Færsluflokkur: Kvikmyndir

Sándtrökk og komandi myndir

Ég elska svo mikið bíómyndir með gott "soundtrack". Án lagana gæti myndin ekki verið nærri jafn góð. Einhver mesti snillingur sem ég veit um að búa til soundtrack fyrir bíómyndirnar og þættina sína er Zach Braff. Þau eru ófá lögin sem ég hef uppgvötað í gegnum Scrubs þættina hans þó svo maður horfi nú ekkert reglulega á þá. Og síðast en ekki síst hvert og eitt einasta lag í Garden State, fyrstu mynd hans sem leikstjóri/handritshöfundur.
Núna áðan var ég svo að sjá soundtrackið fyrir nýjustu myndinni hans sem ég get ekki beðið eftir, The Last Kiss, þar sem hann er reyndar bara í aðalhlutverki en ekki bakvið myndavélina. Engu að síður er soundtrackið valið af honum og ég var bara í losti yfir hversu mörg frábær lög eru í því. Trailerinn af myndinni getiði séð
hér og soundtrackið hér ->

1. Chocolate - Snow Patrol
2. Star Mile - Joshua Radin

3. Pain Killer - Turin Brakes
4. Warning Sign - Coldplay
5. Ride - Cary Brothers
6. El Salvador - Athlete
7. Hide And Seek - Imogen Heap
8. Reason Why - Rachael Yamagata
9. Hold You In My Arms - Ray LaMontagne

10. Prophecy - Remy Zero
11. Paper Bag - Fiona Apple
12. Todays The Day - Aimee Mann
13. Arms of a Woman - Amos Lee
14. Cigarettes and Chocolate Milk (Reprise) - Rufus Wainwright

15. Paperweight - Joshua Radin and Schuyler Fisk

Aaahhhh..... eitt mitt allra uppáhalds lag með Coldplay, Amos Lee, Turin Brakes, snilldin Chocolate með Snow Patrol, Joshua Radin, Athlete, Remy Zero, Cary Brothers, Ray LaMontagne, Fiona Apple, Rufus Wainwright, Imogen Heap, Rachael Yamagata.... þetta er allt hreinn unaður! Á bara eftir að tjékka á Amiee Mann og ég efast alls ekki um að það sé e-ð verra.
Ég er þó smá hræddur um að þetta sé bara e-r afar klisjukennd mynd miðavið trailerinn en það er  þó aldrei að vita. Ef þetta verður e-ð í líkindum við Garden State þá verð ég alveg hoppandi hí glaður! Þó eins og ég sagði, lögin geta bætt myndin veeerulega ef hún sjálf er ekki að standa sig.


Einnig var ég að skoða trailerinn fyrir myndina Children of Men sem Clive Owen leikur m.a. í. Hún á víst að fjalla um það að menn geti ekki átt börn lengur eða e-ð álíka árið 2027. Veit nú lítið um það hvort það eigi eftir að vera e-ð varið í þessa mynd en það sem vakti hvað mest athygli mína var að Hoppípolla er í henni.... klárlega nægileg ástæða til að kíkja á hana! Glottandi Trailerinn getiði séð hér en Hoppípolla er í honum.


Önnur mynd er líka á leiðinni sem reyndar tengist ekkert soundtracki eða tónlist en ég engu að síður get ekki beðið eftir. The Prestige sem hægt er að sjá hér. Þetta er nýjasta mynd Nolan bræðranna Christopher og Jonathan sem m.a. skrifuðu handritið að snilldini Memento en Christopher einnig leikstýrði henni, Insomnia og Batman Begins sem var án efast besta "ofurhetju" mynd sem ég hef séð. Þeir bræðurnir voru m.a. tilnefndir til óskars fyrir handritið á Memento.
En The Prestige fjallar um samkeppni milli tveggja galdramanna um atvinnuleyndarmál hvors annars, og verður hún það hörð og átakamikil að hún breytir þeim báðum í morðingja. Aðalleikarar myndarinnar eru allsvakalegir, en það eru þeir Hugh Jackman, Christian Bale, Michael Caine, Scarlett Johansson og sjálfur David Bowie!


En jæja... það var ekki fleira... vonandi tjékkiði á þessu öllu saman. Smá nasaþefur af snilldar soundtrack lögum hérna fyrir ykkur:

Wicker Park
The Postal Service ~ Against All Odd
Broken Social Scene ~ Lover’s Spit (Þetta lag er algjört möst að hlusta á!)
Snow Patrol ~ How to be Dead

Vanilla Sky
Red House Painters ~ Have You Forgotten?
Sigur Rós ~ Svefn-G-Englar
Sigur Rós ~ Ágætis Byrjun
 
Garden State
The Shins ~ New Slang
The Shins ~ Caring Is Creepy
Iron & Wine Such Great Hights (Postal Service cover)

Snatch
The Stranglers ~ Golden Brown
Oasis ~ Fuckin' In The Bushes 

Kv, toto


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband