Prófaleeeeestur..... samt ekki

Já hugsið ykkur.... latasti bloggari veraldarinnar er kominn með blogg
annan daginn í röð! Búinn að
vera í allan dag að "læra" en er samt ekkert betur staddur eftir "lærdóminn". Þoli heldur ekki þegar það þarf að vera svona andskoti gott veður þegar maður er í prófum! Af hverju getur ekki verið rigning eða snjór eða eitthvað svona íslenskt vorveður.... EKKI SÓL!!! Annars er bara búið að ganga vel í prófunum.... íslenskan gekk vel á föstudaginn og gæti ég vel trúað að það sé 8+ nema ég hafi klúðrað setningarfræðinni eitthvað hryllilega.... síðan var stærðfræðin í dag. Hélt í fyrstu þegar ég leit á prófið að ég væri að fara drulla illilega mikið uppá bak enda sleppti ég líka mikið af dæmum í fyrstu. Síðan rifjaðist allt upp með tímanum hvernig átti að gera dæmin og endaði með því að mér gekk helvíti vel..... HELD ég allavega og vona!

En sambandi við þetta góða veður þá bætir ekki úr skák að ég veit ekkert hvort ég fái þetta veski mitt aftur sem ég týndi á tónleikum. Kemst ekki í sund eða neitt sem er best í heimi í svona veðri meðan ég er ekki einu sinni með strætókortið mitt og hvað þá sundkort því ég ætla ekki að fara borga skitinn 280 kall fyrir að kíkja smá.
En mestar áhyggjur hafði ég af því að komast ekki á sjálft lokaballið þar sem miðinn minn og fyrir gest voru í veskinu en ég er búinn að komast að því að ég kemst samt ábyggilega þó ég fái kannski ekki miðana aftur.... eða ætla allvega að rétt að vona það. Annars fer ég bara strax eftir síðasta prófið þann 17. og skýt mig...... þar sem ég hef ekki geta beðið eftir þessu balli! 

Svo fer bara að líða að því að maður fari að skreppa aftur í hveragerði og vinna :/ hlakkka svo ekki til... ohhh! Ælta bara reyna njóta þess að vera hérna þar til ég fer og svo verður alveg brjálað djamm eftir prófin.... lokaballið og júróvisjónpartý í það minnsta.... ætlaði á lokaball MH líka en einhverjum fíflum í skemmtiráðinu hjá þeim datt þá snilldar hugmynd í hug að flýta ballinu... TVISVAR. Átti fyrst að vera 18. síðan var því flýtt yfir á 17.... sama dag og kvennó ballið og þá ruku kjarri og brynjar og seldu miðana sína. Eða allavega Brynjar, kjarri átti eftir að afhenta sinn þegar þeir flýttu því AFTUR yfir á 16. Helvítis bömmer og ég kemst þá heldur ekki nema ég vilji skítfalla á söguprófi daginn eftir sem hljómar ekkert alltof spennandi.

 
Búinn að vera hlusta á fullt af allskonar stöffi uppá síðkastið sem ég hef bara ekki geta tekið eyrun af!!.....

  • Elbow - Bandið sem sló í gegn á Manchester tónleikum.... ég hef vart hætt að hlusta á Cast of Thousands og Leaders of the Free World.... aahhh snilld!!
  • Badly Drawn Boy - Ákveðin lög hafa verið mest í spilun af hans hálfi og eru það m.a. Pissing In The Wind, The Shining, Something To Talk About, Life Turned Upside Down og svo Four Leave Clover. Mæli með hverju og einasta lagi!
  • Gnarls Barkley - Hip hop/Soul dúett sem er að gera allt brjálað þessa dagan með hittaranum Crazy. Minna mikið á Outkast og ég fíla þá í botn!! Mæli með að þú kveikir á útvarpinu núna (NEMA SARA) og þá heyriru án efa þetta lag, Crazy.
  • Bloc Party - Nei ég er ekki ennþá að nauðga Silent Alarm heldur var ég að fá í hendurnar alveg ótal B-sides lög og remix af Silent Alarm lögunum. Tær snilld hér á ferð og ég get ekki beeeeeðið eftir að heyra frá næsta disknum þeirra.
  • Snow Patrol - Eftir að ég hlustaði á nýja diskinn þeirra, Eyes Open, þá varð ég alveg hugfallinn. Lög líkt og You're All I Have, Chasing Cars, Open Your Eyes og The Finish Line eru hvert og eitt frábært!


En jæja....... LOST fer að byrja! Vona að það komi ekki einhver bölvuð þvæla um svarta þoku eða e-ð þannig kjaftæði og eitthvað gerist. Sumir þættirnir hafa farið útí eitthvað algjört kjaftæði....!
Must go...... þangað til næst... bæjó

 Kv, Indie


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Guðrún Magnúsdóttir

hæj er frænka Jóhönnu bekkjarsystur þinnar og vinkona systur þinnar.... er alveg sammála þér með þessi próf.... maður heldur ða maður sé að skíta upp á bak en svo rifjast þetta alltaf upp í miðju prófinu

Jóhanna Guðrún Magnúsdóttir, 9.5.2006 kl. 02:39

2 identicon

þorvaldur. lokaball fsu er föstudaginn 12. maí einhversstaðar hjá hellu ég veit ekki, kallast njálsbúðir. veðurguðirnir að spila i dont care en þú kemur tanaði pungurinn minn! tala við þig seinna bless ;)

hjörtur (IP-tala skráð) 9.5.2006 kl. 13:00

3 identicon

já ef þú kemst ekki inn á Kvennó þá myndi ég kjóta mig ef ég væri þú .. pottþétt sko .. en ég ætla að testa þetta kerfi og reyna að troða mér inn haha man nr á miðanum mínum og allt .. en já ef maður væri alltaf í prófum þá er ég viss um að það væri aldrei vont veður .. þetta bara brekst ekki, munið í fyrra og hitt í fyrra, bara hitamet að falla sí og æ og m,aður er bara inni að lesa suss .. well gangi þér vel að lesa

Brynjar (IP-tala skráð) 9.5.2006 kl. 19:02

4 identicon

Jájá þetta er ömurlegt....en það fer að verða búið...fyrr en þú veist af þá erum við(allavegana ég) á lokaballinu:D:D VÁ hvað ég hlakka til! En já mér finnst þetta Crazy lag bara allt í lagi þanna...belive it or not;) Svo ekki vera koma með neitt NEMA SARA neitt;)

Sara (IP-tala skráð) 9.5.2006 kl. 19:57

5 Smámynd: Þorvaldur

Jóhanna: jáá ég veist hver þú ert :) hafði hinsvegar ekki hugmynd um að þú þekktir sigrúnu :O

hjörtur: jáááá veistu.... eins mikið og mig langar þá ætti ég nú helst ekkkert að vera að fara þar sem ég verð ennþá í prófum :P

brynjar: byssan er komin í hús og ég bíð eftir niðurstöðum hvort ég komist eða ekki...

sara: SÉNSINN að þér finnist þetta lag alltílagi ef ég þekki þig rétt! þegar ég fæ ipodinn þinn þá skal ég sko fylla hann af Outkast and u better like it! :P

Þorvaldur "toto" Helgason, 9.5.2006 kl. 21:43

6 identicon

Já...

Tékkaðu á The People's Revolutionary Choir og Secret Machines.

Bæjó..!

Kjarri (IP-tala skráð) 10.5.2006 kl. 12:26

7 identicon

Mér finnst samt "Smiley Faces" vera betra en "Crazy"...

Einhver heyrt það?

(byssuskot)

Kjarri (IP-tala skráð) 10.5.2006 kl. 12:28

8 identicon

Hvað er þetta...þúr þekkir mig bara ekki baun rétt..mér finnst þetta lag bara mjög fínt..ekki uppáhaldslagið mitt samt;)En já þú mátt alveg setja Outkast á ipodinn minn...ég hlusta bara ekkert á það:P

Sara (IP-tala skráð) 10.5.2006 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband