono, Jeff Who? og svo Supergrass..... sweeet!! Veit svo ekki með sunnudaginn þar sem maður verður einhvern tímann að koma sér í hveragerði þá en þá reynir maður kannski að sjá e-ð af þeim böndum. Langar þó lang mest að sjá þar Trabant eftir að hafa séð þá svo brjálæðislega góða á Manchester tónleikunum.
En jæja, fer að koma mér í rúmið. Gaman að segja frá þessu þó svo ykkur sé líklega alveg drullu slétt sama Hendi nokkrum Supergrass lögum hérna fyrir ykkur til að njóta sem eru ekki að fara *MONT!!!*

Supergrass - Alright
Supergrass - St. Petersburg
Supergrass - Kiss Of Life
Supergrass - Sun Hits The Sky
Supergrass - Caught By The Fuzz
Supergrass - Funniest Thing
Kv, tooooooooooooooooooootoooooooooooooooooo!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.6.2006 | 00:48
Meiri músík..... þessa víkuna er það...
1. Built To Spill - Conventional Wisdom
Ohhhhh þetta er svo sjúúúkt gott lag að ég hef bara ekki geta hætt að hlusta á það. Hélt þetta væri eitt af þessum nýju Indí böndum sem eru að koma upp núna, svaka Indí tísku straumur í gangi, en neinei, þetta er víst gamalgróið 13 ára gamalt band sem hefur pungað út 7 diskum! Hef aðeins tjékkað á nýja disknum þeirra, You In Reverse, en verð klárlega að tjékka á fleiru með þeim.
Held að bönd í dag gerast varla breskari en þetta. Söngurinn minnir óneitanlega mikið á al-breskar sveitir sem eru með enska hreiminn 100% á hreinu líkt og Sex Pistols. Hinsvegar fjallar þetta lag í stuttu máli um stúlku að nafni Emily Kane sem var kærasta söngvarans (í laginu allavega) þegar þau voru um 15 ára. Svo hefur hann ekki getað hætt að hugsa um hana og aldrei jafnað sig á henni.
3. Iron & Wine - Naked As We Came
Ótrúlegt hvernig maður getur uppgvötað góð lög í gegnum sjónvarpsþætti þó svo maður hafi hlustað á það oft áður en aldrei tekið eftir því. Þetta var í L-Word um daginn og um leið og ég heyrði það þá fór ég og tjékkaði á netinu hvaða lag þetta var..... og var það ekki bara Iron & Wine. Vá hvað ég elska gaurinn og bandið ef hann er með e-ð band með sér.
4. The Stationary Set - The Bright Idea
Þú ert hetjan mín ef þú veist hvaða sveit þetta er. Algjört underground band eftir því sem ég best veit, ekki fræðilegur að finna neitt með henni á netinu annað en á myspace og músíkbloggum. En já allavega, þeir líkja sér við ekki minni menn en m.a. Ben Gibbard, The American Analog Set og Ryan Adams. Minnast m.a. á diskinn We Have The Facts And We're Voting Yes með Death Cab For Cutie í laginu. Mæli mjög mikið með þessu og næstu tveimur lögum sem eru einnig með þeim.
5. The Stationary Set - True Happiness Is Just Around The Corner
6. The Stationary Set - Consider Yourself Absolved
7. Racheal Yamagata - River (Joni Mitchell Cover)
Þessa konu uppgvötaði ég bara núna fyrir stuttu og er þetta cover hjá henni af Joni Mitchell í miklu uppáhaldi. Reyndar jólalag eftir því sem ég best heyri en þrátt fyrir það alveg áheyranlegt á þessum tíma ársins. Mjög flott og fallegt!
Mmmmmm hvernig er ekki hægt að elska þessa sveit?! Jú kannski ef þú fílar ekki spes, mikið instrumental post-rokk en þá er þú bara einfaldlega ekki með viti! Ætlaði að henda snilldinni Cody hérna en fann víst ekkert af því á netinu svo ég skellti bara hlustunar lagi nr.2 með þeim þessa dagana en það er Acid Food sem finna á nýjasta disk þeirra Mr. Beast. Fann aðeins Live version af laginu en það ætti ekki að gera það neitt verra.

Já þá er það búið í bili.... því ég er orðinn alltof þreyttur og nenni ekki að setja fleiri..... endilega commentið á þessi lög ef þið hafið áhuga.... Munið að þið getið hlustað á þau með því að klikka á nöfnin og ef þið viljið eignast þau þá er það bara að fara í Internet Explorer og gera "Save Target As"
Góða nótt!
Kv, Indie
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)