Viltu 100 milljarða ? Veistu... nei

Vá hvað ég er duglegur við að blogga Svalur Svona er að hafa mikið að gera í páskafríinu en það er samt ógeðslega fínt að sínu leyti. Þetta frí er búið að vera algjör draumur miðavið jólafríið! Jólafríið var einhver mest rotnun sem hefur átt sér stað á lífskeiði mínu.... en þetta frí er bara tjill, skemmtilegheit og gúddí fílingur... góð lýsing haha Ullandi

En ég var að enda við að spjalla soldið við Sigrúnu systir um soldið áhugavert. Það var þannig að það var einhver au-pair þarna útí USA sem lenti í miðri skotárás milli lögreglu og glæpagengis og fékk skot í magan frá lögreglunni!! Það varð alltílagi með hana en þetta var kært og hún fékk 20 MILLJÓNIR DOLLARA í vasann takk fyrir!!! 1 og hálfur miljarður íslenskra króna...... ekki slæmt fyrir að fá eitt stykki kúlu í mallakútinn ha ? Óákveðinn
En þá fer maður að spá.... myndi maður þiggja að láta skjóta sig í magann fyrir 1 og hálfan milljarð ??
Eða myndi maður þiggja þann pening bara beint í vasann yfir höfuð ??
Jú væri náttúrulega æðislegt að eiga það, kaupa sér risa hús, splúnku nýjann Porche, eiga endalaust af fötum og bara allt sem manni hafði nokkurn tímann langað í.
En aftur á móti yrði þá eitthvað eftir sem maður myndi vilja fá ? Væri eitthvað sem maður myndi verða alveg hoppandi-hí glaður yfir að fá gefins í afmælis- eða jólagjöf ??
Það þyrfti allavega að vera eitthvað mikið. Getið rétt ýmindað ykkur hvað þið ættuð að gefa David Beckham svo hann yrði jafn glaður og ef ykkur væri gefið glænýjann sportbíl sem þú þyrftir ekki að borga krónu af! Það er ábyggilega fátt jafnvel ekkert sem þú gætir gefið honum svo það gæti gerst. Ekki furða að svo mikið af þessu ríka og fræga fólki verði þunglynd og eitthvað svoleiðis vesen þegar það er ekkert eftir til að gefa þeim.
Svo haldiði að það sé ekki bara gott mál að vera fátækur eða kannski vel settur meðalmaður í stað þess að vera alveg forríkur og eiga allt sem hugurinn girnist ? Brosandi
Myndi segja að þeir sem eiga hvað mest bágt og eru verst settir séu í bestu málunum í sambandi við þetta. Ef þú myndir gefa heimilislausum manni útá götu bara hlý föt til að vera í þá væri það eins og ef okkur væri gefið 100.000 króna úttekt í Kringlunni. Það þarf svo LÍTIÐ til að gleðja það fólk!!
Myndi segja að þetta sé allt bara hluti af jafnvægi lífsins. Sumir fá mikla peninga og forréttindi í lífinu en eru kannski ekkert alltof ánægð með líf sitt. Á meðan aðrir sem eiga meira bágt geta verið ánægð og ekkert þunglynd.
Bottom line is, money doesn't buy happiness!

Ætla líka quota hérna í í setningu einhvers mesta töffara kvikmyndasögunnar úr Fight Club, Tyler Durden:
"The things you own end up owing you, and its only after you've lost everything that you're free to do anything"

          

 Hvað segiði.... haldiði að þið mynduð taka við slíkum peningum í vasan og haldiði að þið yrðuð eitthvað ánægðari með líf ykkar við það ? Endilega commentiði og skrifa í gestabók ef það er eftir Glottandi


Kv, Indie

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún

ég held ég myndi frekar bara vilja sleppa við þetta hehe - eftir að hafa lent í að láta skjóta á hótelherbergið mitt - vona að ég eigi bara aldrei eftir að koma nálægt byssum aftur ! held svo sem að þótt stelpan hafi verið allt í lagi eftir á LÍKAMLEGA - þá veit maður aldrei með andlegu hliðina .. þannig að ég held þetta sé ekki þess virði ! held maður verði ´lika bara eigingjarn og leiðinlegur ef maður á of mikið af penge eins og við ræddum :) ég vil frekar þurfa að hafa fyrir hlutunum - og eins og þú segir - það þarf svo lítið til að gleðja mann - og þannig vil ég hafa það í mínu tilfelli :D .. auðvitað væri ég ekkert á móti nokkrum millum - en einn og hálfur milljarður er kannski aðeins of mikið af hinu góða hehe :)

vona samt að fleiri tjái sig um þetta mál - peningar eða hamingja ???

Sigrún, 14.4.2006 kl. 12:07

2 identicon

Ég mundi nú alveg sætta mig við kannski milljón á ári :D
Þá gæti ég keypt mér Quiznos/Hlölla/Subway tvisvar á dag í heilt ár.

Jolli (IP-tala skráð) 14.4.2006 kl. 13:56

3 identicon

vá það væri himnaríki

arnar (IP-tala skráð) 14.4.2006 kl. 18:00

4 Smámynd: Þorvaldur

haha sweeeeet :D

Þorvaldur "toto" Helgason, 14.4.2006 kl. 18:18

5 identicon

Ég myndi þiggja þetta sko :) en ég er ekki viss hvort ég myndi láta skjóta mig fyrir þennan pening... en ef ég fengi þetta væri þetta alls ekki bara fyrir mig.. legði peninginn inná banka.. ekkert smá fljótur að ávaxtast og myndi svo láta ganga í nokkra ættliði :)

Eva Rós (IP-tala skráð) 14.4.2006 kl. 20:17

6 identicon

eða bara eyða honum

arnar (IP-tala skráð) 15.4.2006 kl. 02:08

7 identicon

Jó þetta er geðveik síða!! var bara sjá hana núna .. klikkað og myndirnar og svona .. magnað .. þarf að pútta þessu í tenglana sína og já veit ekki hvar ég á að skrifa hver þetta sé en þetta er Brynjar allavega..

Brynjar (IP-tala skráð) 20.4.2006 kl. 16:03

8 Smámynd: Sigrún

ég vona samt að það fari að koma meira blogg :D :D

Sigrún, 20.4.2006 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband