13.4.2006 | 02:50
Músíkin!
Ég uppgvötaði hérna eftir að ég byrjaði á síðunni þennan snilldarhlut, tónlistanum. Hægt er að setja þá inn linka með lögum og þau koma þá svona snyrtilega út hérna vinstra megin.
Ég er búinn að skipta þessu í 3 flokka hérna:
Post-Rock : Soldið pirrandi að lýsa því en það er mestu leyti svona instrumental tónlist, líkt og Sigur Rós, Mogwai, Explosions In The Sky, Godspeed You Black Empror! og fleiri.
- The Album Leaf - Twentytwofourteen er lag sem ég var bara að finna, hafði aðeins heyrt tvö lög áður með þessum góða Sigur Rósar vini og hann er ekki alslæmur
- Sigur Rós - Untitled #3 (Samskeyti). Hef alltaf dýrkað þetta lag, píanóstefið sem heldur alltaf áfram og áfram og maður fær ALDREI leið á! Besta lag í heimi til að sofna við og mæli með að prufa
Indie : Þessum flokki hendi ég mestu leyti inn hressu indí rokki/poppi. Varla þarf að lýsa því neitt meira en nokkur lög eru komin inná þennan flokk.
- Bloc Party - Little Thoughts er að ég held splunku nýtt lag frá þeim í Bloc Party eða bara gamalt demó. Fann það líka bara hérna nýlega og hreifst strax, enda þeirra venjubundnu hröðu, hráu gítar riff og snilldar trommuleikur. Spurning hvort þetta sé efni í þeirra annan disk sem kannski á að koma á þessu ári.... Vonandi!
- The Arcade Fire - Rebellion (Lies). Maður verður bara ekki þreyttur á þessu lagi þó svo það hafi verið nauðgað illa vel eftir að singúllinn kom út. Frábær útsetning þeirra á hverju einasta lagi gerir það unaðslegt að hlusta á þau, hinu mörgu og skrýtnu hljóðfæri saman komin að búa til eina snilld. Yndislegt!
- The New Pornographers - The Slow Descent Into Alcaholism heyrði ég fyrst á leiðinni í okkar frábærlega heppnuðu bústaðarferð FC Elvars þegar Kjarri skellti þessu á fóninn. Tær snilld og fæ alltaf netta gæsahúð að hlusta á þetta. Fann samt aðeins Live útgáfu af þessu lagi en það er ekkert verra ;)
- The Decemberists - 16 Military Wives. Mjög skemmtilegt band sem notar harmonikkuna óspart og með gífurlega grípandi lög. Þar á meðal eitt sem byggist á "fagur fagur fiskur" dæminu... æji þið vitið :P
- The Subways - Rock & Roll Queen. Flott band sem byggist á eftir því sem ég best man kærustupari og bróðir annars hvors þeirra. Spurning hversu lengi það band á eftir að endast ? En nettur dansstemmari í þessu lagi og það er án efa breskt út í gegn.
Tjill : "Tjillið" byggist aðallega á auðvitað rólegum lögum og oftar en ekki kassagítarnum einum. Minn persónulega uppáhalds flokkur og mæli eindregið með öllum lögunum!
- The Shins (Live with Iron & Wine) - New Slang. Þetta lag heyrði ég af einu besta soundtracki í heimi, með Garden State myndinni, og kunni ég það alveg út í gegn áður en ég var búinn að sjá myndina. Enda horfði ég á hana bara útaf soundtrackinu og núna er þetta ein af mínum uppáhalds myndum, enda er hún alls ekki alslæm ef ekki er hugað að tónlistinni. Í þessari útgáfu spila þeir lagið með sveitinni Iron & Wine sem átti coverið af Such Great Hights með The Postal Service í Garden State myndinni. Frábær útgáfa af því lagi og verð ég án efa að kynna mér hana betur.
- Sufjan Stevens - John Wayne Gacy Jr. Þetta er klárlega fallegasta lag sem samið hefur verið um raðmorðingja, sama hversu furðulegur titill það er :P En allavega, smá fróðleiks moli hérna fyrir ykkur um þennan morðingja og það kemur bersýnilega í ljós í textanum sumt af þessu:
- Árið 1978 fundust 33 lík grafinn undir húsi John Wayne Gacy. Augljóslega var þetta gríðarlegt sjokk, ekki síst þar sem Gacy, sem vann sem byggingarverktaki, var dáður af öllum sem bjuggu nálægt honum vegna góðmennsku hans. Hann hafði oft haldið veislur þar sem hann bauð nágrönnum sínum upp á veitingar. Hann klæddi sig líka oft upp sem trúður og skemmti meðal annars langveikum börnum á spítala. Gacy batt fórnarlömbin sín sem allt voru ungir drengir, nauðgaði þeim og barði og bjó til samlokur fyrir þá eftir. Svo las hann upp nokkur vers úr biblíunni og kyrkti þá til dauða. Eitt af því sem hafði líklega áhrif á það hversu klikkaður Gacy var, var sennilega slys sem hann lenti í þegar hann var 11 ára. Þá fékk hann rólu í hausinn og það blæddi inn á heilann á honum sem varð til þess að hann datt oft út og missti minnið árin eftir. Eftir að hann var handtekinn eyddi hann mestum tíma sínum í klefanum í það að mála listaverk af trúðum
- Amos Lee - Colors. Þetta er önnur útgáfa af laginu heldur en er á "Amos Lee" disknum og að mínu mati mun betri. Aðeins píanó notað og ég er ekki frá því að það sé Norah Jones sem spilar á það. Þessi útgáfa kom í myndinni Just Like Heaven og var ég alveg búinn að steingleyma því þar til ég fann það aftur nú nýlega.
- Ben Gibbard - Recycled Air (Accoustic) er eitt af fjölmörgum frábærum lögum sem eru á bakvið heila forsprakka sveitanna Death Cab For Cutie og The Postal Service, sem er Ben Gibbard. Þetta lag er á einu plötu Postal Service, "Give Up", og er eins og flest lög Gibbards jafn góð ef ekki betri í þessum kassagítarsstíl. Þessi maður er bara snillingur... PUNKTUR!
- Ryan Adams - Blue Sky Blues er á fjórða disknum og að mínu mati þeim lang besta sem Ryan Adams gaf út árið 2005, "29". Hann er jafnvel sá besti eftir að meistaraverkið "Heartbreaker" kom út er hann hóf feril sinn. Mjög fallegt lag og með þeim betri á disknum.
- Ryan Adams - September. Annað lag með honum og enda ekki að ástæðulausu að hann sé með mínum uppáhalds tónlistarmönnum. Ótrúlega flott lögin sem þessi maður getur samið og ótrúlegt hversu vel hann getur skitið út öllum þessum diskum á svo litlum tíma án þess að floppa alvarlega. 8 diskar á 5 árum takk fyrir! En þetta lag á sér stað á "Jacksonville City Lights" og vakti mér hvað mesta athygli af öllum lögunum.
Athugasemdir
Gaman að þú fílir tónlistar listana sem við bjóðum uppá, annars varð ég bara að tjá um Garden State, ég nefnilega horfði á hana í fyrradag -- og ég er svolítill Shins aðdáandi, en vissi ekkert um þessa mynd þegar ég sá hana, og það var rosalega spes að heyra svona mikið með the shins í myndinni.
Gaf henni alveg spes stað í hjarta manns einhvernveginn.
Steinn E. Sigurðarson, 13.4.2006 kl. 12:02
Öss! Glæsilegt!
En manstu eftir Tortoise, hljómsveitinni sem við vorum að tala um áður en við fórum á Ice Age: The Meltdown? ;)
= SNILLD!
Eitt enn; Finnst þú mættir nú setja inn "Nobody Move. Nobody Get Hurt" með We Are Scientist, eeennn annars GLÆSILGT!
Kjarri Svali.
Kjartan Holm (IP-tala skráð) 13.4.2006 kl. 14:38
Já Garden State á einmitt alveg svona spes stað í hjartanum á manni :) Sé bara myndbrotin fyrir mér þegar ég hlusta á tónlistina
En Kjarri ég verð að tjékka á henni :D Reyni kannski að skella einhverju með henni á síðuna, reyni líka með We Are Scientists ;)
Þorvaldur "toto" Helgason, 13.4.2006 kl. 16:52
2 frábær lög með We Are Scientists komin inná Indie.... allir að tjékka ;)
Þorvaldur "toto" Helgason, 13.4.2006 kl. 17:13
hvað er garden state hehe .. nei ég ætla ekki að fara að blanda mér inní tónlistina þína lille bró :D en mæli með að þú verðir duglegur að blogga svo ég hafi eitthvað að gera ;) heheheh!! knús!
Sigrún, 13.4.2006 kl. 23:50
Góður!
Kjartan Holm (IP-tala skráð) 14.4.2006 kl. 18:44
Sælir. Ég veit að ég virðist alltaf vera að nöldra í þér en þú verður að setja eitt inn og svo LOFA ég að láta þig vera!
Antennas To Heaven - Godspeed You! Black Emperor
Vissulega er þetta lag 18:59 mínútur, eeeeennnn þess virði!
Annars snilldar síða. Keep up the good work!
Kjarri.
Kjartan Holm (IP-tala skráð) 17.4.2006 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning