Í gær fórum við Kjarri á Manchester tónleikana í höllinni. Mættum heldur snemma þar sem við vorum með miða í stúku og voru freeekar fáir mættir þá, svo komumst við að því að þessi blessaða stúka voru bara údregin sæti inná gólfið. Það var nú hinsvegar betra en að standa í einhverja 6-7 tíma! Við fengum hinsvegar allra bestu sæti sem völ var á og skemmdi það ekki fyrir! Alveg aftast í beinni línu við mitt sviðið
En allavega, músíktilraunasigurvegararnir Foreign Monkeys stigu fyrstir á svið. Eina reynsla mín af þeim var lag sem ég hlustaði á á netinu sem ég gafst upp á eftir hálfa mínútu! Og eftir þessa tónleika hefur skoðun mín ekkert breyst á þeim, aaaalveg glötuð hljómsveit og skil ekki hvernig þeir fóru að því að vinna þessar blessuðu tilraunir. Nákvæmlega ekkert sérstakt við þá.... nema kannski trommarinn sem var helvíti góður en tónlistin hinsvegar ekki. En jæja, vonandi halda þeir sér bara á heimili sínu útí vestmannaeyjum og ég þurfi aldrei að heyra frá þeim aftur.
Næst steig á svið hljómsveit Benna Hemm Hemm sem var nú alveg ágæt, fílaði þá samt ekkert í botn. Minntu mig oft á tíðum á Sufjan Stevens en áreiðanlega bara útaf blásturshljóðfærunum. Áttu samt stöku flott lög og voru langt um betri en skíturinn sem Foreign Monkeys drulluðu úr sér.
Svo var komið að Trabant. Ég var nú ekkert svo spenntur fyrir þeim, bara svona lala en VÁ!! Þeir komu mér ekkert smá á óvart og voru hreint út sagt frábærir!! Loksins er Nasty Boy lagið aftur orðið áheyrilegt hjá mér eftir mikla nauðgun á FM sem ég gat aðeins hlustað á í vinnunni í fyrra. Ég hef nú aldrei hlustað neitt af athygli á diskana þeirra en núna ætla ég pottþétt að gera það þar sem þeir spiluðu fleiri lög sem ég hafði bara aldrei heyrt áður en hrifu mig alveg.
M.a. tóku þeir líka eitt nýtt lag sem
átti víst að fjalla um
ástina og ég og kjarri vorum bara í losti yfir því... það var svo gott! Svo var líka bara sviðsframkoman hjá þeim alveg frábær. En allavega, Trabant búnir að hækka MIKIÐ í áliti hjá mér.... fer klárlega á næstu tónleika með þeim!
Eftir íslensku sveitirnarvar komið að þeim erlendu. En hinsvegar á milli bandanna þá var tónlist í gangi sem Andy Rourke (Bassaleikari Smiths) hafði valið. Og hún var tær snilld! Ekki bara það að maður gat horft á menn spila góða tónlist þá var hún líka spiluð á milli en þar má nefna m.a. Elliott Smith, Doves, Arctic Monkeys, Blur og marga fleiri og ég heyrði hreinlega ekki slapt lag þarna á milli.
En já, svo kom að því að hin gamalgróna Echo & The Bunnymen stigu á svið og var ég ekki búinn að binda mér neinar svakalegar vonir við þá. Var búinn að hlusta soldið á nýja efnið þeirra (1997+) en var nokkuð viss um að þeir myndu spila mikið af því gamla (1985-1990) sem inniheldur m.a. smá vott af 80's og diskó fíling sem ég HATA af lífinu. Og það var rétt hjá mér, þeir spiluðu mikið af því gamla og ég var nú ekkert alveg að fíla þá neitt voðalega. Svo var ég líka mjög ósáttur við að þeir hafi ekki tekið lög eins og Rust og Get in The Car sem ég hefði haldið að væru með stærstu
smellunum þeirra. En þeir voru nú samt sem áður ekki alslæmir, held að þeir hafi höfðað meira til eldri manna sem hlustuðu á þá þegar þeir voru að byrja. Enda misstu sig líka alveg tveir blindfullir kallar sem sátu fyrir framan okkur og voru sífellt standandi upp og dansandi og syngjandi með meðan við vorum í hláturskasti fyrir aftan! Var einmitt að spá hvort maður yrði nokkuð svona eftir 20 ár að fara sjá Bloc Party ? haha!
Eftir Echo & The Bunnymen bættist Guffi í hópinn með okkur. Og um leið og hann sast þá var komið að Elbow með sína hugljúfu "dreampop" tónlist. Ég hlakkaði mikið til að sjá þá enda búinn að hlusta töluvert mikið á annan diskinn þeirra, Cast Of Thousands, og nýja diskinn þeirra, Leaders of the Free World. Ég er ekki frá því að frá því að þeir byrjuðu og þar til þeir enduðu hafi maður verið bara í hálfgerðri dáleiðslu. Sitjandi þarna og starandi á Guy Garvey, söngvara sveitarinnar, lifa sig inní tónlistina var alveg frábært. Svo spiluðu þeir lag sem ég hafði tekið vel eftir á Cast of Thousands disknum sem gerði alveg útslagið. Það var lagið Switching Off og var það alveg unaðslegt að horfa og hlusta á það. Ég hef vart gert annað en að hlusta á það síðan og er það frábært, en að sjá og hlusta á það svona Live var bara eitthvað allt annað! Þetta lag fékk mig líka til að fara um leið og þeir voru hættir að spila og kaupa Cast of Thousands þrátt fyrir að ég ætti hann inná tölvunni, bara til að EIGA hann. Alveg klárt að það er hverri krónu virði.
En það var ekki nóg með þetta, heldur var líka síðasta lagið þeirra, sem ég bara veit ekki alveg hvað heitir, sem fékk mann bara útí einhvern allt annan heim. Byrjaði rólega með kassagítarspili og endaði svo í miklum óhljóðum og stoppaði svo alltíeinu. Endaði alveg frábæra frammistöðu þeirra og staða þeirra með uppáhaldshljómsveita minna staðreynd!
Þá var svo komið að hápunkti kvöldsins, Badly Drawn Boy, manninum með lopahúfuna, skeggið og síða hárið og hljómsveit hans. Hamm steig inn og spilaði lagið A Minor Incident með bæði kassagítar og munnhörpu og var það bara flott. Svo tók hann The Shining og þurfti hann um 5 tilraunir til að ná laginu þar sem hann annaðhvort klúðraði einhverju í laginu eða þurfti að koma einhverju á framfæri, t.d. það að hann hafi ekki giggað "for ages" og til að biðja um ljótari ljósmyndara næst þegar hann kæmi að spila. Hlóu líka flestir að öllu sem hann sagði enda bæði er hann mikill djókari og er ég ekki frá því að hann hafi fengið sér aðeins of mikið af bjór baksviðs. En svo veit ég ekki hvort það var þreytan sem var að plaga mig eftir 6 tíma setu eða Elbow ætti enn hug minn allan því ég einhvern veginn fílaði hann ekkert sérstaklega mikið um tíma. Tók fjölda laga en ég einhvernveginn var ekki hugfenginn. Það var ekki fyrr en hann kom aftur á svið eftir uppklapp þegar hann tók snilldarlagið Pissin In The Wind sem ég vaknaði til lífsins á ný. En þá tók hann tvö lög enn og hætti og þá var tónleikunum lokið. Hann svona hvorki kom mér neitt á óvart né vélt mér vonbrigðum. Hann stóð fyrir sínu og tel ég að það hafi verið aðeins þreytunni og Elbow að kenna að ég fílaði hann um tíma ekki mikið.
En því miður þrátt fyrir mjög góða tónleika þá gat ég ekki farið af þeim með bros á vör. Þar sem veskið mitt dýrmæta fór í einhverja skógarferð. Var með það fyrir aftan mig inná jakka og kíkti oft til að kíkja hvort það væri ekki örugglega þar og svo loks þegar ég var ða fara þá var að horfið, held að það hafi bara dottið bakvið sætin eða e-ð. Á að tjékka á höllina á mánud. til að athuga hvort það hafi fundist. En það innihélt m.a. strætókortið mitt sem er nú þó að renna út en svo líka 2 afar dýrmæta miða á lokaballið sem bókstaflega allir eru að reyna redda sér miða á
Svo ef það finnst ekki þá verða þetta afar dýrkeyptir tónleikar þar sem ég hef ekki geta beðið eftir þessu balli. Jæja, vona bara það besta.
Best að fara læra e-ð, stærðfræðin á morgun og ég er að dúttla við að blogga. Meira ruglið, en þið getið hlustað á lög með Badly Drawn Boy og Elbow hérna til vinstri, mæli sterklega með Switching Off!
Kv, indie
Athugasemdir
AAAA!!! crazy langt blogg náði bara inní miðju nennti ómögulega að klára .. en greinilega mikið stuð hjá ykkur í gær .. gengi ykkur öllum svo bara vel í prófum ..
Brynjar (IP-tala skráð) 7.5.2006 kl. 16:23
Fokking GEÐVEIKIR tónleikar! :D - VÁ!
En ef þú ert að fara spá eitthvað í Trabant, þá voru lang flest, ef ekki bara öll lögin sem þeir tóku af nýjasta disknum þeirra, Emotional frekar en Moment Of Truth!
Bara láta vita! En þeir tóku m.a. "Emotional Meltdown", "Maria", "Nasty Boy", "Pump You Up" og "Loving Me" - man ekki fleiri!
L8ter,
Kjarri.
Kjartan Holm (IP-tala skráð) 7.5.2006 kl. 17:44
En hefurðu eitthvað kíkt á "The Fiery Furnaces"...?
Töff band...
K-Dogg (IP-tala skráð) 7.5.2006 kl. 17:47
Tóku líka One!
Geggjaðir tónleikar. Afhverju voru allir með boðsmiða?? Þetta er stórfuðulegt.
Hildur (IP-tala skráð) 7.5.2006 kl. 23:23
Babababa ba baba!
Gettu hvaða lag þetta er....
Kjarri (IP-tala skráð) 8.5.2006 kl. 22:30
hööööömmm.... ekki hugmynd! :P
Þorvaldur "toto" Helgason, 8.5.2006 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning