Frábær helgi!

Vá þessi helgi var nú bara aðeins of vel heppnuð! Leit allt út fyrir á föstudaginn að hún yrði ekkert spes þegar ég þurfti að eyða 4 tímum á rassgatinu að læra um keyrslu o.fl. skemmtilegheit í ökuskólanum. En svo komst ég að því að ég kæmist á Reykjavík Tropic og váá hvað ég hefði aldrei viljað hafa misst af þessu en ég fór með Hildi, Lindu, Steingerði og Snædísi.

Á laugardaginn mættum við nokkuð snemma og sáum m.a.:

Jan Mayen
sem voru mjög fínir. Hinsvegar þótti mér söngvarinn vera nokkuð brothættur í röddinni og klúðraði gítarnum alltof oft. En þeir spiluðu mest af disknum Home Of The Free Indeed sem ég persónulega fíla í botn! Hinsvegar spiluðu þeira líka e-ð eitt nýtt lag sem mér fannst eiginlega bara hundleiðinlegt. Ætla rétt að vona að restin af nýja efninu verði ekki því um líkt.

Stilliuppsteypu sem var bara algjör sýra og við gáfumst upp eftir 5 min.

Hairdoctor sem voru magnaðir. Ég hlakkaði mikið til að sjá þá og ég varð ekki fyrir vonbrigðum! Magnað hvað þeir geta gert grípandi og flott lög en ég hélt fyrst það væri ekkert varið í þessa sveit. Svo í lokin sögðu þeir að þeir væru að umturnast úr Indí stefnunni yfir í Technoið svo síðasta lagið var nýtt sem átti að vera sambland af þessum tveimur stefnum. Og heppnaðist það bara nokkuð vel og ég hlakka mikið til að heyra meira af þessu nýja "techno'i" þeirra.

Kimono sem ég varð nú fyrir nokkuð miklum vonbrigðum með. Hlakkaði til að sjá þá eftir að hafa áður hlustað mikið á Mineur-Aggressif diskinn. En einhvern vegin fannst mér allt efnið þeirra renna saman í eina súpu og mér fannst þeir bókstaflega ekkert hrífandi. Heldur tóku þeir ekki mitt uppáhalds lag með þeim, Japanese Policeman, en ég bjóst fastlega við að þeir myndu gera það.

Jeff Who? held ég að hafi ekki valdið einum né neinum vonbrigðum enda var það varla möguleiki. Ég hef sjálfur ekkert hlustað á diskinn þeirra af neinni athygli en hlakkaði mikið til að sjá þá spila lögin The Golden Age og Barfly. Og svo gerðu þeir og héldu uppi mikilli stemningu, og þá sérstaklega þegar söngvarinn öskraði "einn, tveir, þrír, fjór.... lalalalalalala" í Barfly!
Semsagt mjög flottir!

Leaves voru nokkuð góðir en alltaf þegar ég sé þá verð ég fyrir vonbrigðum með hvað þeir taka lítið sem ekkert af gamla efninu sínu af Breathe plötunni sem mér þykir mun betri en The Angela Test. Þó eru góð lög á Angela Test sem þeir meðal annars spiluðu og svo tóku þeir líka lagið Catch af Breathe plötunni mér til mikillar ánægju. En já, alltaf gaman að sjá þá þó svo það myndi vera óneitanlega skemmtilegra að sjá þá spila meira af gamla stöffinu.... að mínu mati a.m.k.

Supergrass var svo auðvitað aðal númer kvöldsins sem flestir ef ekki allir voru búnir að vera bíða eftir.  Tóku öll helstu og þekktustu lög sín líkt og Caught By The Fuzz, St. Petersburg, Moving, Pumping On The Stereo, Grace og mörg fleiri. Voru þeir í miklu stuði þarna líkt og áhorfendur. En á meðal villtra áhorfenda voru m.a. Leaves meðlimirnir sem engu skárri en blindfullir gaurar. Haha en já gaman að sjá þá. 

 
Svo á sunnudaginn var maður nokkuð þreyttur eftir gærdaginn svo maður nennti ekki að vera mæta neitt snemma. Dagskráin var líka flutt yfir á Nasa sem var ekkert nema gott mál.  Mætti þar bara uppúr 9 og sá:

Dr. Spock sem voru akkúrat að stíga á svið þegar ég kom inn. Óttar Proppé í venjulegu spandex buxunum sínum, með gúmmíhanskana og bassaleikarinn í Ensími í rauðum samfestingi. Mjöööög spes band. Mjög gaman og skrautlegt að sjá þá þó svo tónlistin þeirra höfði ekki beint til mín. Eitt lag með þeim gat ég þó fílað en það var Sexy.

ESG stigu á svið eftir þeim og vááá hvað þær komu mér á óvart. Sveitin samanstendur af 5 blökkukonum og eru tvær þeirra ábyggilega yfir sextugt! En það kom þó ekki að sök því þær héldu uppi frábærri stemningu með sinni spes tónlist og ég fílaði þær í botn þó svo þetta sé ekki beint band sem ég er að fara hlusta á dagsdaglega. Þó hefði ég alls ekki viljað hafa misst af þeim.

Sleater Kinney komu svo og hafði ég aðeins heyrt í þeim áður og var ekkert mjög hrifinn svo ég var ekkert svo spenntur fyrir þeim. Sá aðeins smá af þeim og gæti verið að maður þurfi bara að kynna sér þær betur.....

Trabant voru svo aðalnúmer þessa kvölds og áttu að klára hátíðina með stæl. Ég er ekki frá því að þetta sé meðal minna uppáhalds "live" sveita. Eru alltaf frábærir og sum lögin fær maður bara algjöra gæsahúð á að sjá spila eins og Nasty Boy, Maria, Emotional Meltdown og síðast en ekki síst snilldina The One. Svo tóku þeir líka eitt nýtt lag sem þeir tóku einnig á Manchester tónleikunum en þar heyrði ég það fyrst og fannst alveg frábært. Róleg ballaða sem á víst að fjalla um ástina en það var engu síðra þegar ég heyrði í þetta sinn.... get ekki beðið eftir að geta heyrt það á næsta disk!


Svo alveg undir lok hátíðarinnar komu Kjarri og fleiri og fórum við svo öll til Hildar þar sem var svo vaknað eldhress daginn eftir eftir örfárra tíma svefn við kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju sem var freeeekar mikið pain.

En já... svo var bara frábærri 4 daga helgi lokið. Finnst eins og það sem gerðist á föstudaginn hafi bara verið fyrir svona viku eða e-ð! En jæja... looooooost er að byrja!

kv, tOtO 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ah, damn, ég gleymdi lost aftur!!!!! :/ hvernig er þetta hægt.. þú verður þa bara að útskýra allan þáttinn aftur einsog fyrir viku haaa ;P

hahah..vaknaðiru í alvöru við klukkurnar?!?!:D

Hildur (IP-tala skráð) 6.6.2006 kl. 07:02

2 Smámynd: Þorvaldur

JÁ! Það var algjör ógeð!! Hvernig geturu búið þarna ?! :P

En já annars var lost slaaappur!

Þorvaldur "toto" Helgason, 6.6.2006 kl. 10:14

3 identicon

uss uss Mineur-Aggressif er fínn diskur það þarf bara aðeins að venjast þessu sándi. ps hvenær eru þessir útitónleikar með sigur rós

arnar f (IP-tala skráð) 14.6.2006 kl. 21:36

4 identicon

ég hélt ég væri eini arnarinn í lífi þínu

arnar (IP-tala skráð) 15.6.2006 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband