Summertime

Jæja kominn tími til að maður geri eitthvað á þessari síðu... alltof latur við að blogga. Líka hluta til útaf því hversu geeeðveikt veður er búið að vera uppá síðkastið. Næs að geta farið í stuttbuxunum í skólann, fengið sér grillaðar pulsur og fleira á dimmisjóninu hjá 4.bekk, farið í fótbolta í gúddi fíling og í sund og hlusta á brimbretta kappan Jack Johnson.... það bara gerist ekki sumarlegra! Svalur Er hinsvegar alveg uppgefinn í löppunum og allstaðar núna svo það verður bara hangið heima á eftir með kjarra og fleirum.  

Búinn að vera latari en allt við að læra. Gerði nokkrar tilraunir við að opna jarðfræðina og lesa eitthvað en árangurinn varð ekki mikill. Maður þarf samt að fara drífa í því að lesa eitthvað....  prófin að byrja bara eftir viku og fuuuullt að lesa! Íslendingaþáttaógeð, eðlis- og efnafræði sem maður er löngu búinn að gleyma, 200+ bls í jarðfræði sem er glaatað og síðast en ekki síst mín ástkæra saga.


En núna í sumar verður ansi fróðlegur dagur. Þann 6. júni eða 06.06.06... prufið að taka 0 og punktana í burtu og sjáið hvað þið fáið út....... 666! Hissa Eða djöflatöluna eða hvað þetta er.... og margir hafa sagt að þennan dag ætti satan að koma og stimpla 666 á ennið á öllum eða eitthvað álíka. Eða það eigi að vera heimsendir eða guð má vita hvað... eða satan Óákveðinn semsagt geðveikt sumar framundan... eða hvað ? Skömmustulegur Jæja, það er bara bíða og sjá... annars lem ég hann bara... engar áhyggjur!


En ég nenni ekki meiru... er að deyja út hungri! ætla fara panta mér pizzu eða eitthvað gotterí að éta... múhaha! Hlæjandi Ætla svo að endurnýja þessa tónlista hérna til vinstri bráðum svo það er bara last-chance til að hlusta... pælið í því! Svo megið þið skemmta ykkur við að commenta og skrifa í gestabók svo þessi síða deyji ekki og ég hætti að blogga.

OG já... fyrir þig Arnar og fleiri... "Carpe Diem" er latína og þýðir "seize the day"... sem merkir nokkurn veginn að njóta akkúrat stundarinnar sem maður er að upplifa og hafa ekki áhyggjur um framtíðina. Hef nokkuð mikinn áhuga að fá mér jafnvel tattú með þessu í framtíðinni Glottandi
 
 
Kv, tótó

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún

hahhahahaha, 666 - satan er á leiðinni - já tóti minn - þú verður bara að lemja hann ;) !!

sumar segiru - fínt veður hér allavega hehe - vona samt að það fari nú að drulla sér uppúr þessum 10-15 gráðum sem það er búið að vera í og skelli sér yfir 20 AT LEAST !! á samt víst bara að rigna í næstu viku - kúkur sko!!!

æji ég veit ekkert hvað ég á að segja hérna hehe - bara eitthvað að bulla út í loftið - alveg sammála samt að þetta fólk sem maður þekkir er ýkt lélegt að kommenta - ætli ég bloggi ekki bara of oft - allir búnir að gefast upp!!

góða helgi dúllan mín:*

Sigrún, 28.4.2006 kl. 19:53

2 identicon

jeeeeees einhver sagði mér hvað þetta þýðir...þetta er bara fjandi sniðugt orð

arnar (IP-tala skráð) 29.4.2006 kl. 11:24

3 identicon

Ég finn ekki helv. græna yfirstrikunarpennann minn...

Alla vega, keep up the good work. Fleiri blogg líka!

Kjarriiiiiii

Kjartan Holm (IP-tala skráð) 30.4.2006 kl. 18:00

4 identicon

helvítis stælar eru þetta í græna yfirstrikunarpennanum þínum

arnar (IP-tala skráð) 30.4.2006 kl. 18:03

5 identicon

Já, bölvaður!

Kjartan "Enormous" Holm (IP-tala skráð) 30.4.2006 kl. 21:12

6 identicon

fyrir hvað stendur enormous?

arnar (IP-tala skráð) 2.5.2006 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband