2.6.2006 | 00:48
Meiri músík..... þessa víkuna er það...
1. Built To Spill - Conventional Wisdom
Ohhhhh þetta er svo sjúúúkt gott lag að ég hef bara ekki geta hætt að hlusta á það. Hélt þetta væri eitt af þessum nýju Indí böndum sem eru að koma upp núna, svaka Indí tísku straumur í gangi, en neinei, þetta er víst gamalgróið 13 ára gamalt band sem hefur pungað út 7 diskum! Hef aðeins tjékkað á nýja disknum þeirra, You In Reverse, en verð klárlega að tjékka á fleiru með þeim.
Held að bönd í dag gerast varla breskari en þetta. Söngurinn minnir óneitanlega mikið á al-breskar sveitir sem eru með enska hreiminn 100% á hreinu líkt og Sex Pistols. Hinsvegar fjallar þetta lag í stuttu máli um stúlku að nafni Emily Kane sem var kærasta söngvarans (í laginu allavega) þegar þau voru um 15 ára. Svo hefur hann ekki getað hætt að hugsa um hana og aldrei jafnað sig á henni.
3. Iron & Wine - Naked As We Came
Ótrúlegt hvernig maður getur uppgvötað góð lög í gegnum sjónvarpsþætti þó svo maður hafi hlustað á það oft áður en aldrei tekið eftir því. Þetta var í L-Word um daginn og um leið og ég heyrði það þá fór ég og tjékkaði á netinu hvaða lag þetta var..... og var það ekki bara Iron & Wine. Vá hvað ég elska gaurinn og bandið ef hann er með e-ð band með sér.
4. The Stationary Set - The Bright Idea
Þú ert hetjan mín ef þú veist hvaða sveit þetta er. Algjört underground band eftir því sem ég best veit, ekki fræðilegur að finna neitt með henni á netinu annað en á myspace og músíkbloggum. En já allavega, þeir líkja sér við ekki minni menn en m.a. Ben Gibbard, The American Analog Set og Ryan Adams. Minnast m.a. á diskinn We Have The Facts And We're Voting Yes með Death Cab For Cutie í laginu. Mæli mjög mikið með þessu og næstu tveimur lögum sem eru einnig með þeim.
5. The Stationary Set - True Happiness Is Just Around The Corner
6. The Stationary Set - Consider Yourself Absolved
7. Racheal Yamagata - River (Joni Mitchell Cover)
Þessa konu uppgvötaði ég bara núna fyrir stuttu og er þetta cover hjá henni af Joni Mitchell í miklu uppáhaldi. Reyndar jólalag eftir því sem ég best heyri en þrátt fyrir það alveg áheyranlegt á þessum tíma ársins. Mjög flott og fallegt!
Mmmmmm hvernig er ekki hægt að elska þessa sveit?! Jú kannski ef þú fílar ekki spes, mikið instrumental post-rokk en þá er þú bara einfaldlega ekki með viti! Ætlaði að henda snilldinni Cody hérna en fann víst ekkert af því á netinu svo ég skellti bara hlustunar lagi nr.2 með þeim þessa dagana en það er Acid Food sem finna á nýjasta disk þeirra Mr. Beast. Fann aðeins Live version af laginu en það ætti ekki að gera það neitt verra.

Já þá er það búið í bili.... því ég er orðinn alltof þreyttur og nenni ekki að setja fleiri..... endilega commentið á þessi lög ef þið hafið áhuga.... Munið að þið getið hlustað á þau með því að klikka á nöfnin og ef þið viljið eignast þau þá er það bara að fara í Internet Explorer og gera "Save Target As"
Góða nótt!
Kv, Indie
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:57 | Facebook
Athugasemdir
hey þú.
ég elska tónlistarbloggin þín:D þau eru svo skeeeemmtó!
mitt álit á þessum lögum:
fyrsta lagið er flott! kannast soldið við það=/
art brut ertu náttla baara snillingar skoo
iron & wine snilld!
the stationary set... mjööög flott :) takk fyrir að sýna mér þá um daginn
jólalagið...uh...er fallegt en halló!það er nýkomið sumar!
mogwai lagið yndislegt.
ok blæ:D
Hildur (IP-tala skráð) 2.6.2006 kl. 01:46
djöfull ertu duglegur að setja þetta tónlistardót inn :) gaman að því :) !!!
knús og kossar lille bró!!!
Sigrún, 2.6.2006 kl. 02:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning