Jááá blogg ?

Úff hvað ég hef bókstaflega bara ekki nennt að blogga uppá síðkastið.... eða síðan eftir Reykjavík Tropic. Líferni mitt hefur nú síðan skólin var búinn aðeins snúist um helgar.... passar mjög vel við Hard-Fi lagið Living For The Weekend.... mæli alveg með því, gúdd shit. En já allavega, þá er ýmislegt búið að gerast og svona og ætla aðeeins að greina betur frá því.

Vart þarf að segja frá blessuðum vinnu-virku dögunum sem ganga allir útá það sama!
Vakna-Éta-Vinna-Sofa-Éta-Tölva/TV-Sofa......  yuup mikið mikið fun... enda ekki mikið hægt að koma í verk þegar maður klárar yfirleitt ekki að vinna fyrr en um 6 leytið eða e-ð. 

En já síðustu helgi var algjör tjill/partý helgi. Á föstudeginum var skellt sér til Hildar þar sem við vorum um 7 stk fólk súpandi góða drikki og spjallandi og svona..... einnig var það á laugardeginum nema hvað þá hjá mér. Nóttin fór aaafar vel fram og allir voru í gúddi fíling þar til bééévítans nágranninn kom og bankaði uppá og hótaði að hringja á LÖGGUNA. Útaf því að ég var með örfáar manneskjur hjá mér... öll nánast sofnuð eða spjallandi.... hlustandi á mjööög rólega tónlist. Vá hvað við erum miklir ólátabelgir... alveg með ólíkindum!
En allavega eftir þessa helgi erum við eiginlega búin að plana, ég, Hildur og Kjarri a.m.k. að hafa svona tjill hverja helgi... enda er þetta engu verra en partý :D

Sunnudagurinn fór svo í ósköp casual rotnun og nálgunarbanni frá nágrannanum.... allavega var ég ekkert mjög spenntur fyrir að mæta honum eftir nóttina. En jú á sunnudeginum var reyndar farið í það að spá í hróaskeldu eftir að Hildur náði virkilega að sannfæra mig um að ég GÆTI farið. Svo tók það heila 4 daga í að sannfæra pabba um að virkilega leyfa mér að fara en auðvitað þurfti ég að lofa alveg hægri vinstri um milljón hluti og borga bókstaflega allt.... en það verður svooooooo þess virði!! Eða hvað mynduð þið ekki gera fyrir að sjá:

Arctic Monkeys

Animal Collective

Clap Your Hands Say Yeah
Death Cab For Cutie
dEUS
Bob Dylan

Editors
Figurines
Franz Ferdinand
Goldfrapp

Guns'n Roses
Kaiser Chiefs
Damian Marley
Morrissey
Placebo
The Raconteurs
Josh Rouse
Scissor Sisters
Silver Jews

Sigur Rós
The Streets
The Strokes
Rufus Wainwright

Roger Waters
Kanye West

Wolfmother

Reyndar getur maður ekki séð bókstaflega ALLT þarna enda er dagskráin alveg vangefnislega vitlaus. Líkt og fyrsta kvöldið eru Clap Your Hands, Guns'n Roses og Sigur Rós öll á sama tíma!! En þetta verður samt geðveikt! Búið að plögga nánast öllu... ég þarf reyndar að redda mér stígvélum held ég sem er víst möst! :P

En já allavega... best að halda áfram með dagana. Núna bara um föstudaginn var MR Tebó og var ég nú ekki viss hvort ég nennti en fór þó að lokum. Var alveg mjög fínt... fór þó nánast bara í að spjalla við fólk og svona stað þess að vera dansa e-ð.

Gærdagurinn, 17. júní, stóð fyrir sínu með því að vera einn al leiðinlegasti og glataðasti dagur á árinu... með fullri virðingu fyrir þjóðveldinu, lýðveldinu eða hvað sem er verið að fagna. Fór niðrí bæ með Snorra, Bjössa og Óla og þetta var án efa e-ð það leiðinlegasta sem ég hef upplifað uppá síðkastið. Endaði bara með músíkhlustun og spjalli með bjössa og söru uppí íbúð. Skemmtilegasta sem var gert allan daginn!
Sunnudagurinn var svo bara.... Sunnudagur!

Svo er náttúrulega komið að aaaaalleiðinlegasta tíma vikunnar, helgin búin og leiðinni haldið í hveragerði að vinna í fyrramálið... unaður. En svo er það bara Roskilde eftir 8 DAGA!!!! váá þetta verður svo sjúkt!


En já, sumarið hefur verið so far bara frábært eiginlega.... þá að virkum dögum undantöldum. Ég sem hélt að þetta yrði glatað sumar! En það stefnir nú bara í ennþá betra.... geggjað! :D
Hef verið að spá í hvað ætti að gera um Verslunarmannahelgina en held að valið standi á milli Akureyrar og Innipúkans... jafnvel bæði! Allavega nenni ég klárlega ekki á Þjóðhátið en það er einhver mest óspennandi hlutur fyrir mér sem ég veit um og ég nenni heldur alls ekki í Galtalæk en það er orðið þreytt... hef farið þar síðustu 2 ár.

Held nú að þetta sé komið nóg... reyni að vera duglegri við að blogga núna. Þ.a.e.s ef einhver er ennþá ða lesa þetta... en já, commentið að vild og veriði sæææææl.

kv, toto 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

frábært hjá þér að fara á roskilde ;) verður án efa geðveikt :D þótt ég myndi persónulega ekki vilja fara hehe - enda ekki mikið fyrir að sofa útí drullu með þúsundum manna og hlusta/horfa á tónleika :) en það er svo gott að fólk skuli hafa mismunandi áhugasvið hehe!!!

og njóttu nú sumarsins ;) veit að ég ætla að gera það - verst bara hvað tíminn líður ALLTOF HRATT !! orðið nett scary!!!! og endilega vertu duglegur að blogga - ég kíki hérna á næstum hverjum degi hehe !!

well, farin að STRAUJA - JEY !!! ógisslega gaman fattaru!! sé þig rúsínuboltinn minn hehe :D !!

Sigrún útlendingur :) (IP-tala skráð) 19.6.2006 kl. 13:09

2 identicon

Hvað meinaru...ég fyltist lífsgleði á Laugardaginn...sérstaklega eftir að við björguðum lífi;)

Sara (IP-tala skráð) 20.6.2006 kl. 14:54

3 Smámynd: Þorvaldur

Haha sigrún, það verður sko svooooo þess virði að sofa úti í drullu... ef það verður svo slæmt ;) en ertu hætt með bloggið ? :/

JÁ ég gleymdi að segja frá því Sara.... oh dísús! En já, held við ættum að fá gott karma útá þetta :P

Þorvaldur "toto" Helgason, 20.6.2006 kl. 23:45

4 identicon

já eg er hætt að blogga :) íha!

Sigrún syst :) (IP-tala skráð) 21.6.2006 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband