Reykjavík Ó Reykjavík

Aaaaahhh.... yndislegt að vera fluttur aftur í bæinn.... unaðslegt... ólýsanlegt... geðveikt! Hlæjandi
Enda hafa dagarnir í hveragerði snúist um aðeins 4 hluti : Vinna-Éta-Scrubsa-Sofa, svo einfalt var lífið. Nú hefur það flækst all illilega en skóli, lærdómur, fótbolti og allskonar skemmtilegheit hafa skorist inní... sem er ekkert annað en gott mál Glottandi Skólinn að byrja á morgun ég hlakka bara furðulega mikið til! Man eftir því hvernig það var fyrir ári.... þekkti ekki STAKA manneskju! Hafði aldrei kviðið jafn mikið á ævi minni fyrir því að fara í skólann, en var þó spenntur líka. Fyrstu dagana og vikuna þekkti maður fólkið lítið sem ekkert og sagði varla orð við það í tímum.... man einmitt mjög vel eftir einum tíma þar sem ég sat við hliðina á Söru í stærðfræði og við yrtum ekki á hvort annað og ég hugsaði bara "Úff hvað hún er ábyggilega leiðinleg" haha Ullandi Sorrý Sara, ekki það að þú lítur útfyrir að vera e-ð leiðinleg! Alls ekki! Saklaus

Svo liðu vikurnar og mánuðirnir og maður var búinn að kynnast fuuullt af fólki. Og maður er enn að! Bara eftir þetta sumar hefur t.a.m. mikið breyst.
En núna ári síðar lítur maður allt öðruvísi á þetta allt saman. Kvíðinn farinn í stað fyrir enn meiri spennu og skemmtilegheit. Þó er smá kvíði... fyrir einhverju sem á víst heima í helvíti en býr hérna og kallast danska... mér skilst þýska sé skild henni.

Líka annað við það að koma í bæinn er herbergið mitt. Ég ELSKA það! Rúmið mitt, tölvuna mína, tónlistina mína, hilluna mína, veggina mína, gluggatjaldateppið mitt.... allt! Brosandi Og núna er maður er að henda öllu upp aftur.... gaman gaman! 

Spá í að fara halda því áfram.... there's your blogg hildur!  Svalur
Ætla enda þetta á tvennu sem ég eeeeeelska þessa dagana!

Remy Zero og SCRUBS!!! 

 

 Remy Zero - Life In Rain
Remy Zero - Mandolin
Remy Zero - Hermes Bird (Accoustic) 
Remy Zero - Hollow

kv, toto!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gott blogg :)
endilega á hverjum degi, hvað á ég annars að gera?
..vá þetta hljómaði sorglega.
sé þig á morgun sykurpúði :D

Hildur (IP-tala skráð) 22.8.2006 kl. 22:32

2 identicon

Ég þakka fyrir auglýsinguna!!!:P En kom það þér ekki skemtilega á óvart hvað ég er óeðlilega skemtileg;) En gott að fá þig heim kjallinn minn:)

Sara (IP-tala skráð) 22.8.2006 kl. 22:50

3 identicon

ertu búinn að átta þig á hvað það er stutt í að ég komi heim ... akkurat núna eru 25 tímar í flugið mitt .......

Sigrún sys :) (IP-tala skráð) 7.9.2006 kl. 00:20

4 identicon

nei sko vastu að blogga .. eða er þetta bara næstum mánaða gamalt

Brynjar (IP-tala skráð) 13.9.2006 kl. 21:06

5 identicon

Vá hvað þú ert ofur virkur á þessari síðu!! Alveg með ólíkindum:O

Sara (IP-tala skráð) 21.9.2006 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband