20.7.2006 | 22:39
Sól og Sumar og Sigur Rós
Á ég að segja ykkur stóórfréttir!? Það er komið SUMAR!! pælið í því! Þvílíkur lúxus.... sumarið komið þann 20. júlí og vorið loksins farið. Sumarið hefur yfirhöfuð einkennst af skítaroki, skítarigningu, skítakulda og einfaldlega SKÍTAVEÐRI! Guði sé lof að ég er að vinna innandyra.... en þó þakkaði ég ekki fyrir það í dag.
Í dag var án efa besta veður síðan maður var húkandi innandyra yfir ljótum skólabókum að lesa fyrir próf! Alveg nákvæmlega frá því að maður þurfti að byrja lesa fyrir prófin og aaaalveg þangað til maður var búinn að skila síðasta prófinu var bongó-blíða dauðans en svo UM LEIÐ og maður var búinn í prófunum þá hvarf þetta og það rigndi og rigndi og rigndi!
Maður bjóst við bara einhverju OFUR sumri þar sem veðrið var svona í gott í vor en neeeei..... það kæmi mér svosum ekki á óvart ef það væri bara snjóstormur um verslunarmannahelgina eða e-ð.
OG TALANDI um verslunarmannahelgina!! Ég fékk þær FRÁBÆRU fréttir áðan að Sigur Rósar tónleikunum í Ásbyrgi fyrir norðan var flýtt um 2 daga! Og það merkir..... tónleikarnir áttu semsagt að vera 6. ágúst...... og svo gera 6 mínus 2 hvað ?........... FJÓRA.... eða 4.... eða VI.... eða Fyrre.
4. ágúst! Og hvað gerist þá aftur...... hmmmm.............. ojæja þið megið giska
Allavega er Sigur Rós á þessum degi ooooof mikil fullkomnun!! Og björninn verður vonandi með bíl um helgina svo þetta verður bara tær snilld!!! :D Eina sem vantar er eitt stykki iTrip og þetta verður besti afmælisdagur ever!! æj fokk... þarna gaf ég það upp.... hehe.
En hey... hvað segiði um smá mynda og ensku flipp ?
Roadtrip!! :D...
...and so this...
...plus this...
...and I'll be like...
YEAAAAA :D:D:D Sumarið verður fullkomnað ef þetta gengur eftir!
Kv, toto!
Athugasemdir
djöfus geðveika mynd af þér :D hahaha!! love it!!
annars skulum við krossa puttana um að þetta gangi allt upp ;) !! :D KNÚS!
Sigrún syss :) (IP-tala skráð) 21.7.2006 kl. 01:29
hahahah ÆJJ krútt :D
en já ég ætlaði að fara að kvarta, en hætti við. held að þetta sé sniðugra svona :D !!
keyra með familí norður, éta, sigur rós, láta þau skutla mér til AK og vera þar um versló :D einum of mikil snilld. þannig ég verð líka svona á svipinn! og...þetta er eftir minna en 2 vikur!!!!!!!
Hildur (IP-tala skráð) 21.7.2006 kl. 03:32
AHAHAHAHA!!!! TOOOOTOOOOO!!!!!!
VI = 6!!!!
IV = 4!!!! Kallinn minn!!!
Kjarri.
Kjarri (IP-tala skráð) 22.7.2006 kl. 15:16
hahaha úúúúpps... smá klúður :P
Þorvaldur "toto" Helgason, 22.7.2006 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.