30.7.2006 | 17:07
Mikið mikið gaman
Já þessi helgi er búin að vera svona í betra laginu. Gærkvöldið var fínt stuð og kvöldið í kvöld verður hreinn unaðsleiki! Úti tónleikar með Sigur Rós.... og vááá hvað ég ætla vona að það rigni og rigni og rigni! Það væri geðveikt!
En ég er nú ekki beint í mesta bloggstuði í heimi þannig ég ætla bara gefa ykkur smá nasaþef af því hvað er "inn" í músíkinni þessa dagana...... værsgo!
1. The Postal Service - This Place Is A Prison
Ég hef einfaldlega lifað fyrir þetta lag síðustu vikuna..... textarnir hjá Ben Gibbard klikka einfaldlega ekki! Mæli mjög með
2. Amie Mann - Wise Up (Live)
Eftir að ég sá að þessi kona var í soundtrackinu hjá Zach Braff fyrir The Last Kiss þá vissi ég að ég varð einfaldlega að kynna mér hana. Svo fann ég þetta lag sem mér finnst alveg frábært.... must listen!
3. Artisan - Hold My Breath (Remix)
Óþekkt band með meiru hér á ferð sem ég veit bara ekkert um. Fann þó þetta lag með þeim og minnir það svona smá á Postal Service.... veit ekki hvort það sé bara trommuheilinn eða hvað.
4. Broken Social Scene - Anthems For A Seventeen Year Old Girl
Ég elska þetta band af lífinu! Svo miklir snillingar.... enda kanadískir... hvað annað ?! Eitt af mínum uppáhalds lögum með þeim.... mjög sérstakur tölvubreyttur söngur í því.
5. Hot Chip - Over And Over
Án efa eitt heitasta lagið í dag.... og ég ELSKA það! Minnir mig mikið á þegar ég heyrði Seventeen Years með Ratatat í fyrsta sinn. Elektrónískur dansfílingur á hæsta mælikvarða!
6. Hot Chip - Crap Kraft Dinner
Jújú annað lag með þessari mögnuðu sveit. Þó mun rólegra í þetta sinn... en engu að síður mjög flott!
7. The New Pornographers - Streets of Fire
Rólegt lag með þessu hressa indí bandi. Búinn að hlusta mikið á Twin Cinema nýjasta diskinn þeirra uppá síðkastið en hann var án efa með betri diskum sem komu út á síðasta ári!
8. Death Cab For Cutie - The Passanger Seat
Ég veit ekki hversu oft ég hef sett lög með þeim hérna inn en það er langt frá því að það sé að enda. Textinn enn of aftur tær snilld!
9. The Raconteurs - Together
Yndisleg ballað frá Jack White og félögum. Uppgvötaði það þegar ég var að fara af þeim yfir á Animal Collective. Án efa einn af hápunktum hátíðarinnar!
10. Phantom Plante - Our House
Jújú þessir gæjar geta gert fleira en samið titillag OC þáttana. Þetta er nú reyndar cover af Crosby, Stills, Nash & Young en mjög flott og vel gert hjá þeim.
Þetta er komið gott..... takk fyrir gærkvöldið fólk sem var þar og farið nú ÖLL á sigur rós í kvöld og sjáið eitt besta tónleikarband í HEIMI á ÚTItónleikum!
kv, toto!
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:42 | Facebook
Athugasemdir
hehe ég þekki bara eitt af þessum böndum en alltaf gaman að vista ný lög inná tölvuna sína ;)
-arig (IP-tala skráð) 30.7.2006 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.