Beltin bjarga!

Núna fyrr í dag þegar við í bekknum vorum í gati þá ákváðum við, Jóhanna, Hlíf, Rúnar og Sunna að kíkja á smá rúnt þar til næsti tími byrjaði. Hefðum við betur átt að halda okkur bara í skólanum því þessi ferð varð frekar dýrkeypt. Þegar við vorum á leiðinni útúr bænum og beygðum inná veginn sem liggur að Rauðavatni þá fórum við aðeins of hratt í frekar hættulega beygju. Var það til þess að við misstum stjórn á bílnum (jeppa) sem endaði með því að við fórum eina eða tvær veltur á veginum og enduðum með bílinn réttann á hinum vegahelmingnum. Vorum við þá afar heppin með það að gera að engin umferð var á hinum vegarhelmingnum, við lentum upprétt og síðast en ekki síst að við vorum öll í BELTI! Við sluppum öll frekar vel, ég fékk smá skurð í olnbogann vegna glers sem brotnaði og Sunna fékk líka einhverja skurði á hendurnar. Hin þrjú sluppu að mestu fyrir utan smá skrámur. Fórum síðan ég, Sunna og Hlíf niðrá Slysó og var þar bara hlúð að sárunum og fleira.

En ef það var eitthvað við þetta sem maður hefur lært þá er að vera í BELTI! Ég held ég muni aldrei nokkurn tímann hér með leggja af stað í bíl án þess að vera með belti. Enda hefði nú ekki farið vel að skoppa í einhverja hringi í bíl án þess að vera fastur við sætið. Við megum telja okkur heppin að hafa sloppið svona vel en stundum verður maður hinsvegar ekki svo heppinn.

 Eini tilgangur við þetta blogg var að minna á hversu mikilvæg beltin eru og vona að þið munið það hér með.

 Kv, Þorvaldur


Summertime

Jæja kominn tími til að maður geri eitthvað á þessari síðu... alltof latur við að blogga. Líka hluta til útaf því hversu geeeðveikt veður er búið að vera uppá síðkastið. Næs að geta farið í stuttbuxunum í skólann, fengið sér grillaðar pulsur og fleira á dimmisjóninu hjá 4.bekk, farið í fótbolta í gúddi fíling og í sund og hlusta á brimbretta kappan Jack Johnson.... það bara gerist ekki sumarlegra! Svalur Er hinsvegar alveg uppgefinn í löppunum og allstaðar núna svo það verður bara hangið heima á eftir með kjarra og fleirum.  

Búinn að vera latari en allt við að læra. Gerði nokkrar tilraunir við að opna jarðfræðina og lesa eitthvað en árangurinn varð ekki mikill. Maður þarf samt að fara drífa í því að lesa eitthvað....  prófin að byrja bara eftir viku og fuuuullt að lesa! Íslendingaþáttaógeð, eðlis- og efnafræði sem maður er löngu búinn að gleyma, 200+ bls í jarðfræði sem er glaatað og síðast en ekki síst mín ástkæra saga.


En núna í sumar verður ansi fróðlegur dagur. Þann 6. júni eða 06.06.06... prufið að taka 0 og punktana í burtu og sjáið hvað þið fáið út....... 666! Hissa Eða djöflatöluna eða hvað þetta er.... og margir hafa sagt að þennan dag ætti satan að koma og stimpla 666 á ennið á öllum eða eitthvað álíka. Eða það eigi að vera heimsendir eða guð má vita hvað... eða satan Óákveðinn semsagt geðveikt sumar framundan... eða hvað ? Skömmustulegur Jæja, það er bara bíða og sjá... annars lem ég hann bara... engar áhyggjur!


En ég nenni ekki meiru... er að deyja út hungri! ætla fara panta mér pizzu eða eitthvað gotterí að éta... múhaha! Hlæjandi Ætla svo að endurnýja þessa tónlista hérna til vinstri bráðum svo það er bara last-chance til að hlusta... pælið í því! Svo megið þið skemmta ykkur við að commenta og skrifa í gestabók svo þessi síða deyji ekki og ég hætti að blogga.

OG já... fyrir þig Arnar og fleiri... "Carpe Diem" er latína og þýðir "seize the day"... sem merkir nokkurn veginn að njóta akkúrat stundarinnar sem maður er að upplifa og hafa ekki áhyggjur um framtíðina. Hef nokkuð mikinn áhuga að fá mér jafnvel tattú með þessu í framtíðinni Glottandi
 
 
Kv, tótó

Útlönd....

Jæja skólinn byrjaður aftur. Byrjaði allhressilega í gær með
því að sofa yfir mig í fyrstu tveimur tímunum og mætti í þann þriðja sem var svo frí í! Óákveðinn Aaalveg glatað... endaði með því að ég fór bara í einn tíma. Síðan frí í dag þar sem það er víst komið sumar
Hlæjandi Ekki langt í það að maður getur bara tipplað á stuttbuxum og bol úti í gúddí fíling, og í fótbolta við hvert tækifæri. Langar samt svo geeeðveikt til útlanda bráðum Fýldur Hittum Brynjar í gær eftir kanarísferðina hans og hann er brúnari en allt.... á meðan við vorum hérna í skítakulda og veseni. Reyndar fer ég kannski til ameríkunnar að heimsækja sigrúnu í ágúst og ef það gengur eftir verður það geeeðveikt! Hitinn ekki í verra laginu á þessum tíma og ekki slæmt heldur að geta verslað sér. slatta Brosandi Í smábæ rétt utan Boston með strönd og læti... awwwww!

En svo erum við strákarnir líka að spá með ferð á næsta ári.... okkar 18 aldursári. Og þá verður must að fara einhvert þar sem hægt er að gera sem mest 18 ára... ekki neitt 20 aldurstakmark eða eitthvað þannig rugl. Spurning um uppástungur ? Brosandi Sólarland þar sem hægt er að gera hvað sem er 18 ára Hlæjandi

En nenni varla blogga meir.... var að setja smá meiri músík og taka út hérna vinstra megin. Tók líka myndirnar burt og það drasl. Var að uppgvöta geeeeðveikt post-rock sveit... The Audiens, algjörlega óþekkt. Mæli með henni ef þú ert post-rock manneskja Glottandi Annars helduru þig bara við Indí'ið eða Chill'ið Brosandi

 Kv, Indie

Viltu 100 milljarða ? Veistu... nei

Vá hvað ég er duglegur við að blogga Svalur Svona er að hafa mikið að gera í páskafríinu en það er samt ógeðslega fínt að sínu leyti. Þetta frí er búið að vera algjör draumur miðavið jólafríið! Jólafríið var einhver mest rotnun sem hefur átt sér stað á lífskeiði mínu.... en þetta frí er bara tjill, skemmtilegheit og gúddí fílingur... góð lýsing haha Ullandi

En ég var að enda við að spjalla soldið við Sigrúnu systir um soldið áhugavert. Það var þannig að það var einhver au-pair þarna útí USA sem lenti í miðri skotárás milli lögreglu og glæpagengis og fékk skot í magan frá lögreglunni!! Það varð alltílagi með hana en þetta var kært og hún fékk 20 MILLJÓNIR DOLLARA í vasann takk fyrir!!! 1 og hálfur miljarður íslenskra króna...... ekki slæmt fyrir að fá eitt stykki kúlu í mallakútinn ha ? Óákveðinn
En þá fer maður að spá.... myndi maður þiggja að láta skjóta sig í magann fyrir 1 og hálfan milljarð ??
Eða myndi maður þiggja þann pening bara beint í vasann yfir höfuð ??
Jú væri náttúrulega æðislegt að eiga það, kaupa sér risa hús, splúnku nýjann Porche, eiga endalaust af fötum og bara allt sem manni hafði nokkurn tímann langað í.
En aftur á móti yrði þá eitthvað eftir sem maður myndi vilja fá ? Væri eitthvað sem maður myndi verða alveg hoppandi-hí glaður yfir að fá gefins í afmælis- eða jólagjöf ??
Það þyrfti allavega að vera eitthvað mikið. Getið rétt ýmindað ykkur hvað þið ættuð að gefa David Beckham svo hann yrði jafn glaður og ef ykkur væri gefið glænýjann sportbíl sem þú þyrftir ekki að borga krónu af! Það er ábyggilega fátt jafnvel ekkert sem þú gætir gefið honum svo það gæti gerst. Ekki furða að svo mikið af þessu ríka og fræga fólki verði þunglynd og eitthvað svoleiðis vesen þegar það er ekkert eftir til að gefa þeim.
Svo haldiði að það sé ekki bara gott mál að vera fátækur eða kannski vel settur meðalmaður í stað þess að vera alveg forríkur og eiga allt sem hugurinn girnist ? Brosandi
Myndi segja að þeir sem eiga hvað mest bágt og eru verst settir séu í bestu málunum í sambandi við þetta. Ef þú myndir gefa heimilislausum manni útá götu bara hlý föt til að vera í þá væri það eins og ef okkur væri gefið 100.000 króna úttekt í Kringlunni. Það þarf svo LÍTIÐ til að gleðja það fólk!!
Myndi segja að þetta sé allt bara hluti af jafnvægi lífsins. Sumir fá mikla peninga og forréttindi í lífinu en eru kannski ekkert alltof ánægð með líf sitt. Á meðan aðrir sem eiga meira bágt geta verið ánægð og ekkert þunglynd.
Bottom line is, money doesn't buy happiness!

Ætla líka quota hérna í í setningu einhvers mesta töffara kvikmyndasögunnar úr Fight Club, Tyler Durden:
"The things you own end up owing you, and its only after you've lost everything that you're free to do anything"

          

 Hvað segiði.... haldiði að þið mynduð taka við slíkum peningum í vasan og haldiði að þið yrðuð eitthvað ánægðari með líf ykkar við það ? Endilega commentiði og skrifa í gestabók ef það er eftir Glottandi


Kv, Indie

 

 


Músíkin!

Ég uppgvötaði hérna eftir að ég byrjaði á síðunni þennan snilldarhlut, tónlistanum. Hægt er að setja þá inn linka með lögum og þau koma þá svona snyrtilega út hérna vinstra megin.  
Ég er búinn að skipta þessu í 3 flokka hérna:

 

Post-Rock : Soldið pirrandi að lýsa því en það er mestu leyti svona instrumental tónlist, líkt og  Sigur Rós, Mogwai, Explosions In The Sky, Godspeed You Black Empror! og fleiri.

  1. The Album Leaf - Twentytwofourteen er lag sem ég var bara að finna, hafði aðeins heyrt tvö lög áður með þessum góða Sigur Rósar vini og hann er ekki alslæmur
  2. Sigur Rós - Untitled #3 (Samskeyti). Hef alltaf dýrkað þetta lag, píanóstefið sem heldur alltaf áfram og áfram og maður fær ALDREI leið á! Besta lag í heimi til að sofna við og mæli með að prufa Glottandi

 

Indie : Þessum flokki hendi ég mestu leyti inn hressu indí rokki/poppi. Varla þarf að lýsa því neitt meira en nokkur lög eru komin inná þennan flokk.

  1. Bloc Party - Little Thoughts er að ég held splunku nýtt lag frá þeim í Bloc Party eða bara gamalt demó. Fann það líka bara hérna nýlega og hreifst strax, enda þeirra venjubundnu hröðu, hráu gítar riff og snilldar trommuleikur. Spurning hvort þetta sé efni í þeirra annan disk sem kannski á að koma á þessu ári.... Vonandi!
  2. The Arcade Fire - Rebellion (Lies). Maður verður bara ekki þreyttur á þessu lagi þó svo það hafi verið nauðgað illa vel eftir að singúllinn kom út. Frábær útsetning þeirra á hverju einasta lagi gerir það unaðslegt að hlusta á þau, hinu mörgu og skrýtnu hljóðfæri saman komin að búa til eina snilld. Yndislegt!
  3. The New Pornographers - The Slow Descent Into Alcaholism heyrði ég fyrst á leiðinni í okkar frábærlega heppnuðu bústaðarferð FC Elvars þegar Kjarri skellti þessu á fóninn. Tær snilld og fæ alltaf netta gæsahúð að hlusta á þetta. Fann samt aðeins Live útgáfu af þessu lagi en það er ekkert verra ;)
  4. The Decemberists - 16 Military Wives. Mjög skemmtilegt band sem notar harmonikkuna óspart og með gífurlega grípandi lög. Þar á meðal eitt sem byggist á "fagur fagur fiskur" dæminu... æji þið vitið :P
  5. The Subways - Rock & Roll Queen. Flott band sem byggist á eftir því sem ég best man kærustupari og bróðir annars hvors þeirra. Spurning hversu lengi það band á eftir að endast ? En nettur dansstemmari í þessu lagi og það er án efa breskt út í gegn.

 

Tjill : "Tjillið" byggist aðallega á auðvitað rólegum lögum og oftar en ekki kassagítarnum einum. Minn persónulega uppáhalds flokkur og mæli eindregið með öllum lögunum! Brosandi 

  1. The Shins (Live with Iron & Wine) - New Slang. Þetta lag heyrði ég af einu besta soundtracki í heimi, með Garden State myndinni, og kunni ég það alveg út í gegn áður en ég var búinn að sjá myndina. Enda horfði ég á hana bara útaf soundtrackinu og núna er þetta ein af mínum uppáhalds myndum, enda er hún alls ekki alslæm ef ekki er hugað að tónlistinni. Í þessari útgáfu spila þeir lagið með sveitinni Iron & Wine sem átti coverið af Such Great Hights með The Postal Service í Garden State myndinni. Frábær útgáfa af því lagi og verð ég án efa að kynna mér hana betur.

  2. Sufjan Stevens - John Wayne Gacy Jr. Þetta er klárlega fallegasta lag sem samið hefur verið um raðmorðingja, sama hversu furðulegur titill það er :P En allavega, smá fróðleiks moli hérna fyrir ykkur um þennan morðingja og það kemur bersýnilega í ljós í textanum sumt af þessu:
    • Árið 1978 fundust 33 lík grafinn undir húsi John Wayne Gacy. Augljóslega var þetta gríðarlegt sjokk, ekki síst þar sem Gacy, sem vann sem byggingarverktaki, var dáður af öllum sem bjuggu nálægt honum vegna góðmennsku hans. Hann hafði oft haldið veislur þar sem hann bauð nágrönnum sínum upp á veitingar. Hann klæddi sig líka oft upp sem trúður og skemmti meðal annars langveikum börnum á spítala. Gacy batt fórnarlömbin sín sem allt voru ungir drengir, nauðgaði þeim og barði og bjó til samlokur fyrir þá eftir. Svo las hann upp nokkur vers úr biblíunni og kyrkti þá til dauða. Eitt af því sem hafði líklega áhrif á það hversu klikkaður Gacy var, var sennilega slys sem hann lenti í þegar hann var 11 ára. Þá fékk hann rólu í hausinn og það blæddi inn á heilann á honum sem varð til þess að hann datt oft út og missti minnið árin eftir. Eftir að hann var handtekinn eyddi hann mestum tíma sínum í klefanum í það að mála listaverk af trúðum

  3. Amos Lee - Colors. Þetta er önnur útgáfa af laginu heldur en er á "Amos Lee" disknum og að mínu mati mun betri. Aðeins píanó notað og ég er ekki frá því að það sé Norah Jones sem spilar á það. Þessi útgáfa kom í myndinni Just Like Heaven og var ég alveg búinn að steingleyma því þar til ég fann það aftur nú nýlega.

  4. Ben Gibbard - Recycled Air (Accoustic) er eitt af fjölmörgum frábærum lögum sem eru á bakvið heila forsprakka sveitanna Death Cab For Cutie og The Postal Service, sem er Ben Gibbard. Þetta lag er á einu plötu Postal Service, "Give Up", og er eins og flest lög Gibbards jafn góð ef ekki betri í þessum kassagítarsstíl. Þessi maður er bara snillingur... PUNKTUR!

  5. Ryan Adams - Blue Sky Blues er á fjórða disknum og að mínu mati þeim lang besta sem Ryan Adams gaf út árið 2005, "29". Hann er jafnvel sá besti eftir að meistaraverkið "Heartbreaker" kom út er hann hóf feril sinn. Mjög fallegt lag og með þeim betri á disknum.

  6. Ryan Adams - September. Annað lag með honum og enda ekki að ástæðulausu að hann sé með mínum uppáhalds tónlistarmönnum. Ótrúlega flott lögin sem þessi maður getur samið  og ótrúlegt hversu vel hann getur skitið út öllum þessum diskum á svo litlum tíma án þess að floppa alvarlega. 8 diskar á 5 árum takk fyrir! En þetta lag á sér stað á "Jacksonville City Lights" og vakti mér hvað mesta athygli af öllum lögunum.
Kv, Indie

Flúin af blog.central eftir 1 og hálfs árs dvöl!

Já loksins loksins er ég losnaður af blog.central Brosandi
Alltaf einhver blogg að fara til fjandans því maður gleymdi að copy'a og maður þarf alveg 10 tilraunir minnst til að ná að commenta útaf þessu talnarugli! En já, þessi miklu flottari og betri
. Músík hérna til vinstri og læti Svalur Vantar bara að kjarri fixi fyrir mig eitt stykki svona "haus" hérna fyrir ofan og þá er allt í gúddi. En allavega.... hvernig finnst ykkur ? Ætti maður ekki að vera hér bara til frambúðar eða snúa aftur á gömlu "góðu" central ? 

 Kv, INDIE


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband