Beltin bjarga!

Núna fyrr í dag þegar við í bekknum vorum í gati þá ákváðum við, Jóhanna, Hlíf, Rúnar og Sunna að kíkja á smá rúnt þar til næsti tími byrjaði. Hefðum við betur átt að halda okkur bara í skólanum því þessi ferð varð frekar dýrkeypt. Þegar við vorum á leiðinni útúr bænum og beygðum inná veginn sem liggur að Rauðavatni þá fórum við aðeins of hratt í frekar hættulega beygju. Var það til þess að við misstum stjórn á bílnum (jeppa) sem endaði með því að við fórum eina eða tvær veltur á veginum og enduðum með bílinn réttann á hinum vegahelmingnum. Vorum við þá afar heppin með það að gera að engin umferð var á hinum vegarhelmingnum, við lentum upprétt og síðast en ekki síst að við vorum öll í BELTI! Við sluppum öll frekar vel, ég fékk smá skurð í olnbogann vegna glers sem brotnaði og Sunna fékk líka einhverja skurði á hendurnar. Hin þrjú sluppu að mestu fyrir utan smá skrámur. Fórum síðan ég, Sunna og Hlíf niðrá Slysó og var þar bara hlúð að sárunum og fleira.

En ef það var eitthvað við þetta sem maður hefur lært þá er að vera í BELTI! Ég held ég muni aldrei nokkurn tímann hér með leggja af stað í bíl án þess að vera með belti. Enda hefði nú ekki farið vel að skoppa í einhverja hringi í bíl án þess að vera fastur við sætið. Við megum telja okkur heppin að hafa sloppið svona vel en stundum verður maður hinsvegar ekki svo heppinn.

 Eini tilgangur við þetta blogg var að minna á hversu mikilvæg beltin eru og vona að þið munið það hér með.

 Kv, Þorvaldur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Craaazy :O

Jóhann Ingi (IP-tala skráð) 2.5.2006 kl. 22:37

2 Smámynd: Sigrún

SJITT MAN !!! váh gott að þú og krakkarnir eruð okei!!!!!!!!

úff maður fær bara sjokk við að sjá svona !! og já - maður verður alltaf að vera með belti - ég brýni það einmitt fyrir strákunum sem ég passa í HVERT EINASTA SINN sem við erum að keyra að þeir VERÐI AÐ HAFA BELTI!!!! held það sé aðeins að síast inn!!

en enn og aftur - gott þið eruð heil á húfi!!!!!!

Sigrún, 2.5.2006 kl. 23:57

3 identicon

Jahá! Góðan daginn!

Gott að það sluppu allir. En síðan eru tónleikarnir á laugardaginn nk.

JEEEE HAAAA!!!!!

Kjarri.

Kjartan Holm (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 13:08

4 identicon

Váá :O úff sko... já beltin eru mikilvægt það er ekkert rugl :S gott að þið eruð ókei.

er verið að fara á manchestertónleikana? sé þig þar :D

Hildur (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 16:13

5 identicon

og hei.. sé að þú hefur hlustað á first breath after coma ! :D geððveikt lag...

Hildur aftur.. já hæ (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 16:15

6 identicon

asd

asd (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband