14.7.2006 | 21:29
Steinrotin helgi
Daga líkt og þennan og þá sem nýliðnir eru og þeir sem framundan eru er aðeins einn hlutur sem nær að halda líftórunni minni í heili lagi..... en það er músík. Fáar eru mínúturnar sem líða án þess Black Doggie Dog (iPodinn minn) sé ómandi í eyrunum á mér á leiðinni í vinnuna, í vinnunni og á leiðinni heim og svo er það fyrsta sem ég geri þegar ég kem er að kveikja á tölvunni og setja einhverja tónlist á. Án hennar væri ég bara rotnaður ofaní einhverjum skurði!
Helstu lifesaver'arnir mínir síðustu daga hafa verið:
- Fræ
- Ben Gibbard
- Josh Rouse
- Feeder
- Joseph Arthur
- Ray Lamontagne
- Placebo
- Cary Brothers
Ekki hafa heldur fréttir líkt og þessar skemmt fyrir:
- Sufjan Stevens að koma og spila í Fríkirkjunni 16 OG 17 nóv!
- Ratatat að koma með nýjann disk þann 22. ágúst sem mun heita "Classics"... búinn að hlusta á fyrsta singúlinn og fíla ágætlega.... þó ekkert Seventeen Years
- Ben Gibbard og Jimmy Tamborello, tvíeykið magnaða í The Postal Service eru sameinaðir á ný og eru að vinna að nýjum disk!! Tóku upp allavega 2 lög í júní
- Annar helmingur franska tvíeykisins Air, Jean-Benoit Dunckel, er að fara gefa út sóló disk þann 18. september undir nafninu "Darkel. Einnig er von á nýjum Air disk í byrjun 2007!!
- Mars Volta að skíta út sinni 3. plötu í ágúst!
- Að Arcade Fire séu núna í stúdíói að taka upp sína aðra plötu... Win Butler, einn meðlimur sveitarinnar sagði það að þau væru að notast við nýtt hljóðfæri, mikið og stórt pípuorgel, og það að það kæmi svo hreint og fallegt hljóð úr því að hann hafi tárast við að hlusta á það. Guð minn almáttugur hvað ég hlakka til!
- Að The Eraser, fyrsti sólódiskur Thom Yorke sé kominn út
- Að skólinn byrji aðeins eftir mánuð og sirka viku... og þá get ég flutt aftur í bæinn!
- Að ég skuli hafa fengið flottasta kindabindi í heimi frá bróa úr london
- SIGUR RÓS 30. júlí í bænum..... voooonandi að maður komist í ásbyrgi líka 6. ágúst og jaaaaafnvel á ísafjörð líka!!!
Hinsvegar hafa hlutir eins og þessir skemmt mikið fyrir:
- Að ég geti ekki komist í bæinn...!
- Að ég sé skuli vera nánast blankari en allt
- Að ég hafi nákvæmlega ekki einn einasta hlut að gera núna... og restina af helginni.... og vikuna eftir það
- Að ég skuli ekki geta horft á bestu myndir í heimi... Garden State, Memento og American History X því þær eru allar í bænum
- Að ég skuli ekki geta keypt mér Thom Yorke diskinn því ég kemst ekki í plötubúð!! og ég tými ekki að downloada honum...
- Að Damien Rice geti ekki skitið út öðru meistaraverki...... fimm ár liðin síðan fyrsti singúllinn kom út af "O" ! Biðin hjá mér er búinn að standa yfir í þrjú
- Að ég skuli ekki geta fundið neitt skemmtilegra til að skrifa um heldur en þetta!
Hmmmm..... tæknilega séð ætti ég samt að vera glaður.... því 10 broskallar við 7 fíluköllum gerir 3 broskalla sem gerir +3 og þá ætti ég alveg að vera semi-sáttur..... mikil fræði ójá!
En já leiðist ykkur jafn mikið og mér ?! ókei.... ég skal hafa af ykkur aðeins fleiri mínútur...... ef þið eruð í miklum hlustunarfíling! Tjék ðis át ->
- The Acorn - Darcy
Flott og rólegt lag með Indí underground sveit með meiru - Placebo - Follow the cops back home
Án efa einn af toppunum á Hróarskeldu... heyrði þetta lag þá fyrst og hef elskað það síðan! - Ray Lamontagne - Crazy (Gnarls Barkley cover)
Það fær bara ekki nokkur manneskja nóg af þessu lagi.... og ef einhver fær nóg af því með Gnarls Barkley.... þá á sú manneskja baaara að snúa sér að einhverjum af þeim þúsund coverum sem er búið að búa til við þetta lag. Þetta er eitt það flottasta enda með eðal dúdda sem minnir mikið á Ryan Adams.... allavega plöturnar hans. - Josh Ritter - Girl In The War
Þetta lag er búið að bjarga mér algjörlega.... elska það! Hef bara hlustað á 2 diska með kauða og líkar mjöööög vel! Must Listen! - Ratatat - Wildcat
Fyrsti singúllinn sem kemur út 25. júlí af nýju Ratatat plötunni, Classics. Ég fíla þetta bara nokkuð vel... maður heyrir mjög vel ratatat hljóminn af hinni plötunni og ég ætla vona að þeir geri vel með þennan disk. - Ratatat - Swisha
Annað lag af nýja disknum! Og ég er að digga það í botn.... sérstaklega gítarinn í því. - Death Cab For Cutie - Transatlanticism
Eitthvað allra flottasta lag sem ég veit um og einhver allra besti texti sem ég veit um og einhver allra besta sveit sem ég veit um og einhver allra mesti snillingur sem ég veit um..... get haldið áfram í allan dag...
The clouds above opened up and let it out.
I was standing on the surface of a perforated sphere
When the water filled every hole.
And thousands upon thousands made an ocean,
Making islands where no island should go.
Oh no.
Those people were overjoyed; they took to their boats.
I thought it less like a lake and more like a moat.
The rhythm of my footsteps crossing flood lands to your door have been silenced forever more.
The distance is quite simply much too far for me to row
It seems farther than ever before
Oh no.
I need you so much closer (x12)
So come on, come on (x4)

Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:37 | Facebook
Athugasemdir
hahah, ég sakna black doggie dog.
ég fíla bloggin þín :)
Hildur (IP-tala skráð) 15.7.2006 kl. 20:13
þú ættir að fá verðlaun: OFURBLOGGARINN ;)
Sigrún sist (IP-tala skráð) 18.7.2006 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning