Músíkin þessa dagana...

Ætla reyna halda við svona músík lið hérna öðru hverju þar sem ég nefni lög sem hafa verið hvað mest í hlustun síðastliðinna daga og reyni kannski að skella þeim líka hérna á síðuna. En hérna kemur eitt stykki. Getið klikkað á lögin til að hlusta. Gjössivel

1. Kanye West - Hey Mama

Já mikið rétt, Kanye West. Hann getur nú meira en samið FM-hittara (Gold Digger) og er þetta góð sönnun þess.  Svo lengi sem maður heldur fordómunum í lágmarki gagnhvart röppurum og FM sem er svo ansi algengt þá getur maður loks hlustað á þessa tónlist af einhverju viti. Gefið skít í fordóma og hlustið á þetta!

2. Michael Bublé - Home

Þetta lag enduruppgvötaði ég þegar ég datt um daginn inn á American Idol þátt. Hafði þá ekki hlustað á kauða í laaangan tíma en núna er maður byrjaður að því aftur. Afar falleg ballaða!

3. Bloc Party - Tulips

Eitt stykki B-hliða lag hér hjá Bloc Party og ég fíla það í botn! Búinn að vera kynna mér mikið af b-hliða lögum og remixum með þeim og margt af því er frábært efni.  

4. Gnarls Barkley - St. Elsewhere

Ef þú hefur ekki verið undir steini uppá síðkastið þá er ekki fræðilegur möguleiki að þú hafir ekki heyrt lagið Crazy með Rap/Soul dúettinum Gnarls Barkley. Mega hittari hjá kauðum en hinsvegar fíla ég þetta lag betur... þó þetta sé alls enginn dans smellur líkt og Crazy.

5. Snow Patrol - Chasing Cars

Snow Patrol var að gefa út diskinn Eyes Open sem ég held að verði án efa með betri diskum ársins. Fyrst þegar ég heyrði frá þeim með lagið Run þá hélt ég að þetta yrði bara einhver one hit wonder sveit.... svo var mun meira spunnið í þá. Og þessi nýji diskur finnst mér toppa allt gamla efnið þeirra.  

6. Arctic Monkeys - No Buses

Þetta lag er að finna á nýju EP disk þeirra drengja, "Who The Fuck Are Arctic Monkeys?". Þar eru að finna 3 ný lög með þeim og meðal annars þetta. Lagið má líkja við Riot Van sem var á breiðskífunni þeirra, bæði tilraunir til ballöðu og heppnast það bara vel í bæði skiptin.

7. The Magic Numbers - Take Me Out (Franz Ferdinand Cover)

Held að Magic Numbers séu með betri sveitum í heiminum í að spila ekki slakt lag, hvort sem það sé eftir þau eða einhvern annan. Í þessu tilviki er það eftir aðra, Franz Ferdinand, og er flott hvernig þau taka lagið uppá sína arma og gera það eftir sínum stíl. Svo þegar það líður undir lok lagsins og Angela, hristarinn, byrjar að syngja "So If Your Lonely" þá fæ ég algjöra gæsahúð... svo unaðsleg rödd hjá henni!

8. We Are Scientists - It's A Hit

Já We Are Scientists er margt til listana lagt, ekki bara það að covera Sigur Rós svo skemmtilega heldur líka að semja svo frábær Indí lög. Þetta er einmitt eitt þeirra

9. Sigur Rós - Hafssól

Þetta lag er aðeins að finna á nýútkominni Hoppípolla smáskífunni. Heyrði og sá það fyrst á tónleikum hér í nóvember og fannst það um leið alveg frábært! Það að Georg slær á bassann með trommukjuðanum finnst mér tær snilld og gerir um leið lagið líka svo spes og skemmtilegt. Afar stuttur en samt flottur texti. Ef þið ætlið að hlusta á lagið þá klikkiði bara á linkinn og skiptið um lag niðri til hægri, þegar þið komið inn þá er hoppípolla í gangi.

10. Sunset Rubdown - Stadiums and Shrines II

Sunset Rubdown er tiltölulega óþekkt sveit enn sem komið er en þetta er önnur/side-project sveit söngvara Wolf Parade, Spencer Krug. Enda heyrir maður um leið og lagið byrjar að þetta er kallinn að syngja, svo spes er hann! En líka mikill og góður lagasmiður, mæli með þessu!

Jæja... ætla fara henda mér í rúmið, vinna á morgun! Ætla hinsvegar að henda öðru fyrst en það er textinn við Hafssól.

Bakvið skýjaból vaknar sól úr dvala
Svalar sér við kalda dropa regnsins
leikur sér við heita loga eldsins
Býr til regnboga


 
 Góða nótt
                  kv, toto

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafssól.. yndislegt...
algjör snilld líka coverið hjá magic numbers! en verð að hryggja þig með því minn kæri að ég er ekki að fíla kanye. :P

líst vel á þessa hugmynd, ég styð hana 100%! :D

Hildur (IP-tala skráð) 26.5.2006 kl. 01:26

2 identicon

Hefuðu heyrt Crazy in love - Beyonce coverinn hjá magic numbers, Miklu betra en hjá Beyonce.

Og, Live version af Crazy hjá Gnarls Barkley, Snilld

indielover (IP-tala skráð) 28.5.2006 kl. 23:21

3 Smámynd: Þorvaldur

Jebb bæði algjör snilld. Eins og ég sagði, Magic Numbers geta bara ekki performað slappt lag. Öll cover sem ég hef heyrt með þeim hafa verið oftar en ekki betri en upprunarlegu lögin!

Þorvaldur "toto" Helgason, 29.5.2006 kl. 00:15

4 identicon

ég er að fíla þetta ;)

arig (IP-tala skráð) 29.5.2006 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband