Færsluflokkur: Bloggar
30.5.2006 | 20:30
Allir að testa þetta :)
Veldu mánuðinn sem þú fæddist-
Janúar- Ég drap
Febrúar- Ég sló
Mars- Ég svaf hjá
Apríl- Ég horfði á
Maí- Ég fróaði mér með
Júní- Ég slefaði á
Julí-Ég hló að
Ágúst- Ég stakk
September- Ég skaut
Október- Ég naut ásta með
Nóvember- Ég handtók
Desember-Ég kúkaði á
Veldu núna afmælisdaginn þinn-
1. Hóru
2. Kærasta/una þína
3. Konu með HIV
4. Kynæsandi Dverg
5. Jólasvein
6. Playboykanínu
7. Giftri móðir
8. Kennara
9. Mömmu þína
10. Páskahérann
11. Köttinn
12. Djöflinum
13. Asískum skiptinema
14. Jónsa í svörtum fötum
15. Grjót
16. Hund
17. Klámstjörnu
18. Þvagprufu
19. Pung
20. Húsið þitt
21. Svín
22. Lampa
23. Kúk
24. Davíð Oddson
25. 50 cent
26. Kynskipting
27. Yddara
28. Birgittu Haukdal
29. Bjór
30. Tappatogara
31. Stólpípu
Veldu Þriðja stafinn í föðurnafninu þínu -
A- Af því að ég elska súkkulaði
B- Af því að mér leiddist
C- Af því að buxurnar mínar voru of þröngar
D- Af því að þarf alltaf að prumpa
E- Af því að hjartað mitt er tveim nr of lítið
F- Af því að ég fékk engar gjafir um jólin
G- Af því mér finnst egg góð
H- Af því að ég er á sýru
I- Af því ég misteig mig
J- Af því ég er með vörtu
K- Af því mér líkar Cheer
L- Af því að ég var skökk/skakkur
M- Af því ég var full/ur
N- Af því að mamma sagði mér að gera það
O- Af því ég er hýr
P- Af því ér er einmanna
Q- Af því mamma og pabbi eru alltaf að rífast
R- Af því að ég er gröð/graður
S- Af því mig langar að deyja
T- Af því ég hata skóla
U- Af því ég þarf að fróa mér
V- Af því að ég elska náttfata party
W- Af því að það róar mig
X- Af því að ég elska marmelaði
Y- Af því að ég elska prump
Ö- Af því ég er að safna rassahárum
Ég fékk : Ég stakk Kynæsandi Dverg Af því að ég er gröð/graður.... haha speees. En hvað með ykkur ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.5.2006 | 16:36
Æðó pæðó dagar á enda
Jáá ég er búinn að vera freeeekar latur við bloggiðjuna uppá síðkastið en maður getur ekki gert ALLT í einu. Prófin nýbúin og læti! Vááá hvað var þægilegt á miðvikudaginn þegar maður gekk útúr reyndar frekar glötuðu sögu prófi og fattaði það að maður þurfti ekki að fara heim að læra!! Unaður!
Allavega þá gekk alveg vel heeeld ég í prófunum... stærðfræðin, enskan, íslenskan og náttúrufræðin fór létt en svo var jarðfræðin og sagan freeekar slapt....
En já, svo eftir prófin vaar maaargt gert. Eftir söguna fór ég og hitti m.a. illa timbraða mh'ingana og áttu þeir við mikið og slæmt vandamál að stríða...... ekki bara timburmenn heldur líka áfengisleysi. Þá þurfti maður náttúrulega að redda því og fórum við kjarri bara svellkaldir og keyptum handa greyjunum í ríkinu.... tótalí harðir sko haha En já, svo var látið hárið fjúka líkt og svona 98,73% af fólkinu sem var að fara á lokaball kvennó um kvöldið. Og helsta umræðu efni við hverja manneskju sem maður hitti var þar af leiðandi HÁR.
Fyrirpartýið var í....... æji man ekki... ljótu húsi á sæbrautinni og var alveg mjöög fínt. Fullt af fólki enda nánast allur 1.bekkur mættur og fín músík í gangi. Barcelona nýbúið að láta Arsenal menn grenja sig í hel í meistaradeildinni og allir í gúddí fíling! Nema hvað að tíminn er oft versti óvinur manns og hvað þá þegar kemur að því að djúsa sig því áður en maður vissi af þá var maður kominn uppí rútu á leiðinni á ballið. Ballið var í........ æji ég GET EKKI munað nöfn....... jú Versölum.... og var það líka frekar gaman bara Karen fékk að fljóta með á ballið enda verða allar manneskjur að kynnast kvennóböllum
Eftir ballið var bara farið í það að safna sér í kvef, hálsbólgu og fleiri skemmtilegheit úti í skítakulda. Var þar ásamt fleira fólki í svona klukkutíma ða gera bókstaflega ekki neitt... allir bara "partý hér, partý þar" og ég bara "partý hvar?" og enginn vissi neitt. Svo ég ákvað bara að gefa skít í það og skellti mér bara einsamall í taxa og brunaði heim að lúlla.
Fimmtudagurinn fór einfaldlega í það að vera með hálsríg frá helvíti og hálsbólgu..... auk þess ða reyna njóta þess að vera í fríi..... skelltum okkur í keilu ég, kjarri, arnar og jolli og þar komst ég m.a. að því eftir langa fjarveru frá þessari íþrótt að ég sýg meira en smástelpa með kúlu sem hún getur ekki loftað!
Föstudagurinn fór enn meira í að njóta þess að vera losna við hálsbólguna og át. Smá afmælishittingur hjá Söru og það var bara gaman Sýndi loks hæfni mína fyrir almenningi í Singstar en míkrafóninn hefur verið töluvert lengi á hillinnu hjá mér. Líka svo baaaara góð lög í þessu annað 80's ógeðið. Bloc party, Snow patrol, Stereophonics, Coldplay (reyndar með leiðinlegasta log þreyttasta lag sem þeir hafa nokkurn tímann samið, Speed Of Sounds), Kings Of Leon, Killers og maaaargt fleira gúdd stöff.
Laugardagurinn fór í að bíða eftir kvöldinu. Gerði ein STÓR mistök þann dag sem ég sé ákaflega mikið eftir en það voru þær 5 mínútur sem ég eyddi í að horfa á stutt brot úr öllum júróvisjónlögunum. Ég er að undirbúa kvörtun um þetta og vill eindregið fá þessar dýrmætu 5 mínútur af lífinu mínu AFTUR! Það voru svona án gríns KANNSKI 2 lög sem ég hefði hugsanlega ekki skipt um stöð eftir 10 sekúndur af hlustun ef ég myndi heyra það í útvarpi. Restin voru bara teknóballöður sem gerðar hafa verið í Music DJ í Sony Ericsson símum og annaðhvort svona 10 manneskjur eða einhver einn fengin til að drulla útúr sér röddinni og nokkrar aðrar til að dingla sér í kringum þau. Svo þegar ég frétti seinna að finnsku tröllin hefðu unnið þetta þá vissi ég ekki hvort ég ætti að hlægja eða gráta..... og veit það ekki enn
Allavega... þegar ég var búinn að ná mér af þessum hryllingi nokkru seinna þá brunaði ég til óla til að fara í júróvisjón teiti og var það alveg magnað. Fyrir utan það að maður þekkti svona 1 af hverjum 32 þarna inni en sögur herma fjöldinn hafi verið í kringum 347. En þ.a.l. kynntist maður bara fólkinu og skemmti sér bara. Lenti reyndar í því að eitthvað djöfuls fífl tók 3 stykki af vökva í áli frá mér og skemmdi það smá fyrir. Svo kom auðvitað að því að bévítis löggan fór að skipta sér af og rak bara leiðinlega fólkið út, skemmtilega fékk að vera áfram. Ókei kannski ekki alveg en hið síðarnefnda var allavega rétt Vorum þar bara tjillandi, hlustandi á noruh jones í partýfílingnum með ryksugu í annari og poka í hinni. Reyndar kom maður nú ekki miklu í verk en það var annað mál, samt gaman
Svo tók ég bara taxa með Hildi, Tinnu oooooog....... fokk... nafnavandræðin aftur að angra mig. Hjörtur eða e-ð.... og já allavega... svo rölti ég bara heim úr miðbænum þó ég hafði varla hugmynd um hvar ég var staddur!
Lenti svo í einu stórfurðulegu á heimleiðinni. Var bara í gúddí fíling röltandi með morgunsólina í augunum þegar ég starði á einn bíl sem var á smá hraðferð. Þá fékk ég nákvæmlega sömu tilfinningu og ég fékk rétt áður en við lentum í bílveltunni um daginn! Og ég fann bara á mér að e-ð væri að fara gerast og akkúrat þá fer bíllinn bara að sikksakka á Miklubrautinni og bílstjórinn réð ekkert við bílinn. Munaði engu að hann hefði farið í annaðhvort bíla sem voru lagðir öðru megin við vegin eða grindverk sem var hinumegin. En svo náði bílstjórinn rétt svo tökin á bílnum áður en hann kom að ljósum og allt var í lagi. En þegar ég horfði á þetta var ég einhvernveginn ekkert hissa.... eins og ég hafði vitað fyrirfram hvað væri að fara gerast eða e-ð Eða tja, ég veit ekki. Funky stuff allavega!
Þá er loks komið að deginum í dag og váá hvað ég hef aldrei liðið svona glataðslega illa þegar ég hef vaknað. Ekki var það aðeins timburmönnum að kenna heldur líka það að í fyrsta lagi uppgvötaði ég að ég væri að fara í hveragerði sem ég nenni ekki og ég vissi ekkert hvernig ég ætlaði að koma mér þangað, í öðru lagi það að herbergið mitt er í RÚSTI eftir prófin og ég ætlaði að reyna taka til í því áður en ég færi, í þriðja lagi það að foreldrarnir voru að fara til útlanda í gær svo ég verð einn heima í 10 daga að redda mér mat og þannig lagað... það vill svo skemmtilega til að ég á aðeins 500 kall inná kortinu mínu og þau skildu ekki eftir neinn pening... fooookk. Já og svo í fjórða og síðasta lagi var það það ég er að byrja VINNA á morgun!
Já, svona er þetta. Gaman einn eða fleiri dagana og svo kemur bara eitthvað svona GLATAÐ til að vega á móti. Held það sé einmitt að gerast núna líka sambandi við það að ég er ða fara aftur í hveragerði og vera þar í allt sumar. Búinn að eiga vægast sagt frábærann vetur í bænum og kynnast fullt af fólki og svo núna er ég að fara heim að rotna í vinnu og get ekki hitt neitt af fólkinu hérna nema mögulega um helgar....... GEÐVEIKT........ eða ekki.
Best að hætta væla.... koma einhverju í verk. Verð að fara taka þessar þúsund bækur og milljón fataflíkur og tugi pizzakassa af gólfinu svo maður geti farið að sjá það.
Ætlaði að henda einhverjum myndum hérna frá ballinu eða partýinu en ljósmyndarar hafa bara verið arfaslappir við að henda þessu inn svo það kemur bara seinna......
Og ekki búast við að ég verði svona latur að blogga oftar, enda er ég að fara í nafla alheimsins á eftir og þá hef ég náttúrulega SVOOOOOO mikið að gera! En þangað til....
....Adios.....
kv, toto
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2006 | 14:45
Góð afþreying staðin fyrir að lesa
Ertu eða áttu að vera að lesa fyrir próf ? Nenniru því ekki ? Skemmtu þér þá við að lesa þetta... Ef það er einhver stund sem maður les allt svona bull þá er það þegar maður á að vera lesa fyrir próf
gjössivel
TYPEWRITER er lengsta orðið sem er hægt að skrifa með bara einni línu á lyklaborðinu.
Marilyn Monroe var með sex tær á vinstri fæti.
Árlega deyja um 100 manns af völdum kúlupenna.
Þegar Coca Cola kom fyrst, þá innihélt það kókaín og var grænt á litinn.
40% af hagnaði McDonald's fæst með sölu barnaboxa.
Það eru meiri líkur á að þú munir deyja af völdum korktappa úr freyðivínsflösku en af köngulóarbiti.
Bandarísk flugfélög týna samtals 200 töskum á meðaldegi.
Yngsti páfi sögunnar var 11 ára.
Mest notaða lykilorð í sögu upplýsingatækninnar er "password".
Kengúrur geta ekki gengið aftur á bak.
Fiðrildi finna bragð með fótunum.
Þegar maður hnerrar þá þenst munnurinn á manni út á yfir 1000 km
hraða.
Flær geta stokkið 350-falda lengd sína. Fyrir mann væri það eins og að stökkva yfir heilan fótboltavöll.
Á meðaldegi slasast 40 manns á trampolíni.
Í flestum klukkuauglýsingum er klukkan 10:10.
Það eru 1.792 þrep í stiganum í Eiffel turninum.
Búnaðurinn sem notaður er á flugmóðurskipum til að koma flugvélunum í loftið gæti fleygt vörubíl tvo kílómetra.
MTV fór fyrst í loftið á miðnætti þann fyrsta águst 1981. Fyrsta myndbandið var "Video Killed the Radio Star" með Buggles.
Hægra lunga mannsins getur geymt meira loft en vinstra lungað.
Risakolkrabbar hafa stærstu augu í heimi.
Í Los Angeles eru fleiri bílar en íbúar.
Aðeins 55% Bandaríkjamanna vita að sólin er stjarna.
Á Nýja Sjálandi eru um 70 milljónir kinda en 4 milljónir manna.
Lengsta eins atkvæðis orðið í ensku er "screeched".
Sumar tegundir af gervirjóma eru eldfimar.
Efnablandan í dýnamíti inniheldur meðal annars hnetur.
Það er til PEZ með kaffibragði.
Þrjár stærstu blaðaútgáfur heims eru Rússneskar.
Stærstu korktappaframleiðsluríki heims eru Spánn, Portúgal og Algeria.
Á löglegri golfkúlu eru 336 dældir.
Nútímamaðurinn hefur minni heila en Neanderdalsmaðurinn hafði.
Græna kortið, sem Útlendingaeftiriltið í Bandaríkjunum gefur út, hefur ekki verið grænt síðan 1964.
Bandaríkjamenn borða yfir 7 hektara af Pizzum á dag.
Kattahland glóir í blacklight.
Meðalmaðurinn er 7 mínútur að sofna á kvöldin.
Meðalmaður hlær 15 sinnum á dag.
Konur blikka augunum nærri tvöfalt oftar en karlmenn.
Kettir hafa 32 vöðva í hvoru eyra.
Á World Trade Center voru 43.600 gluggar.
Krókódílar geta hvorki hreyft tunguna né tuggið. Meltingarkerfi þeirra getur þó melt stálnagla.
Fjórðungur Bandaríkjamanna vita ekki í hvaða stjörnumerki þeir eru.
68% Bandaríkjamanna sem horfa á auglýsingar frá örgjörvaframleiðendum halda að betri örgjörvi auki hraðann á internettengingu þeirra. Það er rangt.
Í Ohio er ólöglegt að veiða mýs án veiðileyfis
Ein af hverjum 3 kúm í Bandaríkjunum enda sem McDonalds hamborgarar.
Einn af hverjum 2.000.000.000 jarðarbúum nær 116 ára aldri
70% Bandaríkjamanna hafa komið í Disney World
Fyrsti eigandi Marlboro sígarettuverksmiðjanna dó úr lungnakrabba.
Stærsti skóli heims er barnaskóli á Filippseyjum. Þar eru um 25.000 nemendur.
Allar klukkur í myndinni Pulp Fiction eru alltaf stilltar á 4:20.
Meirihluti alls ryks í heimahúsum er myndað úr dauðu skinni.
40% kvenna hafa fleygt skófatnaði í karlmenn.
Á fjórða áratug nítjándu aldar var tómatsósa seld sem meðal.
Það er hlutfallslega meira af óbyggðum svæðum í N-Ameríku en Afríku.
Langa sms hljóðið í Nokia farsímum er morse kóði sem merkir "SMS" (··· -- ···)
Minnsta leðurblaka í heimi vegur minna en tíkall.
Það eru fleiri kjúklingar en menn í heiminum.
Ef gullfiskur er hafður í myrkri þá verður hann á endanum hvítur.
Í New York eru 25% líkur á hvítum jólum
Annar hver unglingspiltur vill frekar vera ríkur en klár.
Einn af hverjum 4 Bandaríkjamönnum hafa sést í sjónvarpinu.
Í Ástralíu eru um 150 milljónir kinda en 17 milljónir manna.
Meðalmaður ýtir þrisvar sinnum á "snooze" takkann á vekjaraklukkunni sinni á hverjum morgni.
Mikki mús fékk yfir 800.000 aðdáendabréf árið 1933.
Tveir af hverjum 5 jarðarbúum búa á Indlandi eða í Kína
Kettir geta myndað yfir 100 mismunandi hljóð.
Það eru að meðaltali 178 sesamfræ á einum Big Mac
Það er ólöglegt að fara yfir landamæri Minnesota með önd á hausnum.
Meðalmaður í vestrænum ríkjum flytur á sjö ára fresti.
Maður brennir 150 kaloríum á klukkustund við að berja hausnum í vegg.
Í Carnegie Mellon háskólanum er boðið upp á sekkjapípuleik sem aðalfag.
Einn af hverjum átta Bandaríkjamönnum hafa einhverntíma unnið fyrir McDonalds.
Háskólinn í Calgary býður upp á 2ja daga námskeið í byggingu snjóhúsa.
Meðalbarn notar 730 mismunandi vaxliti fyrir 10 ára aldur.
Fyrirmyndin að fyrstu skíðalyftu í heimi var tæki sem hleður bönunum í flutningaskip.
7% Bandaríkjamanna segjast borða á McDonalds á hverjum degi.
Ísbirnir eru örvhentir
Meiri ljós háralitur er seldur í Dallas en nokkri annarri borg.
Andrés Önd var bannaður í Finnlandi því hann gekk ekki í buxum. Andrés er önd.
Á hverju ári deyja um 13 manns með því að verða undir sjálfsala.
Flestir Amerískir bílar flauta í tóninum F.
Stærsti rúllustigi í heimi tilheyrir Leningrad lestakerfinu í rússlandi og er hæðarmunurinn 60 metrar.
Blár er uppáhaldslitur 80% bandaríkjamanna.
Í Kaliforníu hafa verið gefin út 6 ökuskírteini á nafnið Jesus Christ.
Það er ekki hægt að hnerra með opin augun.
Átjánda þekktasta lykt í heiminum er lyktin af vaxlitum.
Reykingar eru vinsælasta umfangsefni tölfræðirannsókna.
Winston Churchill fæddist á dansleik
Flugfélagið American Airlines sparaði 40.000 bandaríkjadali á árinu 1987 með því að sleppa einni ólífu úr hverju salati sem var borið fram á fyrsta farrými.
10% af tekjum rússneska ríkisins fást með vodkasölu
Fyrsta vörutegundin til að vera strikamerkt var Wrigleys tyggjó.
Mörgæsir geta stokkið 2 metra upp í loftið.
Sumar tannkremstegundir innihalda frostlög.
Á hverju ári slasast um 8.000 manns af völdum tannstönglanotkunar.
Ef Bandaríkjamenn myndu minnka kjötneyslu sína um 10% og
sparnaðinum yrði varið í hrísgrjón og sojabaunir þá myndi það duga til að
brauðfæða 60 milljón manns, sem er fjöldi þeirra sem deyja úr hungri
árlega.
Kakkalakkar geta lifað í 9 daga afhöfðaðir en eftir það deyja þeir úr hungri.
Í hverjum þætti af Seinfeld má sjá orðið "Superman" og/eða mynd af ofurhetjunni.
Helmingur jarðarbúa er innan við 25 ára.
Snigill getur sofið í þrjú ár samfellt.
Örbylgjuofninn var fundinn upp þegar vísindamaður gekk fram hjá radarsendi og súkkulaðistykki bráðnaði í buxnavasnum hans.
Ef monopoly er spilaður án þess að neinn leikmaður kaupi neitt þá endar leikurinn á því að bankinn fer á hausinn.
Móðir Adolfs Hitlers hafði velt því alvarlega fyrir sér að láta eyða fóstrinu en læknirinn fékk hana til að hætta við.
Á þriggja mínútna fresti er tilkynnt um fljúgandi furðuhluti. Líklegast er að sjá þá í júlí, klukkan 3 að nóttu eða 9 að kvöldi.
Mohammed er algengasta nafn í heimi
Það eru 1.575 þrep í stiganum upp að efstu hæð Empire State byggingarinnar.
Maður brennir fleiri kaloríum sofandi en horfandi á sjónvarp.
Karlmenn geta lesið smærra letur en konur, en þær heyra betur.
7% Bandaríkjamanna halda að Elvis sé enn á lífi.
Franskar kartöflur spanna þriðjung af kartöflusölu í heiminum.
Flest innbrot í hótelherbergi eru framin á annari til sautjándu hæð.
Ostrur hafa stærri augu en heila.
Enginn fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1972.
Líkurnar á því að verða fyrir eldingu einhverntíma á ævinni eru 1 á móti 600.000.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.5.2006 | 22:25
Prófaleeeeestur..... samt ekki
Já hugsið ykkur.... latasti bloggari veraldarinnar er kominn með blogg
annan daginn í röð! Búinn að vera í allan dag að "læra" en er samt ekkert betur staddur eftir "lærdóminn". Þoli heldur ekki þegar það þarf að vera svona andskoti gott veður þegar maður er í prófum! Af hverju getur ekki verið rigning eða snjór eða eitthvað svona íslenskt vorveður.... EKKI SÓL!!! Annars er bara búið að ganga vel í prófunum.... íslenskan gekk vel á föstudaginn og gæti ég vel trúað að það sé 8+ nema ég hafi klúðrað setningarfræðinni eitthvað hryllilega.... síðan var stærðfræðin í dag. Hélt í fyrstu þegar ég leit á prófið að ég væri að fara drulla illilega mikið uppá bak enda sleppti ég líka mikið af dæmum í fyrstu. Síðan rifjaðist allt upp með tímanum hvernig átti að gera dæmin og endaði með því að mér gekk helvíti vel..... HELD ég allavega og vona!
En sambandi við þetta góða veður þá bætir ekki úr skák að ég veit ekkert hvort ég fái þetta veski mitt aftur sem ég týndi á tónleikum. Kemst ekki í sund eða neitt sem er best í heimi í svona veðri meðan ég er ekki einu sinni með strætókortið mitt og hvað þá sundkort því ég ætla ekki að fara borga skitinn 280 kall fyrir að kíkja smá.
En mestar áhyggjur hafði ég af því að komast ekki á sjálft lokaballið þar sem miðinn minn og fyrir gest voru í veskinu en ég er búinn að komast að því að ég kemst samt ábyggilega þó ég fái kannski ekki miðana aftur.... eða ætla allvega að rétt að vona það. Annars fer ég bara strax eftir síðasta prófið þann 17. og skýt mig...... þar sem ég hef ekki geta beðið eftir þessu balli!
Svo fer bara að líða að því að maður fari að skreppa aftur í hveragerði og vinna :/ hlakkka svo ekki til... ohhh! Ælta bara reyna njóta þess að vera hérna þar til ég fer og svo verður alveg brjálað djamm eftir prófin.... lokaballið og júróvisjónpartý í það minnsta.... ætlaði á lokaball MH líka en einhverjum fíflum í skemmtiráðinu hjá þeim datt þá snilldar hugmynd í hug að flýta ballinu... TVISVAR. Átti fyrst að vera 18. síðan var því flýtt yfir á 17.... sama dag og kvennó ballið og þá ruku kjarri og brynjar og seldu miðana sína. Eða allavega Brynjar, kjarri átti eftir að afhenta sinn þegar þeir flýttu því AFTUR yfir á 16. Helvítis bömmer og ég kemst þá heldur ekki nema ég vilji skítfalla á söguprófi daginn eftir sem hljómar ekkert alltof spennandi.
Búinn að vera hlusta á fullt af allskonar stöffi uppá síðkastið sem ég hef bara ekki geta tekið eyrun af!!.....
- Elbow - Bandið sem sló í gegn á Manchester tónleikum.... ég hef vart hætt að hlusta á Cast of Thousands og Leaders of the Free World.... aahhh snilld!!
- Badly Drawn Boy - Ákveðin lög hafa verið mest í spilun af hans hálfi og eru það m.a. Pissing In The Wind, The Shining, Something To Talk About, Life Turned Upside Down og svo Four Leave Clover. Mæli með hverju og einasta lagi!
- Gnarls Barkley - Hip hop/Soul dúett sem er að gera allt brjálað þessa dagan með hittaranum Crazy. Minna mikið á Outkast og ég fíla þá í botn!! Mæli með að þú kveikir á útvarpinu núna (NEMA SARA) og þá heyriru án efa þetta lag, Crazy.
- Bloc Party - Nei ég er ekki ennþá að nauðga Silent Alarm heldur var ég að fá í hendurnar alveg ótal B-sides lög og remix af Silent Alarm lögunum. Tær snilld hér á ferð og ég get ekki beeeeeðið eftir að heyra frá næsta disknum þeirra.
- Snow Patrol - Eftir að ég hlustaði á nýja diskinn þeirra, Eyes Open, þá varð ég alveg hugfallinn. Lög líkt og You're All I Have, Chasing Cars, Open Your Eyes og The Finish Line eru hvert og eitt frábært!
En jæja....... LOST fer að byrja! Vona að það komi ekki einhver bölvuð þvæla um svarta þoku eða e-ð þannig kjaftæði og eitthvað gerist. Sumir þættirnir hafa farið útí eitthvað algjört kjaftæði....!
Must go...... þangað til næst... bæjó
Kv, Indie
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.5.2006 | 13:36
Manchester tónleikar
Í gær fórum við Kjarri á Manchester tónleikana í höllinni. Mættum heldur snemma þar sem við vorum með miða í stúku og voru freeekar fáir mættir þá, svo komumst við að því að þessi blessaða stúka voru bara údregin sæti inná gólfið. Það var nú hinsvegar betra en að standa í einhverja 6-7 tíma! Við fengum hinsvegar allra bestu sæti sem völ var á og skemmdi það ekki fyrir! Alveg aftast í beinni línu við mitt sviðið
En allavega, músíktilraunasigurvegararnir Foreign Monkeys stigu fyrstir á svið. Eina reynsla mín af þeim var lag sem ég hlustaði á á netinu sem ég gafst upp á eftir hálfa mínútu! Og eftir þessa tónleika hefur skoðun mín ekkert breyst á þeim, aaaalveg glötuð hljómsveit og skil ekki hvernig þeir fóru að því að vinna þessar blessuðu tilraunir. Nákvæmlega ekkert sérstakt við þá.... nema kannski trommarinn sem var helvíti góður en tónlistin hinsvegar ekki. En jæja, vonandi halda þeir sér bara á heimili sínu útí vestmannaeyjum og ég þurfi aldrei að heyra frá þeim aftur.

Næst steig á svið hljómsveit Benna Hemm Hemm sem var nú alveg ágæt, fílaði þá samt ekkert í botn. Minntu mig oft á tíðum á Sufjan Stevens en áreiðanlega bara útaf blásturshljóðfærunum. Áttu samt stöku flott lög og voru langt um betri en skíturinn sem Foreign Monkeys drulluðu úr sér.
Svo var komið að Trabant. Ég var nú ekkert svo spenntur fyrir þeim, bara svona lala en VÁ!! Þeir komu mér ekkert smá á óvart og voru hreint út sagt frábærir!! Loksins er Nasty Boy lagið aftur orðið áheyrilegt hjá mér eftir mikla nauðgun á FM sem ég gat aðeins hlustað á í vinnunni í fyrra. Ég hef nú aldrei hlustað neitt af athygli á diskana þeirra en núna ætla ég pottþétt að gera það þar sem þeir spiluðu fleiri lög sem ég hafði bara aldrei heyrt áður en hrifu mig alveg.
M.a. tóku þeir líka eitt nýtt lag sem átti víst að fjalla um
ástina og ég og kjarri vorum bara í losti yfir því... það var svo gott! Svo var líka bara sviðsframkoman hjá þeim alveg frábær. En allavega, Trabant búnir að hækka MIKIÐ í áliti hjá mér.... fer klárlega á næstu tónleika með þeim!

En það var ekki nóg með þetta, heldur var líka síðasta lagið þeirra, sem ég bara veit ekki alveg hvað heitir, sem fékk mann bara útí einhvern allt annan heim. Byrjaði rólega með kassagítarspili og endaði svo í miklum óhljóðum og stoppaði svo alltíeinu. Endaði alveg frábæra frammistöðu þeirra og staða þeirra með uppáhaldshljómsveita minna staðreynd!


Best að fara læra e-ð, stærðfræðin á morgun og ég er að dúttla við að blogga. Meira ruglið, en þið getið hlustað á lög með Badly Drawn Boy og Elbow hérna til vinstri, mæli sterklega með Switching Off!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.5.2006 | 21:54
Beltin bjarga!
Núna fyrr í dag þegar við í bekknum vorum í gati þá ákváðum við, Jóhanna, Hlíf, Rúnar og Sunna að kíkja á smá rúnt þar til næsti tími byrjaði. Hefðum við betur átt að halda okkur bara í skólanum því þessi ferð varð frekar dýrkeypt. Þegar við vorum á leiðinni útúr bænum og beygðum inná veginn sem liggur að Rauðavatni þá fórum við aðeins of hratt í frekar hættulega beygju. Var það til þess að við misstum stjórn á bílnum (jeppa) sem endaði með því að við fórum eina eða tvær veltur á veginum og enduðum með bílinn réttann á hinum vegahelmingnum. Vorum við þá afar heppin með það að gera að engin umferð var á hinum vegarhelmingnum, við lentum upprétt og síðast en ekki síst að við vorum öll í BELTI! Við sluppum öll frekar vel, ég fékk smá skurð í olnbogann vegna glers sem brotnaði og Sunna fékk líka einhverja skurði á hendurnar. Hin þrjú sluppu að mestu fyrir utan smá skrámur. Fórum síðan ég, Sunna og Hlíf niðrá Slysó og var þar bara hlúð að sárunum og fleira.
Eini tilgangur við þetta blogg var að minna á hversu mikilvæg beltin eru og vona að þið munið það hér með.
Kv, Þorvaldur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.4.2006 | 19:14
Summertime
Jæja kominn tími til að maður geri eitthvað á þessari síðu... alltof latur við að blogga. Líka hluta til útaf því hversu geeeðveikt veður er búið að vera uppá síðkastið. Næs að geta farið í stuttbuxunum í skólann, fengið sér grillaðar pulsur og fleira á dimmisjóninu hjá 4.bekk, farið í fótbolta í gúddi fíling og í sund og hlusta á brimbretta kappan Jack Johnson.... það bara gerist ekki sumarlegra!
Er hinsvegar alveg uppgefinn í löppunum og allstaðar núna svo það verður bara hangið heima á eftir með kjarra og fleirum.
Búinn að vera latari en allt við að læra. Gerði nokkrar tilraunir við að opna jarðfræðina og lesa eitthvað en árangurinn varð ekki mikill. Maður þarf samt að fara drífa í því að lesa eitthvað.... prófin að byrja bara eftir viku og fuuuullt að lesa! Íslendingaþáttaógeð, eðlis- og efnafræði sem maður er löngu búinn að gleyma, 200+ bls í jarðfræði sem er glaatað og síðast en ekki síst mín ástkæra saga.
En núna í sumar verður ansi fróðlegur dagur. Þann 6. júni eða 06.06.06... prufið að taka 0 og punktana í burtu og sjáið hvað þið fáið út....... 666! Eða djöflatöluna eða hvað þetta er.... og margir hafa sagt að þennan dag ætti satan að koma og stimpla 666 á ennið á öllum eða eitthvað álíka. Eða það eigi að vera heimsendir eða guð má vita hvað... eða satan
semsagt geðveikt sumar framundan... eða hvað ?
Jæja, það er bara bíða og sjá... annars lem ég hann bara... engar áhyggjur!

En ég nenni ekki meiru... er að deyja út hungri! ætla fara panta mér pizzu eða eitthvað gotterí að éta... múhaha!

OG já... fyrir þig Arnar og fleiri... "Carpe Diem" er latína og þýðir "seize the day"... sem merkir nokkurn veginn að njóta akkúrat stundarinnar sem maður er að upplifa og hafa ekki áhyggjur um framtíðina. Hef nokkuð mikinn áhuga að fá mér jafnvel tattú með þessu í framtíðinni

Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.4.2006 | 22:18
Útlönd....
Jæja skólinn byrjaður aftur. Byrjaði allhressilega í gær með
því að sofa yfir mig í fyrstu tveimur tímunum og mætti í þann þriðja sem var svo frí í! Aaalveg glatað... endaði með því að ég fór bara í einn tíma. Síðan frí í dag þar sem það er víst komið sumar
Ekki langt í það að maður getur bara tipplað á stuttbuxum og bol úti í gúddí fíling, og í fótbolta við hvert tækifæri. Langar samt svo geeeðveikt til útlanda bráðum
Hittum Brynjar í gær eftir kanarísferðina hans og hann er brúnari en allt.... á meðan við vorum hérna í skítakulda og veseni. Reyndar fer ég kannski til ameríkunnar að heimsækja sigrúnu í ágúst og ef það gengur eftir verður það geeeðveikt! Hitinn ekki í verra laginu á þessum tíma og ekki slæmt heldur að geta verslað sér. slatta
Í smábæ rétt utan Boston með strönd og læti... awwwww!
En svo erum við strákarnir líka að spá með ferð á næsta ári.... okkar 18 aldursári. Og þá verður must að fara einhvert þar sem hægt er að gera sem mest 18 ára... ekki neitt 20 aldurstakmark eða eitthvað þannig rugl. Spurning um uppástungur ? Sólarland þar sem hægt er að gera hvað sem er 18 ára
En nenni varla blogga meir.... var að setja smá meiri músík og taka út hérna vinstra megin. Tók líka myndirnar burt og það drasl. Var að uppgvöta geeeeðveikt post-rock sveit... The Audiens, algjörlega óþekkt. Mæli með henni ef þú ert post-rock manneskja Annars helduru þig bara við Indí'ið eða Chill'ið

Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.4.2006 | 02:23
Viltu 100 milljarða ? Veistu... nei
Vá hvað ég er duglegur við að blogga Svona er að hafa mikið að gera í páskafríinu en það er samt ógeðslega fínt að sínu leyti. Þetta frí er búið að vera algjör draumur miðavið jólafríið! Jólafríið var einhver mest rotnun sem hefur átt sér stað á lífskeiði mínu.... en þetta frí er bara tjill, skemmtilegheit og gúddí fílingur... góð lýsing haha
En ég var að enda við að spjalla soldið við Sigrúnu systir um soldið áhugavert. Það var þannig að það var einhver au-pair þarna útí USA sem lenti í miðri skotárás milli lögreglu og glæpagengis og fékk skot í magan frá lögreglunni!! Það varð alltílagi með hana en þetta var kært og hún fékk 20 MILLJÓNIR DOLLARA í vasann takk fyrir!!! 1 og hálfur miljarður íslenskra króna...... ekki slæmt fyrir að fá eitt stykki kúlu í mallakútinn ha ? En þá fer maður að spá.... myndi maður þiggja að láta skjóta sig í magann fyrir 1 og hálfan milljarð ??
Eða myndi maður þiggja þann pening bara beint í vasann yfir höfuð ??
Jú væri náttúrulega æðislegt að eiga það, kaupa sér risa hús, splúnku nýjann Porche, eiga endalaust af fötum og bara allt sem manni hafði nokkurn tímann langað í.
En aftur á móti yrði þá eitthvað eftir sem maður myndi vilja fá ? Væri eitthvað sem maður myndi verða alveg hoppandi-hí glaður yfir að fá gefins í afmælis- eða jólagjöf ??
Það þyrfti allavega að vera eitthvað mikið. Getið rétt ýmindað ykkur hvað þið ættuð að gefa David Beckham svo hann yrði jafn glaður og ef ykkur væri gefið glænýjann sportbíl sem þú þyrftir ekki að borga krónu af! Það er ábyggilega fátt jafnvel ekkert sem þú gætir gefið honum svo það gæti gerst. Ekki furða að svo mikið af þessu ríka og fræga fólki verði þunglynd og eitthvað svoleiðis vesen þegar það er ekkert eftir til að gefa þeim.
Svo haldiði að það sé ekki bara gott mál að vera fátækur eða kannski vel settur meðalmaður í stað þess að vera alveg forríkur og eiga allt sem hugurinn girnist ?
Myndi segja að þeir sem eiga hvað mest bágt og eru verst settir séu í bestu málunum í sambandi við þetta. Ef þú myndir gefa heimilislausum manni útá götu bara hlý föt til að vera í þá væri það eins og ef okkur væri gefið 100.000 króna úttekt í Kringlunni. Það þarf svo LÍTIÐ til að gleðja það fólk!!
Myndi segja að þetta sé allt bara hluti af jafnvægi lífsins. Sumir fá mikla peninga og forréttindi í lífinu en eru kannski ekkert alltof ánægð með líf sitt. Á meðan aðrir sem eiga meira bágt geta verið ánægð og ekkert þunglynd.
Bottom line is, money doesn't buy happiness!
Ætla líka quota hérna í í setningu einhvers mesta töffara kvikmyndasögunnar úr Fight Club, Tyler Durden:
"The things you own end up owing you, and its only after you've lost everything that you're free to do anything"
Hvað segiði.... haldiði að þið mynduð taka við slíkum peningum í vasan og haldiði að þið yrðuð eitthvað ánægðari með líf ykkar við það ? Endilega commentiði og skrifa í gestabók ef það er eftir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.4.2006 | 14:40
Flúin af blog.central eftir 1 og hálfs árs dvöl!
Já loksins loksins er ég losnaður af blog.central
Alltaf einhver blogg að fara til fjandans því maður gleymdi að copy'a og maður þarf alveg 10 tilraunir minnst til að ná að commenta útaf þessu talnarugli! En já, þessi miklu flottari og betri. Músík hérna til vinstri og læti Vantar bara að kjarri fixi fyrir mig eitt stykki svona "haus" hérna fyrir ofan og þá er allt í gúddi. En allavega.... hvernig finnst ykkur ? Ætti maður ekki að vera hér bara til frambúðar eða snúa aftur á gömlu "góðu" central ?
Kv, INDIE
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)