6.8.2006 | 01:48
Glataðasta verslunarmannahelgi ever!
Ekki bjóst ég nú við því fyrir nokkrum vikum að ég yrði að blogga um hálf 2 aðfaranótt sunnudags um verslunarmannahelgina!! Ójá ég skemmti mér svo vel! Ein af skemmtilegustu helgum ársins búin að umturnast yfir einhverja þá allra leiðinlegustu!
Planið var þó alltaf að fara á Sigur Rós í ásbyrgi á sjálfan afmælisdaginn en það gekk víst ekki eftir. Svo eftir þá sá ég tracklistann og sá að þeir hefðu tekið Von, Lagið í Gær og Dauðalagið og ég datt ofaní versta þunglyndi í heimi. Seinna sá ég svo myndir af tónleikunum og mig langaði til að fara háskæla fyrir að hafa misst af þessu! Svo núna er ég bara að hlusta á "Von" í von um að fá að sjá það einhvern tímann live
En já afmælisdagurinn í gær byrjaði ansi furðulega. En það var þannig að ég var búinn að vera vinna til 8 kvöldið áður og var því dauðþreyttur..... og ekki átti þreytan eftir að batna þar sem ég átti að mæta í vinnuna milli 5 og hálf 6 morguninn eftir. Þannig ég fór bara snemma að sofa um 10 leytið en sá svefn gekk ekki lengi. Því um hálf 3 leytið vaknaði ég við einhvern hávaða í herberginu mínu..... ég pírði augun til að sjá hvað var í gangi en áttaði mig ekki alveg á aðstæðum. Var frekar steiktur í hausnum þannig ég hélt að mig væri bara dreyma. En svo eftir smá stund kipptist ég allur við og fattaði það að þetta voru Guffi og Bjössi öskrandi afmælissönginn auk þess að glamra á gítar.
Er ég ekki frá því að mér hefður aldrei á ævi minni brugðið jafn mikið enda var ég næstum búinn að gefa Bjössa eitt stykki karate spark af hræðslu! Næstu mínúturnar fóru svo í það að bölva þeim í sand og ösku fyrir að hafa vakið mig á meðan þeir fóru inní eldús að gæða sér á súkkulaði köku sem þeir höfðu komið með.
Svo var bara mætt í vinnuna um hálf 6 og þá uppgvötaði ég að þetta uppátæki þeirra bjargaði algjörlega deginum því ég hafði aldrei verið jafn hress í vinnunni!
En það kom þó að sök um kvöldið þar sem ég var orðinn lamaður af þreytu um 8 leytið.... þá var bara farið í rúnt með Bjössa, Tinnu og Söru sem var bara ágætis gaman.... þó algjörlega glatað þegar maður hugsaði til þess að maður hefði getað verið á Sigur Rósar tónleikum á sama tíma!
En vá hvað ég er sáttur með eitt þessa dagana.... MYRKRIÐ! Ég elska svo þegar það orðið dimmt á kvöldin og næturnar. Maður getur loksins sofnað án þess að það sé eins og það sé hádegi úti! Auk þess er svo geðveikt þægilegt að fara út í myrkrið, vera á rúntinum eða hvað sem er.
En já ég held það sé ekki fleira.... hef ekki fleira "merkilegt" að segja um þessa frábæru helgi. Þið lesið þetta kannski þegar þið eruð búin að skemmta úr ykkur líftórurnar um helgina...... svooo bæææ!
toto
Athugasemdir
Jaaaaáá...ég er sammála...ég ELSKA myrkrið!! Besti í heimi:D
Sara (IP-tala skráð) 6.8.2006 kl. 01:52
enn og aftur til lukku með ammælið ;) ekkert smá góðir vinir sem þú átt þarna að koma alla leið úr bænum til að surprise you svona mukket :D !! snillingar!
og bara svo þú vitir þá er ég nú bara heim á laugardagskvöldi skoh - eyddi deginum í að passa fyrir konu sem ég þekki, sólbað og að versla föt - fór svo í goodbye partý vinkonu minnar og át á mig gat :)
morgundagurinn (sunnudagur) fer í ræktina, versla og sækja hostpabba á flugvöllin :) sjáðu - það eru ekki allir að gera eitthvað um versló - ég tel bara dagana þangað til ég kem heim ! er að missa mig !! og er líka að verða gjaldþrota út af of miklu fatakaupum - samt vantar mig fullt í viðbót !!
segi bara - GREYIÐ ÉG ! þarf að koma öllum fötunum heim líka - sem þýðir að ég þarf að henda slatta í kassa og skipa það heim heheh!! lúðinn ég !! samt gaman að versla !
og jæja ætla að hætta að tjá mig - reyndu nú að eiga góða helgi - það kemur verslunarmannahelgi eftir þessa - og þú bara rétt að byrja lífið ;) !!
knús og kossar lille bró!!! :*
Sigrún sis:) (IP-tala skráð) 6.8.2006 kl. 02:25
..hvernig væri að blogga?
Hildur (IP-tala skráð) 14.8.2006 kl. 15:22
Ohh já!!!! Besta Airwaves EVER!!!!
We Are Fucking Scientists
Tilly & The Wall
Cold War Kids
The Go! Team
Brazilian Girls
Hot Club De Paris
Jeee Haaa!!! Ég fæ það bara við tilhugsunina...jæja!
-Kjarri
Kjartan Holm (IP-tala skráð) 16.8.2006 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.