Færsluflokkur: Tónlist
30.7.2006 | 17:07
Mikið mikið gaman
Já þessi helgi er búin að vera svona í betra laginu. Gærkvöldið var fínt stuð og kvöldið í kvöld verður hreinn unaðsleiki! Úti tónleikar með Sigur Rós.... og vááá hvað ég ætla vona að það rigni og rigni og rigni! Það væri geðveikt!
En ég er nú ekki beint í mesta bloggstuði í heimi þannig ég ætla bara gefa ykkur smá nasaþef af því hvað er "inn" í músíkinni þessa dagana...... værsgo!
1. The Postal Service - This Place Is A Prison
Ég hef einfaldlega lifað fyrir þetta lag síðustu vikuna..... textarnir hjá Ben Gibbard klikka einfaldlega ekki! Mæli mjög með
2. Amie Mann - Wise Up (Live)
Eftir að ég sá að þessi kona var í soundtrackinu hjá Zach Braff fyrir The Last Kiss þá vissi ég að ég varð einfaldlega að kynna mér hana. Svo fann ég þetta lag sem mér finnst alveg frábært.... must listen!
3. Artisan - Hold My Breath (Remix)
Óþekkt band með meiru hér á ferð sem ég veit bara ekkert um. Fann þó þetta lag með þeim og minnir það svona smá á Postal Service.... veit ekki hvort það sé bara trommuheilinn eða hvað.
4. Broken Social Scene - Anthems For A Seventeen Year Old Girl
Ég elska þetta band af lífinu! Svo miklir snillingar.... enda kanadískir... hvað annað ?! Eitt af mínum uppáhalds lögum með þeim.... mjög sérstakur tölvubreyttur söngur í því.
5. Hot Chip - Over And Over
Án efa eitt heitasta lagið í dag.... og ég ELSKA það! Minnir mig mikið á þegar ég heyrði Seventeen Years með Ratatat í fyrsta sinn. Elektrónískur dansfílingur á hæsta mælikvarða!
6. Hot Chip - Crap Kraft Dinner
Jújú annað lag með þessari mögnuðu sveit. Þó mun rólegra í þetta sinn... en engu að síður mjög flott!
7. The New Pornographers - Streets of Fire
Rólegt lag með þessu hressa indí bandi. Búinn að hlusta mikið á Twin Cinema nýjasta diskinn þeirra uppá síðkastið en hann var án efa með betri diskum sem komu út á síðasta ári!
8. Death Cab For Cutie - The Passanger Seat
Ég veit ekki hversu oft ég hef sett lög með þeim hérna inn en það er langt frá því að það sé að enda. Textinn enn of aftur tær snilld!
9. The Raconteurs - Together
Yndisleg ballað frá Jack White og félögum. Uppgvötaði það þegar ég var að fara af þeim yfir á Animal Collective. Án efa einn af hápunktum hátíðarinnar!
10. Phantom Plante - Our House
Jújú þessir gæjar geta gert fleira en samið titillag OC þáttana. Þetta er nú reyndar cover af Crosby, Stills, Nash & Young en mjög flott og vel gert hjá þeim.
Þetta er komið gott..... takk fyrir gærkvöldið fólk sem var þar og farið nú ÖLL á sigur rós í kvöld og sjáið eitt besta tónleikarband í HEIMI á ÚTItónleikum!
kv, toto!
Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.7.2006 | 21:29
Steinrotin helgi
Daga líkt og þennan og þá sem nýliðnir eru og þeir sem framundan eru er aðeins einn hlutur sem nær að halda líftórunni minni í heili lagi..... en það er músík. Fáar eru mínúturnar sem líða án þess Black Doggie Dog (iPodinn minn) sé ómandi í eyrunum á mér á leiðinni í vinnuna, í vinnunni og á leiðinni heim og svo er það fyrsta sem ég geri þegar ég kem er að kveikja á tölvunni og setja einhverja tónlist á. Án hennar væri ég bara rotnaður ofaní einhverjum skurði!
Helstu lifesaver'arnir mínir síðustu daga hafa verið:
- Fræ
- Ben Gibbard
- Josh Rouse
- Feeder
- Joseph Arthur
- Ray Lamontagne
- Placebo
- Cary Brothers
Ekki hafa heldur fréttir líkt og þessar skemmt fyrir:
- Sufjan Stevens að koma og spila í Fríkirkjunni 16 OG 17 nóv!
- Ratatat að koma með nýjann disk þann 22. ágúst sem mun heita "Classics"... búinn að hlusta á fyrsta singúlinn og fíla ágætlega.... þó ekkert Seventeen Years
- Ben Gibbard og Jimmy Tamborello, tvíeykið magnaða í The Postal Service eru sameinaðir á ný og eru að vinna að nýjum disk!! Tóku upp allavega 2 lög í júní
- Annar helmingur franska tvíeykisins Air, Jean-Benoit Dunckel, er að fara gefa út sóló disk þann 18. september undir nafninu "Darkel. Einnig er von á nýjum Air disk í byrjun 2007!!
- Mars Volta að skíta út sinni 3. plötu í ágúst!
- Að Arcade Fire séu núna í stúdíói að taka upp sína aðra plötu... Win Butler, einn meðlimur sveitarinnar sagði það að þau væru að notast við nýtt hljóðfæri, mikið og stórt pípuorgel, og það að það kæmi svo hreint og fallegt hljóð úr því að hann hafi tárast við að hlusta á það. Guð minn almáttugur hvað ég hlakka til!
- Að The Eraser, fyrsti sólódiskur Thom Yorke sé kominn út
- Að skólinn byrji aðeins eftir mánuð og sirka viku... og þá get ég flutt aftur í bæinn!
- Að ég skuli hafa fengið flottasta kindabindi í heimi frá bróa úr london
- SIGUR RÓS 30. júlí í bænum..... voooonandi að maður komist í ásbyrgi líka 6. ágúst og jaaaaafnvel á ísafjörð líka!!!
Hinsvegar hafa hlutir eins og þessir skemmt mikið fyrir:
- Að ég geti ekki komist í bæinn...!
- Að ég sé skuli vera nánast blankari en allt
- Að ég hafi nákvæmlega ekki einn einasta hlut að gera núna... og restina af helginni.... og vikuna eftir það
- Að ég skuli ekki geta horft á bestu myndir í heimi... Garden State, Memento og American History X því þær eru allar í bænum
- Að ég skuli ekki geta keypt mér Thom Yorke diskinn því ég kemst ekki í plötubúð!! og ég tými ekki að downloada honum...
- Að Damien Rice geti ekki skitið út öðru meistaraverki...... fimm ár liðin síðan fyrsti singúllinn kom út af "O" ! Biðin hjá mér er búinn að standa yfir í þrjú
- Að ég skuli ekki geta fundið neitt skemmtilegra til að skrifa um heldur en þetta!
Hmmmm..... tæknilega séð ætti ég samt að vera glaður.... því 10 broskallar við 7 fíluköllum gerir 3 broskalla sem gerir +3 og þá ætti ég alveg að vera semi-sáttur..... mikil fræði ójá!
En já leiðist ykkur jafn mikið og mér ?! ókei.... ég skal hafa af ykkur aðeins fleiri mínútur...... ef þið eruð í miklum hlustunarfíling! Tjék ðis át ->
- The Acorn - Darcy
Flott og rólegt lag með Indí underground sveit með meiru - Placebo - Follow the cops back home
Án efa einn af toppunum á Hróarskeldu... heyrði þetta lag þá fyrst og hef elskað það síðan! - Ray Lamontagne - Crazy (Gnarls Barkley cover)
Það fær bara ekki nokkur manneskja nóg af þessu lagi.... og ef einhver fær nóg af því með Gnarls Barkley.... þá á sú manneskja baaara að snúa sér að einhverjum af þeim þúsund coverum sem er búið að búa til við þetta lag. Þetta er eitt það flottasta enda með eðal dúdda sem minnir mikið á Ryan Adams.... allavega plöturnar hans. - Josh Ritter - Girl In The War
Þetta lag er búið að bjarga mér algjörlega.... elska það! Hef bara hlustað á 2 diska með kauða og líkar mjöööög vel! Must Listen! - Ratatat - Wildcat
Fyrsti singúllinn sem kemur út 25. júlí af nýju Ratatat plötunni, Classics. Ég fíla þetta bara nokkuð vel... maður heyrir mjög vel ratatat hljóminn af hinni plötunni og ég ætla vona að þeir geri vel með þennan disk. - Ratatat - Swisha
Annað lag af nýja disknum! Og ég er að digga það í botn.... sérstaklega gítarinn í því. - Death Cab For Cutie - Transatlanticism
Eitthvað allra flottasta lag sem ég veit um og einhver allra besti texti sem ég veit um og einhver allra besta sveit sem ég veit um og einhver allra mesti snillingur sem ég veit um..... get haldið áfram í allan dag...
The clouds above opened up and let it out.
I was standing on the surface of a perforated sphere
When the water filled every hole.
And thousands upon thousands made an ocean,
Making islands where no island should go.
Oh no.
Those people were overjoyed; they took to their boats.
I thought it less like a lake and more like a moat.
The rhythm of my footsteps crossing flood lands to your door have been silenced forever more.
The distance is quite simply much too far for me to row
It seems farther than ever before
Oh no.
I need you so much closer (x12)
So come on, come on (x4)

Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.6.2006 | 23:13
Frábær helgi!
Vá þessi helgi var nú bara aðeins of vel heppnuð! Leit allt út fyrir á föstudaginn að hún yrði ekkert spes þegar ég þurfti að eyða 4 tímum á rassgatinu að læra um keyrslu o.fl. skemmtilegheit í ökuskólanum. En svo komst ég að því að ég kæmist á Reykjavík Tropic og váá hvað ég hefði aldrei viljað hafa misst af þessu en ég fór með Hildi, Lindu, Steingerði og Snædísi.
Á laugardaginn mættum við nokkuð snemma og sáum m.a.:
Jan Mayen sem voru mjög fínir. Hinsvegar þótti mér söngvarinn vera nokkuð brothættur í röddinni og klúðraði gítarnum alltof oft. En þeir spiluðu mest af disknum Home Of The Free Indeed sem ég persónulega fíla í botn! Hinsvegar spiluðu þeira líka e-ð eitt nýtt lag sem mér fannst eiginlega bara hundleiðinlegt. Ætla rétt að vona að restin af nýja efninu verði ekki því um líkt.
Stilliuppsteypu sem var bara algjör sýra og við gáfumst upp eftir 5 min.
Hairdoctor sem voru magnaðir. Ég hlakkaði mikið til að sjá þá og ég varð ekki fyrir vonbrigðum! Magnað hvað þeir geta gert grípandi og flott lög en ég hélt fyrst það væri ekkert varið í þessa sveit. Svo í lokin sögðu þeir að þeir væru að umturnast úr Indí stefnunni yfir í Technoið svo síðasta lagið var nýtt sem átti að vera sambland af þessum tveimur stefnum. Og heppnaðist það bara nokkuð vel og ég hlakka mikið til að heyra meira af þessu nýja "techno'i" þeirra.
Kimono sem ég varð nú fyrir nokkuð miklum vonbrigðum með. Hlakkaði til að sjá þá eftir að hafa áður hlustað mikið á Mineur-Aggressif diskinn. En einhvern vegin fannst mér allt efnið þeirra renna saman í eina súpu og mér fannst þeir bókstaflega ekkert hrífandi. Heldur tóku þeir ekki mitt uppáhalds lag með þeim, Japanese Policeman, en ég bjóst fastlega við að þeir myndu gera það.
Jeff Who? held ég að hafi ekki valdið einum né neinum vonbrigðum enda var það varla möguleiki. Ég hef sjálfur ekkert hlustað á diskinn þeirra af neinni athygli en hlakkaði mikið til að sjá þá spila lögin The Golden Age og Barfly. Og svo gerðu þeir og héldu uppi mikilli stemningu, og þá sérstaklega þegar söngvarinn öskraði "einn, tveir, þrír, fjór.... lalalalalalala" í Barfly!
Semsagt mjög flottir!
Leaves voru nokkuð góðir en alltaf þegar ég sé þá verð ég fyrir vonbrigðum með hvað þeir taka lítið sem ekkert af gamla efninu sínu af Breathe plötunni sem mér þykir mun betri en The Angela Test. Þó eru góð lög á Angela Test sem þeir meðal annars spiluðu og svo tóku þeir líka lagið Catch af Breathe plötunni mér til mikillar ánægju. En já, alltaf gaman að sjá þá þó svo það myndi vera óneitanlega skemmtilegra að sjá þá spila meira af gamla stöffinu.... að mínu mati a.m.k.
Supergrass var svo auðvitað aðal númer kvöldsins sem flestir ef ekki allir voru búnir að vera bíða eftir. Tóku öll helstu og þekktustu lög sín líkt og Caught By The Fuzz, St. Petersburg, Moving, Pumping On The Stereo, Grace og mörg fleiri. Voru þeir í miklu stuði þarna líkt og áhorfendur. En á meðal villtra áhorfenda voru m.a. Leaves meðlimirnir sem engu skárri en blindfullir gaurar. Haha en já gaman að sjá þá.
Svo á sunnudaginn var maður nokkuð þreyttur eftir gærdaginn svo maður nennti ekki að vera mæta neitt snemma. Dagskráin var líka flutt yfir á Nasa sem var ekkert nema gott mál. Mætti þar bara uppúr 9 og sá:
Dr. Spock sem voru akkúrat að stíga á svið þegar ég kom inn. Óttar Proppé í venjulegu spandex buxunum sínum, með gúmmíhanskana og bassaleikarinn í Ensími í rauðum samfestingi. Mjöööög spes band. Mjög gaman og skrautlegt að sjá þá þó svo tónlistin þeirra höfði ekki beint til mín. Eitt lag með þeim gat ég þó fílað en það var Sexy.
ESG stigu á svið eftir þeim og vááá hvað þær komu mér á óvart. Sveitin samanstendur af 5 blökkukonum og eru tvær þeirra ábyggilega yfir sextugt! En það kom þó ekki að sök því þær héldu uppi frábærri stemningu með sinni spes tónlist og ég fílaði þær í botn þó svo þetta sé ekki beint band sem ég er að fara hlusta á dagsdaglega. Þó hefði ég alls ekki viljað hafa misst af þeim.
Sleater Kinney komu svo og hafði ég aðeins heyrt í þeim áður og var ekkert mjög hrifinn svo ég var ekkert svo spenntur fyrir þeim. Sá aðeins smá af þeim og gæti verið að maður þurfi bara að kynna sér þær betur.....
Trabant voru svo aðalnúmer þessa kvölds og áttu að klára hátíðina með stæl. Ég er ekki frá því að þetta sé meðal minna uppáhalds "live" sveita. Eru alltaf frábærir og sum lögin fær maður bara algjöra gæsahúð á að sjá spila eins og Nasty Boy, Maria, Emotional Meltdown og síðast en ekki síst snilldina The One. Svo tóku þeir líka eitt nýtt lag sem þeir tóku einnig á Manchester tónleikunum en þar heyrði ég það fyrst og fannst alveg frábært. Róleg ballaða sem á víst að fjalla um ástina en það var engu síðra þegar ég heyrði í þetta sinn.... get ekki beðið eftir að geta heyrt það á næsta disk!
Svo alveg undir lok hátíðarinnar komu Kjarri og fleiri og fórum við svo öll til Hildar þar sem var svo vaknað eldhress daginn eftir eftir örfárra tíma svefn við kirkjuklukkurnar í Hallgrímskirkju sem var freeeekar mikið pain.
En já... svo var bara frábærri 4 daga helgi lokið. Finnst eins og það sem gerðist á föstudaginn hafi bara verið fyrir svona viku eða e-ð! En jæja... looooooost er að byrja!
kv, tOtO
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.6.2006 | 12:53
Úúúúúú me so happy!!!
Ahhh geðveiki!! Það er komin helgi, ég er kominn í bæinn, búinn með ökuskólahelvítið OOOOOOG búinn að eignast eitt stykki armband á öll kvöld REYKJAVÍK TROPIC! Ohhh ég mun elska Poppland að eilífu ef ég mun komast inn á morgun og sjá meistara Supergrass og fleiri massíf bönd! En það var þannig að ég svaraði einhverjum 3 spurningum á http://www.ruv.is/poppland og var bara að sjá það núna, eftir fyrsta af þremur tónleikakvöldum þessarar hátíðar, að ég hafi unnið
Ég missti þó ekki af neinum svaðalegum böndum en dagskrá hátíðarinnar er svona :
Föstudagur 2. júní:
Jakobínarína
CynicGuru
Daníel Ágúst
Benni Hemm Hemm
Girls in Hawaii (BE)
Hjálmar
Bang Gang
Ladytron (UK)
Apparat Organ Quartet
Laugardagur 3. júní:
Skátar
The Foghorns
Jan Mayen
Hairdoctor
Úlpa
Dr. Spock
Kimono
Jeff Who?
Leaves
Supergrass (UK)
Sunnudagur 4. júní:
Flís & Bogomil Font
Nortón
Stilluppsteypa
Johnny Sexual
Kid Carpet (UK)
Ghostigital
Forgotten Lores
ESG (US)
Hermigervill
President Bongo (GusGus DJ set)
Trabant
Hefði þó verið til í að sjá Jakobínarínu, Bang Gang og kynna mér líka Ladytron og Girls In Hawaii. En hinsvegar á morgun eru laaang bestu böndin! Leaves, Jan Mayen, Hairdoctor, Kimono, Jeff Who? og svo Supergrass..... sweeet!! Veit svo ekki með sunnudaginn þar sem maður verður einhvern tímann að koma sér í hveragerði þá en þá reynir maður kannski að sjá e-ð af þeim böndum. Langar þó lang mest að sjá þar Trabant eftir að hafa séð þá svo brjálæðislega góða á Manchester tónleikunum.
En jæja, fer að koma mér í rúmið. Gaman að segja frá þessu þó svo ykkur sé líklega alveg drullu slétt sama Hendi nokkrum Supergrass lögum hérna fyrir ykkur til að njóta sem eru ekki að fara *MONT!!!*

Supergrass - Alright
Supergrass - St. Petersburg
Supergrass - Kiss Of Life
Supergrass - Sun Hits The Sky
Supergrass - Caught By The Fuzz
Supergrass - Funniest Thing
Kv, tooooooooooooooooooootoooooooooooooooooo!
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.6.2006 | 00:48
Meiri músík..... þessa víkuna er það...
1. Built To Spill - Conventional Wisdom
Ohhhhh þetta er svo sjúúúkt gott lag að ég hef bara ekki geta hætt að hlusta á það. Hélt þetta væri eitt af þessum nýju Indí böndum sem eru að koma upp núna, svaka Indí tísku straumur í gangi, en neinei, þetta er víst gamalgróið 13 ára gamalt band sem hefur pungað út 7 diskum! Hef aðeins tjékkað á nýja disknum þeirra, You In Reverse, en verð klárlega að tjékka á fleiru með þeim.
Held að bönd í dag gerast varla breskari en þetta. Söngurinn minnir óneitanlega mikið á al-breskar sveitir sem eru með enska hreiminn 100% á hreinu líkt og Sex Pistols. Hinsvegar fjallar þetta lag í stuttu máli um stúlku að nafni Emily Kane sem var kærasta söngvarans (í laginu allavega) þegar þau voru um 15 ára. Svo hefur hann ekki getað hætt að hugsa um hana og aldrei jafnað sig á henni.
3. Iron & Wine - Naked As We Came
Ótrúlegt hvernig maður getur uppgvötað góð lög í gegnum sjónvarpsþætti þó svo maður hafi hlustað á það oft áður en aldrei tekið eftir því. Þetta var í L-Word um daginn og um leið og ég heyrði það þá fór ég og tjékkaði á netinu hvaða lag þetta var..... og var það ekki bara Iron & Wine. Vá hvað ég elska gaurinn og bandið ef hann er með e-ð band með sér.
4. The Stationary Set - The Bright Idea
Þú ert hetjan mín ef þú veist hvaða sveit þetta er. Algjört underground band eftir því sem ég best veit, ekki fræðilegur að finna neitt með henni á netinu annað en á myspace og músíkbloggum. En já allavega, þeir líkja sér við ekki minni menn en m.a. Ben Gibbard, The American Analog Set og Ryan Adams. Minnast m.a. á diskinn We Have The Facts And We're Voting Yes með Death Cab For Cutie í laginu. Mæli mjög mikið með þessu og næstu tveimur lögum sem eru einnig með þeim.
5. The Stationary Set - True Happiness Is Just Around The Corner
6. The Stationary Set - Consider Yourself Absolved
7. Racheal Yamagata - River (Joni Mitchell Cover)
Þessa konu uppgvötaði ég bara núna fyrir stuttu og er þetta cover hjá henni af Joni Mitchell í miklu uppáhaldi. Reyndar jólalag eftir því sem ég best heyri en þrátt fyrir það alveg áheyranlegt á þessum tíma ársins. Mjög flott og fallegt!
Mmmmmm hvernig er ekki hægt að elska þessa sveit?! Jú kannski ef þú fílar ekki spes, mikið instrumental post-rokk en þá er þú bara einfaldlega ekki með viti! Ætlaði að henda snilldinni Cody hérna en fann víst ekkert af því á netinu svo ég skellti bara hlustunar lagi nr.2 með þeim þessa dagana en það er Acid Food sem finna á nýjasta disk þeirra Mr. Beast. Fann aðeins Live version af laginu en það ætti ekki að gera það neitt verra.

Já þá er það búið í bili.... því ég er orðinn alltof þreyttur og nenni ekki að setja fleiri..... endilega commentið á þessi lög ef þið hafið áhuga.... Munið að þið getið hlustað á þau með því að klikka á nöfnin og ef þið viljið eignast þau þá er það bara að fara í Internet Explorer og gera "Save Target As"
Góða nótt!
Kv, Indie
Tónlist | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.5.2006 | 01:12
Músíkin þessa dagana...
Ætla reyna halda við svona músík lið hérna öðru hverju þar sem ég nefni lög sem hafa verið hvað mest í hlustun síðastliðinna daga og reyni kannski að skella þeim líka hérna á síðuna. En hérna kemur eitt stykki. Getið klikkað á lögin til að hlusta. Gjössivel
Já mikið rétt, Kanye West. Hann getur nú meira en samið FM-hittara (Gold Digger) og er þetta góð sönnun þess. Svo lengi sem maður heldur fordómunum í lágmarki gagnhvart röppurum og FM sem er svo ansi algengt þá getur maður loks hlustað á þessa tónlist af einhverju viti. Gefið skít í fordóma og hlustið á þetta!
Þetta lag enduruppgvötaði ég þegar ég datt um daginn inn á American Idol þátt. Hafði þá ekki hlustað á kauða í laaangan tíma en núna er maður byrjaður að því aftur. Afar falleg ballaða!
Eitt stykki B-hliða lag hér hjá Bloc Party og ég fíla það í botn! Búinn að vera kynna mér mikið af b-hliða lögum og remixum með þeim og margt af því er frábært efni.
4. Gnarls Barkley - St. Elsewhere
Ef þú hefur ekki verið undir steini uppá síðkastið þá er ekki fræðilegur möguleiki að þú hafir ekki heyrt lagið Crazy með Rap/Soul dúettinum Gnarls Barkley. Mega hittari hjá kauðum en hinsvegar fíla ég þetta lag betur... þó þetta sé alls enginn dans smellur líkt og Crazy.
Snow Patrol var að gefa út diskinn Eyes Open sem ég held að verði án efa með betri diskum ársins. Fyrst þegar ég heyrði frá þeim með lagið Run þá hélt ég að þetta yrði bara einhver one hit wonder sveit.... svo var mun meira spunnið í þá. Og þessi nýji diskur finnst mér toppa allt gamla efnið þeirra.
Þetta lag er að finna á nýju EP disk þeirra drengja, "Who The Fuck Are Arctic Monkeys?". Þar eru að finna 3 ný lög með þeim og meðal annars þetta. Lagið má líkja við Riot Van sem var á breiðskífunni þeirra, bæði tilraunir til ballöðu og heppnast það bara vel í bæði skiptin.
7. The Magic Numbers - Take Me Out (Franz Ferdinand Cover)
Held að Magic Numbers séu með betri sveitum í heiminum í að spila ekki slakt lag, hvort sem það sé eftir þau eða einhvern annan. Í þessu tilviki er það eftir aðra, Franz Ferdinand, og er flott hvernig þau taka lagið uppá sína arma og gera það eftir sínum stíl. Svo þegar það líður undir lok lagsins og Angela, hristarinn, byrjar að syngja "So If Your Lonely" þá fæ ég algjöra gæsahúð... svo unaðsleg rödd hjá henni!
8. We Are Scientists - It's A Hit
Já We Are Scientists er margt til listana lagt, ekki bara það að covera Sigur Rós svo skemmtilega heldur líka að semja svo frábær Indí lög. Þetta er einmitt eitt þeirra
Þetta lag er aðeins að finna á nýútkominni Hoppípolla smáskífunni. Heyrði og sá það fyrst á tónleikum hér í nóvember og fannst það um leið alveg frábært! Það að Georg slær á bassann með trommukjuðanum finnst mér tær snilld og gerir um leið lagið líka svo spes og skemmtilegt. Afar stuttur en samt flottur texti. Ef þið ætlið að hlusta á lagið þá klikkiði bara á linkinn og skiptið um lag niðri til hægri, þegar þið komið inn þá er hoppípolla í gangi.
10. Sunset Rubdown - Stadiums and Shrines II
Sunset Rubdown er tiltölulega óþekkt sveit enn sem komið er en þetta er önnur/side-project sveit söngvara Wolf Parade, Spencer Krug. Enda heyrir maður um leið og lagið byrjar að þetta er kallinn að syngja, svo spes er hann! En líka mikill og góður lagasmiður, mæli með þessu!
Jæja... ætla fara henda mér í rúmið, vinna á morgun! Ætla hinsvegar að henda öðru fyrst en það er textinn við Hafssól.
Svalar sér við kalda dropa regnsins
leikur sér við heita loga eldsins
Býr til regnboga

kv, toto
Tónlist | Breytt 2.6.2006 kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.5.2006 | 13:36
Manchester tónleikar
Í gær fórum við Kjarri á Manchester tónleikana í höllinni. Mættum heldur snemma þar sem við vorum með miða í stúku og voru freeekar fáir mættir þá, svo komumst við að því að þessi blessaða stúka voru bara údregin sæti inná gólfið. Það var nú hinsvegar betra en að standa í einhverja 6-7 tíma! Við fengum hinsvegar allra bestu sæti sem völ var á og skemmdi það ekki fyrir! Alveg aftast í beinni línu við mitt sviðið
En allavega, músíktilraunasigurvegararnir Foreign Monkeys stigu fyrstir á svið. Eina reynsla mín af þeim var lag sem ég hlustaði á á netinu sem ég gafst upp á eftir hálfa mínútu! Og eftir þessa tónleika hefur skoðun mín ekkert breyst á þeim, aaaalveg glötuð hljómsveit og skil ekki hvernig þeir fóru að því að vinna þessar blessuðu tilraunir. Nákvæmlega ekkert sérstakt við þá.... nema kannski trommarinn sem var helvíti góður en tónlistin hinsvegar ekki. En jæja, vonandi halda þeir sér bara á heimili sínu útí vestmannaeyjum og ég þurfi aldrei að heyra frá þeim aftur.

Næst steig á svið hljómsveit Benna Hemm Hemm sem var nú alveg ágæt, fílaði þá samt ekkert í botn. Minntu mig oft á tíðum á Sufjan Stevens en áreiðanlega bara útaf blásturshljóðfærunum. Áttu samt stöku flott lög og voru langt um betri en skíturinn sem Foreign Monkeys drulluðu úr sér.
Svo var komið að Trabant. Ég var nú ekkert svo spenntur fyrir þeim, bara svona lala en VÁ!! Þeir komu mér ekkert smá á óvart og voru hreint út sagt frábærir!! Loksins er Nasty Boy lagið aftur orðið áheyrilegt hjá mér eftir mikla nauðgun á FM sem ég gat aðeins hlustað á í vinnunni í fyrra. Ég hef nú aldrei hlustað neitt af athygli á diskana þeirra en núna ætla ég pottþétt að gera það þar sem þeir spiluðu fleiri lög sem ég hafði bara aldrei heyrt áður en hrifu mig alveg.
M.a. tóku þeir líka eitt nýtt lag sem átti víst að fjalla um
ástina og ég og kjarri vorum bara í losti yfir því... það var svo gott! Svo var líka bara sviðsframkoman hjá þeim alveg frábær. En allavega, Trabant búnir að hækka MIKIÐ í áliti hjá mér.... fer klárlega á næstu tónleika með þeim!

En það var ekki nóg með þetta, heldur var líka síðasta lagið þeirra, sem ég bara veit ekki alveg hvað heitir, sem fékk mann bara útí einhvern allt annan heim. Byrjaði rólega með kassagítarspili og endaði svo í miklum óhljóðum og stoppaði svo alltíeinu. Endaði alveg frábæra frammistöðu þeirra og staða þeirra með uppáhaldshljómsveita minna staðreynd!


Best að fara læra e-ð, stærðfræðin á morgun og ég er að dúttla við að blogga. Meira ruglið, en þið getið hlustað á lög með Badly Drawn Boy og Elbow hérna til vinstri, mæli sterklega með Switching Off!
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.4.2006 | 02:50
Músíkin!
Ég uppgvötaði hérna eftir að ég byrjaði á síðunni þennan snilldarhlut, tónlistanum. Hægt er að setja þá inn linka með lögum og þau koma þá svona snyrtilega út hérna vinstra megin.
Ég er búinn að skipta þessu í 3 flokka hérna:
Post-Rock : Soldið pirrandi að lýsa því en það er mestu leyti svona instrumental tónlist, líkt og Sigur Rós, Mogwai, Explosions In The Sky, Godspeed You Black Empror! og fleiri.
- The Album Leaf - Twentytwofourteen er lag sem ég var bara að finna, hafði aðeins heyrt tvö lög áður með þessum góða Sigur Rósar vini og hann er ekki alslæmur
- Sigur Rós - Untitled #3 (Samskeyti). Hef alltaf dýrkað þetta lag, píanóstefið sem heldur alltaf áfram og áfram og maður fær ALDREI leið á! Besta lag í heimi til að sofna við og mæli með að prufa
Indie : Þessum flokki hendi ég mestu leyti inn hressu indí rokki/poppi. Varla þarf að lýsa því neitt meira en nokkur lög eru komin inná þennan flokk.
- Bloc Party - Little Thoughts er að ég held splunku nýtt lag frá þeim í Bloc Party eða bara gamalt demó. Fann það líka bara hérna nýlega og hreifst strax, enda þeirra venjubundnu hröðu, hráu gítar riff og snilldar trommuleikur. Spurning hvort þetta sé efni í þeirra annan disk sem kannski á að koma á þessu ári.... Vonandi!
- The Arcade Fire - Rebellion (Lies). Maður verður bara ekki þreyttur á þessu lagi þó svo það hafi verið nauðgað illa vel eftir að singúllinn kom út. Frábær útsetning þeirra á hverju einasta lagi gerir það unaðslegt að hlusta á þau, hinu mörgu og skrýtnu hljóðfæri saman komin að búa til eina snilld. Yndislegt!
- The New Pornographers - The Slow Descent Into Alcaholism heyrði ég fyrst á leiðinni í okkar frábærlega heppnuðu bústaðarferð FC Elvars þegar Kjarri skellti þessu á fóninn. Tær snilld og fæ alltaf netta gæsahúð að hlusta á þetta. Fann samt aðeins Live útgáfu af þessu lagi en það er ekkert verra ;)
- The Decemberists - 16 Military Wives. Mjög skemmtilegt band sem notar harmonikkuna óspart og með gífurlega grípandi lög. Þar á meðal eitt sem byggist á "fagur fagur fiskur" dæminu... æji þið vitið :P
- The Subways - Rock & Roll Queen. Flott band sem byggist á eftir því sem ég best man kærustupari og bróðir annars hvors þeirra. Spurning hversu lengi það band á eftir að endast ? En nettur dansstemmari í þessu lagi og það er án efa breskt út í gegn.
Tjill : "Tjillið" byggist aðallega á auðvitað rólegum lögum og oftar en ekki kassagítarnum einum. Minn persónulega uppáhalds flokkur og mæli eindregið með öllum lögunum!
- The Shins (Live with Iron & Wine) - New Slang. Þetta lag heyrði ég af einu besta soundtracki í heimi, með Garden State myndinni, og kunni ég það alveg út í gegn áður en ég var búinn að sjá myndina. Enda horfði ég á hana bara útaf soundtrackinu og núna er þetta ein af mínum uppáhalds myndum, enda er hún alls ekki alslæm ef ekki er hugað að tónlistinni. Í þessari útgáfu spila þeir lagið með sveitinni Iron & Wine sem átti coverið af Such Great Hights með The Postal Service í Garden State myndinni. Frábær útgáfa af því lagi og verð ég án efa að kynna mér hana betur.
- Sufjan Stevens - John Wayne Gacy Jr. Þetta er klárlega fallegasta lag sem samið hefur verið um raðmorðingja, sama hversu furðulegur titill það er :P En allavega, smá fróðleiks moli hérna fyrir ykkur um þennan morðingja og það kemur bersýnilega í ljós í textanum sumt af þessu:
- Árið 1978 fundust 33 lík grafinn undir húsi John Wayne Gacy. Augljóslega var þetta gríðarlegt sjokk, ekki síst þar sem Gacy, sem vann sem byggingarverktaki, var dáður af öllum sem bjuggu nálægt honum vegna góðmennsku hans. Hann hafði oft haldið veislur þar sem hann bauð nágrönnum sínum upp á veitingar. Hann klæddi sig líka oft upp sem trúður og skemmti meðal annars langveikum börnum á spítala. Gacy batt fórnarlömbin sín sem allt voru ungir drengir, nauðgaði þeim og barði og bjó til samlokur fyrir þá eftir. Svo las hann upp nokkur vers úr biblíunni og kyrkti þá til dauða. Eitt af því sem hafði líklega áhrif á það hversu klikkaður Gacy var, var sennilega slys sem hann lenti í þegar hann var 11 ára. Þá fékk hann rólu í hausinn og það blæddi inn á heilann á honum sem varð til þess að hann datt oft út og missti minnið árin eftir. Eftir að hann var handtekinn eyddi hann mestum tíma sínum í klefanum í það að mála listaverk af trúðum
- Amos Lee - Colors. Þetta er önnur útgáfa af laginu heldur en er á "Amos Lee" disknum og að mínu mati mun betri. Aðeins píanó notað og ég er ekki frá því að það sé Norah Jones sem spilar á það. Þessi útgáfa kom í myndinni Just Like Heaven og var ég alveg búinn að steingleyma því þar til ég fann það aftur nú nýlega.
- Ben Gibbard - Recycled Air (Accoustic) er eitt af fjölmörgum frábærum lögum sem eru á bakvið heila forsprakka sveitanna Death Cab For Cutie og The Postal Service, sem er Ben Gibbard. Þetta lag er á einu plötu Postal Service, "Give Up", og er eins og flest lög Gibbards jafn góð ef ekki betri í þessum kassagítarsstíl. Þessi maður er bara snillingur... PUNKTUR!
- Ryan Adams - Blue Sky Blues er á fjórða disknum og að mínu mati þeim lang besta sem Ryan Adams gaf út árið 2005, "29". Hann er jafnvel sá besti eftir að meistaraverkið "Heartbreaker" kom út er hann hóf feril sinn. Mjög fallegt lag og með þeim betri á disknum.
- Ryan Adams - September. Annað lag með honum og enda ekki að ástæðulausu að hann sé með mínum uppáhalds tónlistarmönnum. Ótrúlega flott lögin sem þessi maður getur samið og ótrúlegt hversu vel hann getur skitið út öllum þessum diskum á svo litlum tíma án þess að floppa alvarlega. 8 diskar á 5 árum takk fyrir! En þetta lag á sér stað á "Jacksonville City Lights" og vakti mér hvað mesta athygli af öllum lögunum.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 02:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)